Snæfelingar áfram á góðu skriði - unnu Hauka létt á Ásvöllum Snæfellingar eru áfram á toppi Iceland Express deildar karla eftir sextán stiga sigur á Haukum á Ásvöllumn í kvöld, 105-89. Snæfellingar tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhlutanum og litu aldrei til baka eftir það. Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð og hafa Íslandsmeistararnir nú unnið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum á tímabilinu. Körfubolti 21. nóvember 2010 20:44
Stjarnan endaði taphrinuna með sigri á botnliði ÍR Stjörnumenn unnu langþráðan sigur þegar þeir unnu ÍR-inga með 13 stigum í Garðabænum í kvöld, 89-76. Stjarnan var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar en það var ljóst frá byrjun þessa leiks að lærisveinar Teits Örlygssonar ætluðu að breyta því í kvöld. Körfubolti 21. nóvember 2010 20:41
Hamar aftur á beinu brautina Hamar vann í kvöld sigur á KFÍ, 83-69, í frestuðum leik í Iceland Express-deild karla. Körfubolti 18. nóvember 2010 20:45
Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar. Körfubolti 18. nóvember 2010 06:00
KR skoraði 143 stig fyrir vestan - Grindavík vann Stjörnuna Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73. Körfubolti 15. nóvember 2010 21:04
Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag. Körfubolti 15. nóvember 2010 15:30
Nýi Grindavíkur-kaninn lofaði góðu á fyrstu æfingu - frumsýning í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jeremy Kelly er lentur á Íslandi og ætlar að taka að sér leikstjórnendahlutverkið hjá Grindvíkingum. Kelly tekur við stöðu Andre Smith sem óskaði eftir því að fara frá liðinu sem vann fyrstu fimm leikina með hann innanborðs. Körfubolti 15. nóvember 2010 09:45
Snæfell enn á toppnum og Tindastóll lagði Hamar Snæfell er enn á toppi Iceland Express-deildar karla eftir sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. Alls fóru fram þrír leikir í deildinni í kvöld. Körfubolti 14. nóvember 2010 21:59
Nonni Mæju: Þeir brotnuðu hægt og rólega „Við töluðum saman í hálfleik og ákváðum í sameiningu að rífa okkur upp," sagði Jón Ólafur Jónsson, betur þekktur sem Nonni Mæju, eftir að Snæfell sótti bæði stigin til ÍR í kvöld. Körfubolti 14. nóvember 2010 21:41
Eiríkur Önundarson: Erum í algjörum skítamálum „Þetta er mjög svekkjandi. Ég er ekki alveg viss hvað gerðist," sagði Eiríkur Önundarson, leikmaður ÍR, eftir að liðið tapaði fyrir Snæfelli á heimavelli sínum í kvöld. Körfubolti 14. nóvember 2010 21:33
Guðmundur: Erum alltof sveiflukenndir „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel, vörnin var að halda og þeir skoruðu bara 2 stig fyrstu fimm mínúturnar og munurinn er aðeins fimm stig. Síðan hrökk þetta í baklás hjá okkur," sagði Guðmundur Jónsson leikmaður Njarðvíkur eftir 92-69 tap gegn KR í DHL höllinni. Körfubolti 12. nóvember 2010 22:07
Pavel: Ætlum að gera þetta að sterkasta heimavellinum „Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og vonandi að við höldum því áfram, við höfum unnið tvo leiki og tapað einum og ef við ætlum að vera besta liðið í deildinni þurfum við að komast á skrið og hætta að tapa," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR sem átti stóran þátt í 92-69 sigri KR á Njarðvík í DHL höllinni í kvöld. Körfubolti 12. nóvember 2010 22:03
KR vann öruggan sigur á Njarðvík í DHL-höllinni KR-ingar unnu öruggan 23 stiga sigur á Njarðvíkingum í DHL höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-69. Sigur KR-liðsins var afar öruggur að þótt Njarðvíkingar hefðu ekki verið langt frá fram í síðasta leikhluta. KR-ingar fóru upp í þriðja sætið í deildinni með þessum sigri en Njarðvíkingar eru hinsvegar í því tíunda. Körfubolti 12. nóvember 2010 21:04
Friðrik tryggði Tindastól fyrsta sigurinn Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild karla á tímabilinu þegar liðið vann 89-88 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna 3,2 sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 12. nóvember 2010 21:00
Búið að fresta leik Hamars og KFÍ í kvöld Leik Hamars og KFÍ í Iceland Express-deild karla sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Ástæðan er að ekki er flogið til Ísafjarðar í dag. Körfubolti 12. nóvember 2010 17:15
Pavel í viðtali á KR-síðunni: Evrópskir bakverðir troða ekki Pavel Ermolinski, leikstjórnandi KR, er í viðtali á heimasíðu KR en KR-ingar taka á móti Njarðvík í DHL-höllinni í kvöld í 6. umferð Iceland Express deildar karla. Pavel fer meðal annars yfir það í viðtalinu að hann er ekki ánægður með frammistöðu liðsins til þess á tímabilinu. Körfubolti 12. nóvember 2010 16:45
Pétur: Erum að vinna okkur inn í mótið „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur og við erum að vinna okkur hægt og rólega inn í mótið,“ sagði Pétur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Keflavík vann Fjölni 104-96 í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:45
Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:30
Örvar: Töpuðum leiknum í þriðja leikhluta „Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, en við töpuðum þessu í þriðja leikhlutanum,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Keflvíkingum 96-104 í 6.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:19
Gunnar: Þetta er allt að koma hjá okkur „Þetta var mjög fínn sigur hjá okkur og mjög svo mikilvægur“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík bar sigur úr býtum gegn Fjölni, 96-104, í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:17
Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigri Keflavíkur Keflvíkingar unnu sinn annan sigur í röð í Iceland Express deild karla í kvöld þegar þeir fóru í Grafarvoginn og unnu átta stiga sigur á heimamönnum í Fjölni, 104-96. Körfubolti 11. nóvember 2010 20:56
Haukarnir enduðu taphrinu sína með sigri á ÍR Nýliðar Hauka komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla með 93-87 sigri á ÍR á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigurleikjum. Körfubolti 11. nóvember 2010 20:51
Snæfell fyrsta liðið til að vinna Grindavík Íslandsmeistarar Snæfellinga urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla í vetur þegar Snæfell vann átta stiga sigur í leik liðanna í Hólminum, 79-71. Grindavík var búið að vinna fyrstu fimm leiki sína en Snæfell tók af þeim toppsætið með þessum sigri. Körfubolti 11. nóvember 2010 20:29
Líf og fjör í boltanum í kvöld Það er mikið að gerast í íslensku íþróttalífi í kvöld en þá er leikið í efstu deildunum í handbolta og körfubolta. Handbolti 11. nóvember 2010 17:30
Búið að draga í bikarkeppni KKÍ Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit. Körfubolti 11. nóvember 2010 12:22
Umfjöllun: Tindastóll fór létt með Breiðablik í Smáranum Það var gleði í andlitum leikmanna Tindastóls eftir að þeir unnu fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Þeir lögðu Breiðablik 49-78 í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins og var sigurinn aldrei í hættu hjá gestunum frá Suðárkróki. Körfubolti 7. nóvember 2010 22:04
Ilievski: Sigurinn í kvöld táknar nýtt upphaf fyrir Tindastól „Við erum kátir með sigurinn og gleðiefni að finna sigurtilfinningu,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari Tindastóls, eftir sigur sinna manna gegn Breiðablik í 32-liða úrslitum Powerade-bikarins í körfuknattleik sem fram fór í Smáranum í kvöld. Körfubolti 7. nóvember 2010 21:25
Sigurður: Það eru allir komnir með sín hlutverk á hreinu Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sína menn í kvöld sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins eftir 16 stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ. Körfubolti 4. nóvember 2010 22:01
Teitur: Ætluðum ekki að vera liðið sem gæfi þeim sjálfstraustið Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu ekki sáttur eftir 14 stiga tap á móti hans gamla félagi í 32 liða úrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Njarðvík vann þá sannfærandi og öruggan sigur á slöku Stjörnuliði. Körfubolti 4. nóvember 2010 21:42
KR vann auðveldan sigur á Hetti KR komst auðveldlega áfram í Poweradebikarnum í kvöld er það sótti Hött heim á Egilsstaði. KR betra allan tímann og vann öruggan sigur, 68-101. Körfubolti 4. nóvember 2010 21:34