Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hrafn: Hlaut að koma að því að skotin færu niður

    „Það er gott að ná sigri og maður má aldrei gleyma því að hafa gaman af því að vinna, sama hversu sterkur sem mótherjinn er,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-ingar eftir sigur sinna manna gegn nýliðum Hauka í DHL-Höllinni í kvöld, 93-83.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík lagði Íslandsmeistarana

    Njarðvík gerði sér lítið fyrir og lagði Íslands- og bikarmeistara Snæfells á heimavelli í Iceland Express-deild karla í kvöld, 89-87. Alls fóru þrír leikir fram í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik Ragnarsson farinn að þjálfa aftur hjá Njarðvík

    Friðrik Ragnarsson hefur tekið að sér þjálfun hjá Njarðvíkingum til þess að leysa skyndilegt brotthvarf Örvars Þórs Kristjánssonar. Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Friðrik þjálfar á sínum heimaslóðum. Örvar tók við meistaraflokki Fjölnis af Tómasi Holton en Njarðvíkingar hafa fengið tvo reynslubolta til þess að leysa hann af hjá sínum yngri flokkum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tómas Holton hættur með Fjölnisliðið eftir aðeins tvo leiki

    Tómas Holton er hættur að þjálfa Fjölni í Iceland Express deild karla eftir aðeins tvo leiki. Tómas Holton tilkynnti Steinari Davíðssyni, formanni körfuknattleiksdeildar Fjölnis, þetta í gær samkvæmt frétt á karfan.is. Fjölnir hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á móti Snæfelli og Stjörnunni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið

    Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn Kristjánsson: Svona spáðum við þessu

    Liðum Hrafns Kristjánssonar er spáð góðu gengu í Iceland Express deilum karla og kvenna í vetur. Karlaliðinu var spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en kvennaliðið sem hefur titil að verja endaði í 2. sæti í spánni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavík og KR spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni

    Kvennalið Keflavíkur og karlalið KR munu fagna Íslandsmeistaratitlinum í körfunni næsta vor ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna í árlegri spá sem var kunngerð nú áðan á kynningarfundi Iceland Express-deilda karla og kvenna fyrir tímabilið 2010-2011. Haukar og Tindastól munu falla hjá körlunum en Fjölnir fellur hjá konunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Þarf að pússa nýju púslin betur

    „Það er aldrei leiðinlegt að vinna titla. Ég hef aldrei áður unnið þennan sem aðalþjálfari," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir að liðið vann KR í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfellingar með 21 árs gamlan Letta á reynslu

    Íslandsmeistarar Snæfells í körfubolta karla eru með 21 árs gamlan Letta á reynslu hjá sér og spilaði hann með liðinu á móti Fjölni í átta liða úrslitum Lengjubikars karla á sunnudagskvöldið. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR og Keflavík jöfnuðu met Njarðvíkinga - undanúrslitin klár

    KR og Keflavík komust í gær í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta ásamt Snæfell og Grindavík. Þau jöfnuðu þar með met Njarðvíkinga sem sátu eftir í 8 liða úrslitum eftir tap á heimavelli fyrir Grindavík. Öll þrjú félögin hafa nú tólf sinnum komist í undanúrslit Fyrirtækjabikarsins síðan hann fór fyrst fram árið 2006 en keppnin fer nú fram í fimmtánda sinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bíblíulesturinn kveikti heldur betur í Ara

    Ari Gylfason átti frábæra frumraun með KFÍ í Lengjubikarnum í gær en hann skoraði þá 25 stig á 29 mínútum í sínum fyrsta opinbera leik með Ísafjarðarliðinu og hjálpaði KFÍ-liðinu að vinna óvæntan tólf stiga sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 108-96.

    Körfubolti