Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dæmdur fyrir smygl á tvö þúsund töflum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla samtals um tvö þúsund töflum af Oxycontin og fleiri lyfseðilsskyldum efnum til landsins með flugi í febrúar síðastliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Sí­brota­maður í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hnéspark

Karlmanni, sem hefur langan sakaferil að baki, hefur verið dæmdur fjögurra mánaða hegningarauki við fyrri dóm. Hann var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, með því að hafa veitt manni hnéspark í höfuðið í verslunarmiðstöð í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja daga líkams­meiðingar til á upp­töku

Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Markús í leyfi vegna meints eineltis

Markús Ingólfur Eiríksson, fráfarandi forstjóri HSS hefur verið sendur í leyfi vegna ætlaðs eineltis. Til stóð að hann myndi starfa út skipunartíma sinn sem rennur út í febrúar. 

Innlent
Fréttamynd

Eldar í ósamþykktu í­búðar­hús­næði og á­lag á rannsóknardeildinni

Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. 

Innlent
Fréttamynd

Braut gróf­lega á konu sinni með dreifingu á kyn­ferðis­legu efni

Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot, stórfelldar ærumeiðingar og stórfelld brot í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað heilsu og velferð fyrrverandi eiginkonu sinnar og barnsmóður með dreifingu á kynferðislegu myndefni á ýmsum miðlum og tölvupóstum til fólks.

Innlent
Fréttamynd

Margrét sýknuð í Lands­rétti

Landsréttur hefur sýknað Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttarinnar, af ákæru fyrir hótanir í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sannað að Stein­grímur ætti vökvann

Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Steingrímur Þór var sýknaður af því að hafa geymt fimm lítra af amfetamínbasa. Landsréttur kvað upp dóm sinn á þriðja tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Á ekki rétt á bótum eftir Hraun­bæjar­málið

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013.

Innlent