Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 116-120 | Njarðvíkingar náðu í sigur í framlengdum háspennuleik Njarðvíkingar náðu í dýrmæt stig í toppbaráttunni þegar þeir unnu Breiðablik í Smáranum eftir framlengdan leik 116-120. Ég segi dýrmæt því þegar minna en mínúta var eftir af venjulegum leiktíma voru Njarðvíkingar undir en jöfnuðu og náðu í sigurinn. Blikar gáfu þeim mikla keppni eftir að hafa verið undir ca. 80% af leiknum. Körfubolti 3. mars 2022 22:36
Benedikt Guðmundsson: Ég er bara virkilega ánægður með að fara héðan með sigur Benedikt Guðmundsson vissi alveg að leikurinn við Breiðablik yrði ekki gefins og sú varð raunin þegar Njarðvíkingar náðu í sigur með erfiðasta móti 116-120. Njarðvíkingar virtust vera með góða stjórn á leiknum en Blikar eru óútreiknanlegt lið og ef þeir komast í gírinn sinn þá er erfitt að eiga við þá. Benedikt var því virkilega ánægður með sigurinn. Körfubolti 3. mars 2022 22:00
Sverrir Þór tekur við Grindavík Sverrir Þór Sverrisson hefur verið ráðinn þjálfari liðs Grindavíkur í Subway-deild karla í körfubolta. Grindvíkingar hafa verið án þjálfara síðan Daníel Guðni Guðmundsson var látinn taka poka sinn á dögunum. Körfubolti 25. febrúar 2022 17:30
Heiðursstúkan: Hvor veit meira um Subway-deildina? Brynjar eða Pavel? Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en þriðji þátturinn er nú kominn inn á vefinn. Körfubolti 25. febrúar 2022 11:00
Jón Arnór hraunaði yfir félagana í eldræðu: „Lítið út eins og fokking börn“ Jón Arnór Stefánsson hraunaði gjörsamlega yfir orðlausa liðsfélaga sína í mikilli eldræðu sem hann flutti í búningsklefanum eftir að hafa tapað með Val gegn sínu gamla liði KR á síðustu leiktíð. Körfubolti 23. febrúar 2022 12:00
Daníel fékk uppörvandi símtöl frá lykilmönnum: „Þetta kom mér á óvart“ „Ég veit ekki hvort nokkur sé sáttur þegar maður er rekinn. Þetta kom mér á óvart,“ segir körfuboltaþjálfarinn Daníel Guðni Guðmundsson sem fékk að vita það í gærkvöld að honum hefði verið sagt upp starfi sem þjálfari karlaliðs Grindavíkur. Körfubolti 22. febrúar 2022 13:31
Daníel rekinn frá Grindavík Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur vinnur nú að því að ákveða hver stýra muni karlaliði félagsins út leiktíðina eftir að hafa ákveðið að láta Daníel Guðna Guðmundsson taka pokann sinn. Körfubolti 22. febrúar 2022 09:49
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 102-76 | Stórsigur í Suðurnesjaslagnum Njarðvíkingar unnu öruggan 26 stiga sigur er liðið tók á móti Grindvíkingum í Suðurnesjaslag Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 102-76, en með sigrinum lyftu Njarðvíkingar sér upp í annað sæti deildarinnar. Körfubolti 18. febrúar 2022 22:30
Benedikt: Sóknin lítur alltaf vel út þegar menn hitta „Maður er aldrei ánægður með allar 40 mínúturnar en þetta voru það margar góðar mínútur að ég verð að vera ánægður. Mér fannst við ná tökum á þeim varnarlega og héldum því ansi lengi,“ sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn á Grindavík í Subway-deildinni í kvöld. Körfubolti 18. febrúar 2022 22:12
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Breiðablik 136 - 116| Fimmti sigur meistaranna í röð Íslandsmeistararnir fóru illa með nýliðana. Þór Þorlákshöfn gerði 77 stig í fyrri hálfleik og endaði á að vinna Breiðablik með tuttugu stigum 136 - 116. Körfubolti 18. febrúar 2022 20:32
Daniel Mortensen: Ég var að reyna að enda með fimmtíu stig Þór Þorlákshöfn vann tuttugu stiga sigur á Breiðabliki 136 - 116. Daniel Mortensen, leikmaður Þórs Þorlákshafnar fór á kostum og gerði 47 stig í leiknum. Sport 18. febrúar 2022 20:07
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 90-79 | Stjarnan hleypti KR nálægt sér en aldrei of nálægt KR heimsótti Mathús Garðabæjarhöllina í kvöld og mætti þar heimamönnum í Stjörnunni. Heimamenn fóru með ellefu stiga sigur og unnu þar með sinn þriðja sigur í röð. Stjarnan fór upp í fimmta sæti deildarinnar en KR er áfram í tíunda sæti en á leik og leiki til góða á liðin fyrir ofan sig. Körfubolti 17. febrúar 2022 23:33
Segir sinn mann hafa hagað sér eins og kjána: „Hann á ekkert að vera rífa kjaft hérna“ „Fyrri hálfleikurinn var skelfilegur, við komum ótrúlega flatir og orkulitlir út í leikinn. Þeir fengu að gera það sem þeir vildu á meðan við virkuðum mjög vanstilltir,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, eftir tap gegn Stjörnunni í Subway-deild karla í kvöld. Körfubolti 17. febrúar 2022 23:07
Arnar með sneið á KR: Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þá beita þessari taktík „Ég er ánægður að sigra, mér fannst við góðir í fyrri hálfleik en fórum svolítið að verjast í seinni hálfleik, vorum passívir og klaufar oft á tíðum. En það er alltaf gott að vinna KR,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar eftir ellefu stiga sigur á KR í kvöld. Körfubolti 17. febrúar 2022 22:59
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Ak. 97-77 | Keflavíkurhraðlestinn keyrði yfir bensínlausa Þórsara Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur gegn botnliði Þórs frá Akureyri er liðin mættust í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 97-77, en Þórsarar leiddu með ellefu stigum í hálfleik. Körfubolti 17. febrúar 2022 22:38
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Valur 80-83 | Valsmenn unnu nauman sigur gegn ÍR-ingum ÍR fékk Val í heimsókn í TM-hellirinn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Leiknum lauk með þriggja stigi sigri gestanna, 80-83, eftir gríðarlega spennandi leik. Körfubolti 17. febrúar 2022 21:17
Stólarnir áttu ekki í vandræðum með nýliðana Tindastóll vann öruggan 19 stiga sigur er liðið heimsótti Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 107-88. Körfubolti 17. febrúar 2022 21:08
Finnur Freyr: Frábært að fara á erfiðan útivöll og ná í sigur Valsmenn unnu góðan 83-80 sigur á ÍR í Subway-deild karla í körfubolta í Breiðholtinu í kvöld. Finnur Freyr, þjálfari Vals, var mjög ánægður með sigur sinna manna eftir leik. Körfubolti 17. febrúar 2022 20:46
Hafa ekki unnið KR í deildinni í meira en 26 mánuði Stjarnan tekur á móti KR í stórleik kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta og það er óhætt að segja að heimamenn séu búnir að bíða lengi eftir sigri á Vesturbæingum. Körfubolti 17. febrúar 2022 16:01
Umfjöllun og viðtal: Keflavík - Breiðablik 126 - 80 | Keflavík setti upp flugeldasýningu Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð komst Keflavík aftur á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Keflavík átti stórkostlegan fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði 74 stig. Á endanum voru 46 stig sem skildu liðin að, lokatölur 126-80. Körfubolti 14. febrúar 2022 22:15
„Þetta er einfaldlega orkustigið sem þarf ef þú ætlar að vinna leiki í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson, aðstoðarþjálfari Grindavíkur, var við stjórnvölin í kvöld þar sem Daníel Guðni tók út leikbann. Hann tók undir þá greiningu mína að það hefði verið engu líkara en tvö mismunandi Grindavíkurlið hefðu mætt til leiks í fyrri og seinni hálfleik, en frammistaðan var eins og svart og hvítt hjá þeim gulklæddu í kvöld. Körfubolti 14. febrúar 2022 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Valur 99-92 | Mögnuð endurkoma heimamanna í Grindavík Grindavík vann frábæran endurkomusigur á Val, 99-92, í Subway-deild karla í kvöld. Sigurinn þýðir að Grindavík hefur jafnað Val að stigum í deildinni. Körfubolti 14. febrúar 2022 20:00
Góðar fréttir fyrir Grindvíkinga: Mæta einu af efstu liðunum í kvöld Grindvíkingar eru komnir niður í sjötta sæti Subway-deildar karla í körfubolta og eru á hraðri niðurleið eftir einstaklega slakt gengi á móti neðstu liðum deildarinnar að undanförnu. Körfubolti 14. febrúar 2022 17:01
Finnst Everage vera besti sóknarmaður Subway-deildarinnar Everage Richardson átti enn einn stórleikinn þegar Breiðablik sigraði Grindavík, 104-92, í Subway-deild karla á föstudaginn. Körfubolti 14. febrúar 2022 16:01
Enn einum KR-leiknum frestað: Einn af fimm sem veðrið stoppar í kvöld Körfuknattleikssamband Íslands hefur þurft að fresta fimm leikjum sem áttu að fara fram í kvöld en tveir þeirra eru í Subway deild karla. Körfubolti 14. febrúar 2022 13:15
„Ragnar tók bara skrefið í það að verða frábær varnarmaður“ „Við ætlum að kíkja á Ragnar Örn Bragason, Breiðhyltinginn knáa sem er búinn að búa sér til heimili í Þorlákshöfn,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson í seinasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi, en Ragnar átti stórgóðan leik í öruggum sigri Þórsara gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. Körfubolti 12. febrúar 2022 23:31
„Held að mörg lið öfundi KR af þessum strákum“ KR vann góðan sigur á Vestra í Subway-deild karla á dögunum. Ungir leikmenn liðsins stálu senunni og voru til tals í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Körfubolti 12. febrúar 2022 12:31
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Keflavík 114-89 | Íslandsmeistararnir unnu stórsigur Þór Þorlákshöfn lyfti sér á topp Subway-deildar karla með öruggum 25 stiga sigri gegn Keflvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Lokatölur urðu 114-89, en sigur heimamanna var nánast orðinn formsatriði í hálfleik. Körfubolti 11. febrúar 2022 22:35
Hjalti: „Við vorum bara hálf gjaldþrota“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga, var dapur í bragði eftir stórt tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 114-89 og Hjalti talaði um hálfgert gjaldþrot hjá sínu liði. Körfubolti 11. febrúar 2022 22:15
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grindavík 104-92 | Gott gengi Blika heldur áfram Breiðablik er áfram á sigurbraut í Subway-deild karla í körfubolta. Að þessu sinni var það Grindavík sem lá í valnum, lokatölur í Smáranum 104-92. Blikar eru svo sannarlega komnir í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 11. febrúar 2022 21:32