Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Sigurður: Menn lögðu sig ekki fram

    „Þetta var bara lélegt. Það hafði enginn fyrir hlutunum hjá okkur, þegar menn leggja ekki sig fram þá er þetta ekki erfitt heldur bara lélegt,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir tapið á heimavelli gegn Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Við spiluðum andskoti vel

    „Þetta var mjög flott. Dúndurvörn hjá okkur náði að skapa þetta forskot sem við náðum," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, eftir stórsigur liðsins í Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum

    KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Skarphéðinn: Búinn að vera ferskur á bekknum að bíða eftir tækifæri

    Skarphéðinn Freyr Ingason hefur lifað tímanna tvenna með KR-ingum og er einn af þeim leikmönnum sem hafa verið með í báðum Íslandsmeistaraliðum félagsins síðustu þrjú ár. Skarphéðinn átti flotta innkomu í KR-liðið í 19 stiga sigri á Snæfelli í Hólminum í kvöld eftir að hafa fengið ekkert að spila í fyrsta leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tommy fékk að ráða því hvort hann kæmi með í Hólminn

    KR-ingurinn Tommy Johnson átti sinn langbesta leik í langan tíma þegar KR-ingar unnu 19 stiga sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Tommy hafði aðeins skorað 11 stig í fyrstu þremur leikjum KR í úrslitkeppninni en skoraði 18 stig í kvöld. Tommy setti meðal annars niður 4 af 7 þriggja stiga skotum sínum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Þeir svöruðu vel í dag enda með frábært lið

    Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, þurfti að horfa upp á sína menn tapa með 19 stigum fyrir KR á heimavelli sínum í Hólminum í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Snæfell gat komist í 2-0 í einvíginu og þar með í algjöra lykilstöðu en nú er staðan orðin 1-1 og KR er aftur komið með heimavallarréttinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel horfir á þátt um geimverur fyrir leik

    „Ég er bara að slaka á fyrir leikinn. Það er nauðsynlegt að safna kröftum og vera ferskur í kvöld. Ég reif mig upp rúmlega tíu og borða svo pasta og kjúkling á eftir. Eldað á einfaldan hátt," sagði KR-ingurinn Pavel Ermolinskij við Vísi en hann var að hafa það náðugt á Akranesi hjá móður sinni og mun svo hitta félaga sína í KR-liðinu í Borganesi á eftir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    1-0 fyrir Snæfell - myndir

    Bekkurinn var þétt setinn og mikil stemning í DHL-höllinni í gær þegar KR og Snæfell mættust í fyrsta leik sínum í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar: Við vinnum í Hólminum

    „Þeir hitta svakalega vel hér í kvöld á meðan við klúðrum meðal annars tveimur troðslum. Það er kannski lýsandi fyrir leikinn í kvöld," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Snæfelli í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Alltaf oddaleikir í einvígum KR og Snæfells

    KR og Snæfell mætast í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta en þetta varð fyrst ljóst eftir oddaleikina á skírdagskvöld þótt að bæði lið hafi verið löngu búin að tryggja sér sigur í sínum einvígum í átta liða úrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús: Elska að fá Keflavík núna

    Njarðvíkingurinn Magnús Gunnarsson var að vonum brosmildur eftir sigur Njarðvíkur á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. Magnús átti flottan leik í kvöld eins og svo margir félagar hans.

    Körfubolti