Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Annþór laus við ökklabandið

Annþór Kristján Karlsson, sem undir lok árs 2012 var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, losnaði við ökklabandið sitt í gær.

Innlent
Fréttamynd

Aldís fær engar bætur frá ríkinu

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Aldís ætti ekki rétt á skaðabótum vegna tilfærslu í starfi. Aldís krafðist 126 milljóna í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Fjórir dæmdir fyrir skjalafals

Tveir Erítreumenn, Sómali og Georgíumaður voru nýlega dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hver fyrir að framvísa fölsuðum eða röngum vegabréfum á leið sinni um Keflavík.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af sifskapar- og kynferðisbroti gegn fjórtán ára stúlku

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Brynjar Jensson í sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekuð umferðarlagabrot, þjófnaðarbrot, húsbrot og fíkniefnalagabrot, Sigurður, sem er 21 árs, var á sama tíma sýknaður af ákæru um sifskapar- og kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku. Hann var sjálfur átján ára í nóvember 2014 þegar þeir atburðir áttu sér stað sem leiddu til ákæru á hendur honum.

Innlent
Fréttamynd

Féll 14 metra og fær 57 milljónir

Byggingarverktakinn SS Hús hefur verið dæmdur til að greiða smiði sem starfaði hjá fyrirtækinu 57 milljónir í bætur vegna vinnuslyss þann 6. febrúar 2014. Smiðurinn slasaðist alvarlega er hann féll fjórtán metra við byggingugarvinnu á vegum verktakans.

Innlent
Fréttamynd

Ný persóna eftir að hafa fengið gaskút í höfuðið

Ríkið á að greiða konu sem fékk höfuðhögg á útihátíð ríflega 3,7 milljónir í bætur. Lögregla felldi rannsókn niður og bótanefnd hafnaði kröfu konunnar en héraðsdómur segir hana fórnarlamb saknæms verknaðar óþekkts aðila.

Innlent