Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Mynd um Ernu

Heimildarmyndin Þetta kalla ég dans, sem fjallar um starfsaðferðir, verkefni og persónu nútímadansarans Ernu Ómarsdóttur, verður sýnd í kvikmyndahúsinu Regnboganum kl. 18.15 í kvöld á vegum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Leikstjóri myndarinnar, Ásthildur Kjartansdóttir, verður viðstödd sýninguna og mun svara spurningum forvitins dansáhugafólks.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berlínarmynd Slingstjóra

Heimildarmyndin Berlin Song er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF ásamt öðrum tónlistarmyndum í flokknum Hljóð í mynd. Myndin fjallar um sex tónlistarmenn og hvernig þeir upplifa Berlin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Johnny Depp í Lone Ranger

Johnny Depp er sagður hafa samþykkt að leika í nýrri kvikmynd byggðri á sjónvarpsþáttaröðinni The Lone Ranger. Fer Depp með hlutverk hins snjalla aðstoðarmanns The Lone Ranger, indíánans Tonto.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ævi Liberace

Michael Douglas ætlar að leika bandaríska skemmtikraftinn Liberace í kvikmynd sem Steven Soderbergh hefur í undirbúningi. Er hlutverkið kúvending á ferli leikarans sem hefur til þessa einbeitt sér að gagnkynhneigðum glæsimönnum sem eru ekki allir þar sem þeir eru séðir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Á hassknúnum flótta

Grínmyndin Pineapple Express verður tekin til sýninga í kvikmyndahúsum hérlendis nú um helgina, en einn framleiðenda myndar­innar er enginn annar en Judd Apatow, maðurinn á bak við myndir á borð við Knocked Up og Superbad.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

3D allsráðandi

Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mynd á 72 tímum

Alþjóðleg kvikmynda­hátíð í Reykjavík, sem stendur yfir 25. septem­ber til 5. október, í samstarfi við alþjóðlega listahópinn Grettir Kabarett, býður nú öllum landsmönnum að búa til sína eigin stuttmynd sem verður sýnd í tengslum við hátíðina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kidman næsti Indiana Jones

Leikkonan Nicole Kidman hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Eighth Wonder, sem á íslensku myndi útleggjast sem Áttunda undrið, en áætlað er að tökur á myndinni hefjist á næsta ári. Myndin er sögð vera ævintýra- og hasarmynd í anda Indiana Jones-myndanna og fjallar um fornleifafræðinga sem, í kjölfar merkilegrar uppgötvunar, halda í æsilega fjársjóðsleit á framandi stöðum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Mýrin vekur mikla hrifningu

Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Myndin var frumsýnd í Bretlandi á föstudag og var um að ræða stærstu frumsýningu á íslenskri mynd í Bretlandi frá upphafi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Á tökustað

Verður Arnold Schwarzenegger í nýju Terminator-myndinni, sem kemur út næsta sumar? Hann hefur alltént sést á tali við Christian Bale á tökustað myndarinnar og hefur það vakið grunsemdir manna á Empire og zimbio.com.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kjaftfor strákastelpa

Hin 21 árs gamla Ellen Page hefur tekið að sér ímynd hinnar gáfuðu og sjálfstæðu unglingsstúlku, nú síðast í Smart People sem frumsýnd er hér á landi um helgina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Speglar sálarinnar

Speglar eru miðpunktur nýrrar spennumyndar með Keifer Sutherland sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Í Mirrors segir frá Ben Carson, löggu, sem nýbúið er að reka, og tekur að sér næturvörslu í rústum gamallar verslunar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Del Toro ráðinn til 2017

Guillermo del Toro hefur undirritað samning við Universal. Að Hobbitanum loknum, 2012, mun del Toro leikstýra fjórum myndum fyrir kvikmyndaverið, til ársins 2017. Allar myndirnar byggja á bókum, það eru Franken­stein, Dr. Jekyll and Mr. Hyde, Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut og væntanleg bók Dans Simmons, Drood.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Draugabanar snúa aftur

Fyrirtækið Columbia Pictures hefur í hyggju að framleiða Ghostbusters 3, þriðju myndina um draugabanana skrautlegu. Tæp tuttugu ár eru liðin síðan önnur myndin kom út með þeim Bill Murray, Harold Ramis, Dan Aykroyd og Ernie Hudson í aðalhlutverkum. Talið er að þeir muni allir snúa aftur í nýju myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Umhverfismál í brennidepli á RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, eða RIFF bætir sífellt við sig. Nú síðast var nýjum heimildamyndaflokki bætt við, sem ber heitið nýr.heimur. Þar verða umhverfismál í brennidepli, en sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd auk tengsla kvikmynda og tónlistar á hátíðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Katie Holmes sló í gegn

Katie Holmes gerði stormandi lukku þegar hún tók að sér gestahlutverk í bandarísku grínþáttunum Eli Stone á dögunum. Þættirnir fjalla um samnefndan lögfræðing sem greinist með slagæðargúlp í heila og fer fljótlega að sjá ýmiss konar sýnir, sem margar hverjar virðast tengjast framtíðaratburðum. Holmes leikur einnig lögfræðing í þáttunum og tekur þátt í dans- og söngatriði.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hasarkóngur síðustu ára

Jason Statham leikur aðalhlutverkið í Death Race sem frumsýnd verður hér á landi á morgun. Statham hefur á fáum árum gerst hasarkóngur kvikmyndanna og mætti líkja honum við Sylvester Stallone á sínu besta skeiði. En hver er þessi maður?

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sherlock Holmes verður hörkutól

„Ég er ekki kominn með neinn í hlutverk Watsons,“ sagði Guy Ritchie á heimsfrumsýningu RocknRolla, en á þar við næstu mynd sína um Sherlock Holmes. „Einhver sagði mér að ég væri kominn með Russell Crowe, en sá veit þá meira en ég. Mig grunar að það hafi ekki gerst og ég sé enn að leita að Watson.“

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Smith aftur á flug

Aðdáendur Kevins Smith geta glaðst yfir því að annað sýnishorn úr myndinni Zack and Miri Make a Porno er komið á vefinn. Myndin segir frá tveimur vinum, leiknum af Seth Rogen og Elizabeth Banks, sem eru svo blönk að þau ákveða að gera klámmynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fullvaxta menn, tólf ára enn

Gamanmyndaáhugamenn vita að þegar Will Ferrell og John C. Reilly mætast er voðinn vís. Seinast mættust þeir í Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby, árið 2006 og veltu bíógestum úr sætum sínum með einstakri grínblöndu. Mætast þeir að nýju í Stepbrothers, sem frumsýnd er á föstudaginn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Smáfuglar í forvali

Stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, Smáfuglar, er komin í forval fyrir Óskarsverðlaunin sem verða afhent næsta vor. Með því að vinna til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Melbourne fyrr í sumar fór myndin sjálfkrafa í hóp þeirra sem valið er úr þegar kosnar eru þær fimm myndir sem fá tilnefningu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvikmyndasmiðja

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík eða RIFF stendur að kvikmyndasmiðju 2. til 4. október. Smiðjan er einungis ætluð kvikmyndagerðarmönnum og ætluð þeim til framdráttar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Facebook-kvikmyndin

Aaron Sorkin, höfundur West Wing og Charlie Wilsons War, er með kvikmynd um Facebook í smíðum. Fréttir af verkefninu bárust í gegnum Facebook-síðu Sorkin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ráðstefna á RIFF

Ráðstefna um snertifleti tónlistar og kvikmynda verður á tónlistardagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF. Sjónum verður beint að heimildarmyndinni Heima og skoðað hvað gerði þá mynd eins vinsæla og vel heppnaða og raun ber vitni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Einn með íslenskri náttúru

Stefan Erdmann er ástfanginn af Íslandi. Svo ástfanginn að hann hefur helgað sig landinu og kvikmynd um það seinustu ár. Myndin heitir Island 63°66° og er sýnd á Shorts and Docs.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skrapp út fær góða dóma

Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal."

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bláu mennirnir slá í gegn

Danska kvikmyndin Blå mænd [ísl. Bláu mennirnir], sem er dreift af Scanbox, fyrirtæki í eigu Sigurjóns Sighvatssonar og fjölskyldu hans, hefur heldur betur slegið í gegn í Danaveldi. Myndin var frumsýnd fyrir rétt rúmri viku og sáu um 105 þúsund manns myndina fyrstu sýningarhelgina.

Bíó og sjónvarp