Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Sáttaumleitanir að fara út um þúfur

Litlar líkur eru taldar á að sáttir náist utan dómstóla milli ríkisins og þeirra er sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Þrátt fyrir hækkuð tilboð stjórnvalda hefur einn hafnað því sem boðið er.

Innlent
Fréttamynd

Jón Trausti fær 1,8 milljónir króna frá ríkinu

Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Jóni Trausta Lútherssyni 1,8 milljónir króna í skaðabætur vegna gæsluvarðhaldsetu í 21 dag í tengslum við rannsókn á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því

26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa.

Innlent
Fréttamynd

Bjuggu til dómsal í sýndarveruleika fyrir þolendur kynferðisofbeldis

Nemar í tölvunarfræði hafa skapað dómsal í sýndarveruleika til þess að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis fyrir réttarhöldin. Þeir segja að sérfræðingar hafi sýnt verkefninu mikinn áhuga. Það að komast í réttarsalinn í huganum geti dregið úr streitu og kvíða fyrir svo yfirþyrmandi aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið dæmt til að greiða 234 milljónir

Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Grímsnes- og Grafningshreppi 234 milljónir vegna greiðslna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga til sveitarfélagsins sem voru felldar niður á árunum 2013 til 2016. Hæstiréttur klofnaði í málinu en einn dómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna ætti ríkið af kröfum sveitarfélagsins.

Innlent