Ummæli Helga til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar um hinsegin hælisleitendur til skoðunar hjá embætti ríkissaksóknara. Innlent 24. júlí 2022 09:08
Stal snyrtivörum að verðmæti tæpra tvö hundruð þúsund króna Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir þjófnað í verslunum Hagkaups, IKEA og ÁTVR. Þá er hann einnig ákærður fyrir tvö umferðarlagabrot. Innlent 22. júlí 2022 18:46
Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. Innlent 22. júlí 2022 11:50
Hélt það væri nóg komið en íslenska ríkið áfrýjar Kjara- og mannauðssýsla ríkisins hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem blaðamaðurinn Björn Þorláksson höfðaði gegn stofnuninni. Björn segist ekki hafa áhyggjur af því að dómsniðurstaðan muni breytast fyrir Landsrétti. Innlent 19. júlí 2022 15:29
Orðalag dómsins „eitt það svívirðilegasta í seinni tíð“ Ráðgjafi hjá Stígamótum segir umdeilt orðalag í nýbirtum dómi í sifjaspellsmáli eitt það svívirðilegasta í seinni tíð. Varahéraðssaksóknari skilur að orðalagið þyki stuðandi en ekki megi taka orð dómarans úr samhengi. Innlent 15. júlí 2022 20:00
Sea trips áfrýjar dómi í deilunni við Samgöngustofu Sea trips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Samgöngustofu af öllum kröfum fyrirtækisins, til Landsréttar. Innlent 14. júlí 2022 16:26
Ingibjörg og Jón Ásgeir sýknuð af kröfu Sýnar upp á 1,6 milljarð króna Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Ingibjörgu Pálmadóttur og Jón Ásgeir Ásgeirsson af 1,6 milljarða kröfu Sýnar hf. vegna samkeppnisákvæða í samningi 365 miðla og Sýnar. Innlent 14. júlí 2022 14:12
Þrjú og hálft ár fyrir að nauðga eigin dóttur Karlmaður var á dögunum dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga dóttur sinni í malarnámu. Þá var hann dæmdur fyrir vörslu mikils magns barnaníðsefnis. Innlent 14. júlí 2022 13:42
Fór á rúnt með ölvuðum ökumanni og verður af sjötíu milljónum króna Vátryggingarfélag Íslands var á dögunum sýknað af kröfu manns um greiðslu 142 milljóna króna, að frádregnum 38 milljónum króna sem þegar höfðu verið greiddar og 32 milljónum vegna eingreiðsluverðmætis örorkulífeyris, vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð árið 2017. Dómurinn taldi að maðurinn hefði sjálfur borið ábyrgð á líkamstjóni sínu með því að hafa farið á rúnt með ölvuðum ökumanni og þyrfti því að bera tvo þriðju hluta tjóns síns sjálfur. Innlent 13. júlí 2022 14:12
Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Innlent 13. júlí 2022 13:46
Samgöngustofa ekki gerst sek um einelti Samgöngustofa var í gær sýknuð af kröfu Seatrips ehf., sem gerir út skemmtiskipið Amelíu Rose, um að ákvörðun stofnunarinnar um að skipið væri skráð sem nýtt skip væri felld úr gildi. Skipinu hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu vegna þess að það hefur siglt með of marga farþega of langt út á haf. Innlent 13. júlí 2022 10:59
Halldór þarf ekki að leggja fram tölvupósta og greinagerð Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech, þarf ekki að verða við dómkröfu Björgólfs Thors um að leggja fram tugi tölvupósta, greinargerð og önnur dómsskjöl í máli Alvogen gegn Halldóri. Björgólfur stendur nú í málaferlum vegna falls Landsbankans árið 2008 og gerði kröfuna í tengslum við þau skaðabótamál. Viðskipti innlent 11. júlí 2022 15:53
Sektaður um 323 milljónir króna vegna skattalagabrots Karlmaður á sextugsaldri var í síðasta mánuði dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot. Að auki var honum gert að greiða 323 milljóna króna sekt vegna brotsins. Innlent 11. júlí 2022 13:15
Hótaði að myrða mann með smjörhníf Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík. Innlent 8. júlí 2022 15:27
Elkem þarf ekki að greiða skatt af rúmum milljarði króna Elkem Ísland ehf., sem rekur kísilver á Grundartanga, lagði íslenska ríkið í héraðsdómi í dag þegar úrskurður ríkisskattstjóra var felldur úr gildi. Með úrskurðinum var fjárhæð frádráttarbærra gjaldfærðra vaxta í skattskilum Elkem lækkuð um ríflega átta hundruð milljónir og 25 prósent álagi bætt við. Innlent 6. júlí 2022 16:56
Elkem lagði íslenska ríkið í deilu um vaxtagjöld Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð ríkisskattstjóra um að vaxtagreiðslur á láni sem Elkem á Íslandi fékk frá norska móðurfélaginu væru ekki frádráttarbærar frá skatti. Innherji 6. júlí 2022 15:50
Starfsmaður stal 1,7 milljón króna af Bónus Kona var nýverið dæmd til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa, yfir tæplega fjögurra ára tímabil, stolið um 1,7 milljón króna af vinnuveitanda sínum Högum hf. en hún starfaði í Bónus. Innlent 5. júlí 2022 14:55
Engin spurning hvað samrýmist lögum landsins Formaður dómarafélagsins segir stéttina enn harða á því að krafa fjármálaráðuneytisins um endurgreiðslu ofgreiddra launa samræmist ekki lögum. Hann segir hæpið að um ofgreiðslu hafi í raun verið að ræða en jafnvel ef svo væri eiga gilda sömu reglur um dómara líkt og aðra þjóðfélagshópa. Innlent 4. júlí 2022 15:42
Sendi barnsmóður sinni ógnandi skilaboð Karlmaður var á dögunum dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn blygðunarsemi fyrrverandi sambýliskonu sinnar og barnsmóður, hótanir og brot í nánu sambandi með því að hafa sent henni móðgandi smáskilaboð. Innlent 4. júlí 2022 14:24
Tveir Bretar reyndu að smygla kókaíni til landsins Tveir breskir ríkisborgarar voru dæmdir í hálfs árs fangelsi á föstudag fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega 270 grömmum af kókaíni til Íslands. Innlent 4. júlí 2022 11:41
Eins árs fangelsi fyrir smygl á lítra af amfetamínbasa Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt pólskan karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot eftir að hafa reynt að smygla tæpum lítra af vökva sem innihélt amfetamínbasa til Íslands með flugi frá Varsjá. Maðurinn hafði samþykkt að flytja efnið til landsins gegn greiðslu. Innlent 4. júlí 2022 11:04
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. Innlent 30. júní 2022 15:05
ON hefur betur gegn Ísorku í hleðslustöðvamáli Landsréttur staðfesti á fimmtudag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember um ógildingu á úrskurði kærunefndar útboðsmála um lögmæti útboðs á uppsetningu og rekstri hleðslustöðva fyrir rafbíla í hverfum í Reykjavík. Bílar 27. júní 2022 07:01
Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. Innlent 26. júní 2022 18:40
Furðar sig á niðurstöðu Hæstaréttar um vanhæfi Markúsar Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, gefur lítið fyrir röksemdafærslu Hæstaréttar sem komst á miðvikudaginn að þeirri niðurstöðu að Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti réttarins, hafi ekki verið vanhæfur til að dæma í máli sem höfðað var gegn stjórnendum Glitnis. Var fallist á endurupptöku málsins þar sem Markús hafði tapað umtalsveðum fjárhæðum við fall Glitnis. Innlent 25. júní 2022 07:00
Breytti framburði um sofandi brotaþola Karlmaður var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að nauðga stúlku sem ekki gat spornað við verknaðinum sökum áhrifa lyfja og svefndrunga. Innlent 24. júní 2022 17:15
Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. Innlent 24. júní 2022 16:55
Morðinginn í Torrevieja dæmdur fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna Guðmundur Freyr Magnússon, sem dæmdur var í sautján ára fangelsi fyrir manndráp í Torrevieja í lok árs 2021, var í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness dæmdur fyrir að akstur undir áhrifum fíkniefna árið 2018. Innlent 24. júní 2022 12:18
Fimmtán mánuðir fyrir innflutning á sterku kókaíni Mexíkóskur ríkisborgari var í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en maðurinn smyglaði inn til landsins kílói af sterku kókaíni. Innlent 23. júní 2022 15:23
Tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisrefsingar, sem frestað verður til þriggja ára, fyrir að hafa nauðgað fyrrum skólasystur sinni árið 2012 þegar hann var sautján ára og hún sextán ára. Innlent 23. júní 2022 11:55