Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Ingólfur Kjartansson hefur verið dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir margvísleg brot framin í fangelsinu Litla-Hrauni, þar á meðal sérstaklega hættulega líkamsárás. Brotin framdi hann á meðan hann afplánaði annan átta ára dóm fyrir tilraun til manndráps. Ingólfur er 22 ára. Innlent 13. desember 2024 15:41
Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018. Innlent 13. desember 2024 14:59
Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir dóm yfir manni í manndrápsmáli vera vonbrigði, og veltir fyrir sér hvort dómurinn hefði verið þyngri ef ekki væri um heimilisofbeldi að ræða. Innlent 12. desember 2024 22:02
Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það. Innlent 12. desember 2024 21:02
Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Landsréttur staðfesti í dag fimm ára fangelsisdóm Vilhelms Norðfjörð Sigurðssonar fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og fyrir fleiri brot gegn henni. Innlent 12. desember 2024 18:09
Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Landsréttur hefur staðfest sakfellingu lögreglumanns sem var ákærður fyrir líkamsárás gegn fanga í fangageymslu lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu þann 16. maí 2016. Honum er þó ekki gerð refsing í málinu. Innlent 12. desember 2024 17:23
Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Hann er ósáttur við dóminn og segir mennina ekki hafa unnið hjá Sling eða aðeins um skamman tíma. Viðskipti innlent 12. desember 2024 17:16
Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna. Innlent 12. desember 2024 15:28
Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Helgi Hermannsson, áður stærsti hluthafi og framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Sling, hefur verið dæmdur til að greiða fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins 67 milljónir króna í Landsrétti. Starfsmennirnir stefndu Helga sem þeir töldu hafa svikið sig um gerða samninga þegar Sling var selt fyrir fleiri milljarða króna. Fyrirtæki sem þeir höfðu tekið þátt í að byggja upp og átt kauprétt í. Viðskipti innlent 12. desember 2024 15:25
Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Aðalmeðferð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu og áreita unglingsson hennar og vinkonu sem eru einnig andlega fötluð hófst í gær. Réttarhöldin eru lokuð en maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Innlent 12. desember 2024 10:17
Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps vegna meintar hnífaárásar sem er sögð hafa átt sér stað skömmu eftir miðnætti föstudaginn 9. júní á gistiheimili í Kópavogi. Innlent 12. desember 2024 07:02
Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Innlent 11. desember 2024 23:14
Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tvö brot sem hann framdi á þessu ári. Innlent 11. desember 2024 20:42
Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Fjöldi vitna í máli vegna andláts konu í Naustahverfi á Akureyri lýsti áralöngu grófu heimilisofbeldi af hálfu sambýlismanns konunnar. Synir fólksins sögðu báðir fyrir dómi að andlát móður þeirra væri léttir. Álit matsmanns var að maðurinn væri með heilabilun og refsing myndi ekki bera árangur en hann var samt sem áður talinn sakhæfur. Innlent 11. desember 2024 15:06
Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. Innlent 11. desember 2024 13:39
Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði stefnu Samskipa á hendur Eimskipi frá í dag. Samskip stefndi Eimskipi vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir vegna sáttar Eimskips við Samkeppniseftirlitið. Viðskipti innlent 11. desember 2024 13:23
Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Frigusar II um áfrýjunarleyfi í máli félagsins á hendur Lindarhvoli og íslenska ríkinu. Frigus krafðist rúmlega 650 milljóna króna vegna þess að félagið fékk ekki að kaupa eignarhaldsfélagið Klakka, áður Exista, af Lindarhvoli. Hæstiréttur telur málið ekki varða sérstaklega mikilvæga hagsmuni Frigusar. Viðskipti innlent 11. desember 2024 12:03
Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Samskipa um áfrýjunarleyfi í máli þeirra á hendur Samkeppniseftirlitinu. Landsréttur taldi Samskip ekki geta skotið sátt sem Eimskip gerði við eftirlitið til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Sáttin gerir það að verkum að Eimskip og Samskip mega ekki eiga viðskipti við sömu fyrirtæki í flutningsþjónustu. Viðskipti innlent 11. desember 2024 10:23
Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Ungur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að kveikja í sumarhúsi í Hafnarfirði, skammt frá Hvaleyrarvatni í febrúar 2020. Hann þarf jafnframt að greiða tryggingarfélagi 15,6 milljónir króna vegna athæfisins. Innlent 10. desember 2024 18:45
Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Geir Elí Bjarnason hefur verið dæmdur til 27 mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot með því að framleiða kannabisefni. Um er að ræða tvö mál, annars vegar kannabisræktun á sveitabænum Hjallanesi, sem er miðlægur í Saltdreifaramálinu svokallaða, og hins vegar kannabisræktun á öðrum sveitabæ. Fimm aðrir hafa hlotið dóm í síðara málinu. Innlent 10. desember 2024 12:31
Ekin niður á skólalóðinni en ekki komin nægjanlega langt í náminu Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar. Innlent 9. desember 2024 22:06
Börnum fanga er hættara á að lenda í fangelsi Börn fanga eru líklegri en önnur börn að fara í fangelsi á fullorðins árum segir formaður Afstöðu, félags fanga. Nú erum um sextíu fangar á Litla Hrauni, allt karlmenn, en þar var verið að opna nýjan meðferðargang fyrir þá fanga, sem vilja vera vímuefnalausir í fangelsinu. Innlent 9. desember 2024 20:07
Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. Innlent 9. desember 2024 17:06
Ríkið þarf að endurgreiða borginni milljónir Hæstiréttur hefur fellt ákvarðanir Persónuverndar vegna notkunar Reykavíkurborgar á Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar úr gildi að hluta. Íslenska ríkið þarf að endurgreiða borginni fimm milljóna króna stjórnvaldssekt sem Persónuvernd lagði á hana. Innlent 9. desember 2024 16:13
Tólf ára fangelsi fyrir manndráp á Akureyri Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið dæmdur í tólf ára fangelsi fyrir að verða sambýliskonu og barnsmóður sinni um fimmtugt að bana á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl. Innlent 9. desember 2024 15:27
Ákærður fyrir að bana dóttur sinni Sigurður Fannar Þórsson hefur verið ákærður fyrir að ráða dóttur sinni bana í september. Innlent 9. desember 2024 15:01
Reif í hár konu svo hún féll í gólfið og samdi svo við hana Kona hefur verið dæmd til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás gegn annarri konu. Undir rekstri málsins sömdu konurnar um bætur og konan játaði sök. Innlent 9. desember 2024 14:04
Grunaður um að kvelja og pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson er grunaður um að hafa beitt konu miklu ofbeldi á tveggja vikna tímabili á heimili hans. Hann situr í gæsluvarðhaldi á meðan lögregla rannsakar málið. Innlent 9. desember 2024 07:02
Sagðist ekki eiga að stoppa þegar maðurinn bað hann um að stoppa Aron Már Aðalsteinsson, 22 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Það er niðurstaða Landsréttar, en áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt hann í tveggja ára fangelsi þar sem refsingin var skilorðsbundin, nema þrír mánuðir. Innlent 6. desember 2024 10:54
ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. Neytendur 6. desember 2024 08:37