Stefna ferðaþjónustufyrirtæki eftir að hafa týnst í sjö tíma í vélsleðaferð á Langjökli Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2019 22:40 Aðstæður við leitina voru erfiðar. Bæði vegna veðurs og myrkurs. Kristinn Ólafsson Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Áströlsku hjónin Gain og David Wilson hafa stefnt ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland eftir að þau týndust í sjö tíma í vélsleðaferð á vegum fyrirtækisins á Langjökli í byrjun árs 2017.RÚV greinir frá málinu og segir hjónin krefjast miskabóta þar sem atvikið hafi haft mikil sálræn áhrif á þau. Mountaineers of Iceland hafna bótaskyldu í málinu og fara fram á sýknu en aðalmeðferð fer fram í málinu í næstu viku. Hjónin urðu viðskila við hóp sinn í vélsleðaferðinni, en ferðin hafði verið farin þrátt fyrir stormviðvörun. Leiðsögumenn mátu veðrið hins vegar ekki til fyrirstöðu. Í fyrri fréttum Vísis af málinu segir að David Wilson hafi rekið sig í neyðarádreparann á sleðanum, en hjónin voru á sleða aftast í röð ellefu. David tókst að lokum að koma sleðanum aftur í gang og reyndu hjónin þá að fylgja vélsleðaslóðinni sem hópurinn hafði skilið eftir sig. Þegar þau komu að klakabunka hvarf slóðin og ákváðu þau þá að grafa sig í fönn.Á annað hundrað manns tóku þátt í leitinni.Kristinn ÓlafssonLeiðsögumennirnir höfðu þá tekið eftir því að einn sleðann vantaði í hópinn, hringt í neyðarlínuna og björgunarsveitina á Flúðum og beðið um aðstoð. Alls tóku á annað hundrað manns þáttí leitinni.Óhlýðni Herbert Hauksson, einn eigenda Mountaineers of Iceland, sagði á sínum tíma að óhlýðni Wilson-hjónanna hafi torveldað alla leit að þeim hjónum þar sem þvert á reglurnar hafi Wilson byrjað að keyra af stað eftir að hann kom sleðanum aftur í gang. Þá hafi hann slökkt á ljósinu á sleðanum sem torveldaði alla leit enn frekar. „Án þess að vera með nokkuð staðsetningartæki. Hann keyrir kílómetraleið og lendir ofan í kvos. Þar lendir hann á svellbunka þannig sleðinn missir grip og festist þar. Það dugar til þess að við getum ekki fundið hann þar sem hann er kominn langt út fyrir leiðina,“ sagði Herbert.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42 Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00 Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Hafna alfarið bótaskyldu í máli Wilson-hjónanna Stefnt er að því að taka málið áfram og þá væntanlega með málshöfðun. 1. febrúar 2017 15:42
Eigandi Mountaineers segir óhlýðni Wilson-hjóna hafa torveldað leit Einn eigenda Mountaineers of Iceland segir ferðamennina sem týndust hafa gert allt rangt. Þau hafi ekki fylgt fyrirmælum. Ýmislegt í frásögn þeirra í viðtali við RÚV sé fært í stílinn eða beinlínis rangt. Ljósleysi hafi valdið vandræ 7. janúar 2017 07:00
Héldu að þau yrðu úti: „Það ætti að loka fyrirtækinu“ Áströlsk hjón sem týndust á Langjökli í gær eru afar ósátt við ferðaþjónustufyrirtækið Mountaineers of Iceland. 6. janúar 2017 20:01