Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi. Innlent 28. september 2018 15:37
Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna. Innlent 28. september 2018 12:19
Konu í Sviss stefnt fyrir meiðyrði vegna Hlíðamálsins Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. Innlent 28. september 2018 11:37
Erla enn með ábyrgðina á herðum sér Erla Bolladóttir á enn eftir að fá mannorð sitt hreinsað. Tilfinningarnar eru blendnar eftir sýknudóm í gær. Hún vonast enn til að Hæstiréttur gangi lengra, lýsi sakleysi þeirra yfir og gangist við því sem gerðist. Innlent 28. september 2018 06:00
Tekur ekki á sig kostnað ábyrgðarlausra Minnst fimm innheimtumál Menntamiðstöðvarinnar ehf. vegna ógreiddra skólagjalda hafa ratað fyrir dómstóla. Skólastjóri segir að um sé að ræða einstaklinga sem hafi aldrei haft í hyggju að borga og séu að reyna að komast hjá því. Innlent 27. september 2018 08:00
Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Allir gera ráð fyrir sýknudómi en Ragnar vill yfirlýsingu um sakleysi og bendir á dóm frá Bretlandi. Innlent 27. september 2018 06:00
Dæmdur fyrir hótanir: „Stúta þessum læknabeljum“ Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 26. september 2018 11:31
Segir endurtekninguna erfiða fyrir ákærðu í málinu Aðalmeðferð í Aurum-málinu hófst í gær í Landsrétti og heldur áfram í dag. Innlent 26. september 2018 09:00
Káfaði á stúlku í Kringlunni Var El Mustapha ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum. Innlent 26. september 2018 06:00
Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar Lögmaður tveggja stúlkna og móður þeirra hefur lagt fram kærur bæði til ríkis- og héraðssaksóknara vegna meðferðar lögreglu á rannsókn brota föðurins gegn stúlkunum. Málið komst í hámæli í vor vegna afskipta þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu. Innlent 26. september 2018 06:00
Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir. Innlent 25. september 2018 19:45
Nauðgunardómur mildaður vegna tafa Landsréttur hefur mildað dóm yfir Kristóferi John Unnsteinssyni sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannagleði árið 2015. Innlent 25. september 2018 14:26
„Ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta“ Aðalmeðferð í Aurum-málinu fer fram í Landsrétti í dag. Viðskipti innlent 25. september 2018 12:44
Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga á samkvæmi í síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar. Innlent 25. september 2018 12:09
Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot. Innlent 24. september 2018 06:45
Fleiri konur í Hæstarétt Aðeins ein kona hefur fast sæti í Hæstarétti. Innlent 24. september 2018 06:45
Tveir tímar kostuðu nema hátt í milljón Tveir meintir prufutímar reyndust nemanda Ferðamálaskóla Íslands dýrir. Skólastjórinn segir ekki hægt að prufa og alla gera sér grein fyrir hvað felist í umsókn. Innlent 24. september 2018 06:00
Pípulagningafeðgar sekir um skattalagabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt feðga, sem saman ráku pípulagningafyrirtæki, í fangelsi og greiðslu 30 milljóna króna sektar fyrir skattalagabrot. Innlent 21. september 2018 20:00
„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. Innlent 21. september 2018 14:00
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. Innlent 21. september 2018 12:15
Hæstiréttur staðfestir að Arion skuli greiða húsfélagi 162 milljónir króna Arion banki skal greiða húsfélaginu í Löngulínu 2 í Garðabæ 162 milljónir í skaðabætur vegna galla í klæðningu á húsinu. Innlent 20. september 2018 18:45
Ríkið krefst sýknu af bótakröfu hjúkrunarfræðings Málflutningur í máli Ástu Kristínar Andrésdóttur hjúkrunarfræðings, sem sýknuð var af ákæru um manndráp af gáleysi í starfi, gegn íslenska ríkinu fór fram í Landsrétti í gær. Innlent 20. september 2018 08:00
Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun Verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Innlent 19. september 2018 14:21
Vildi þyngja fiskinn en endaði með dragúldið dýrafóður Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í síðustu viku frá dómi máli fiskvinnslufyrirtækisins Tor ehf. á hendur Kötlu matvælaiðju ehf. Forsvarsmenn Tors stefndu Kötlu til greiðslu ríflega 14 milljóna króna í bætur vegna tjóns sem fiskvinnslan hefði orðið fyrir vegna "hjálparefnis“ sem keypt var hjá Kötlu árið 2014. Innlent 19. september 2018 07:00
Deilur um þriggja metra skjólveggi sendar aftur í hérað Landsréttur hefur sent deilur á milli nágranna um skjólveggi á sameiginlegri lóð í Furugerði í Reykjavík aftur til héraðsdóms. Innlent 18. september 2018 11:15
Þurfa að greiða virðisaukaskatt af skildingi Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Tollstjóra um að einstaklingar þurfi að greiða virðisaukaskatt af innfluttri eins dollars mynt. Innlent 17. september 2018 07:30
Þráttað um vernd lögaðila gegn endurtekinni málsmeðferð Lögaðilar geta illa aumkað sér yfir endurtekinni málsmeðferð í skattamálum, segir vararíkissaksóknari. Innlent 15. september 2018 07:45
Stal rafmagni fyrir 270 þúsund Karlmaður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða í vikunni dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela rafmagni frá Orkubúi Vestfjarða (OV). Innlent 15. september 2018 07:30
Fangelsi fyrir nauðgun á Írskum dögum staðfest í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag tveggja og hálfs árs fangelsisdóm Héraðsdóms Vesturlands yfir karlmanni á fertugsaldri, Eldin Soko, fyrir að nauðga konu á Akranesi í júlí í fyrra. Innlent 14. september 2018 17:39
Með sýknu verði þjóðin vitni að réttlæti Verjandi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum segir að með sýknu í málinu verði íslenska þjóðin vitni að réttlæti. Innlent 14. september 2018 17:00