Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna

Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu.

Innlent
Fréttamynd

Segir dóminn geta ýtt við hesta­manna­fé­lögum og komið í veg fyrir slys

Guð­rún Rut Heiðars­dóttir knapi hafði betur í skaða­bóta­máli sínu gegn Vá­trygginga­fé­lagi Ís­lands fyrr í mánuðinum eftir hesta­slys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn for­dæmis­gefandi og stað­festa það að hestamanna­fé­lög verði að passa betur upp á að­stæður og merkingar við skipu­lagðar æfingar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fær um níu milljónir frá Arion banka

Landsréttur hefur dæmt Arion banka til að greiða fyrrverandi starfsmanni bankans um níu milljónir króna vegna fyrirvaralausrar uppsagnar árið 2016. Uppsögnin var að mati starfsmannsins ólögmæt og meiðandi í hans garð, en bankinn taldi starfsmanninn hafa brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli

Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði

Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

Móður veitt forsjá í forsjárdeilu

Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi upp­lýsinga­full­trúi fer fram á 23 milljónir

Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Átta mánaða fangelsi fyrir kyn­­ferðis­brot gegn ein­hverfum manni

Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Hæstiréttur þyngir verulega dóm tveggja fyrir nauðgun

Hæstiréttur hefur dæmt Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í heimahúsi í Reykjavík í febrúar 2017. Þá var mönnunum tveimur gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna hvor í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Við dauðans dyr vegna drullunnar í Járnblendinu

Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkams­á­rás og hótanir

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eigin­konu sinni

Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni.

Innlent
Fréttamynd

Tálmunarmál Manuelu Óskar fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur Íslands hefur veitt ríkissaksóknara áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli ákæruvaldsins á hendur Manuelu Ósk Harðardóttur. Manuela hefur áður verið sýknuð af ákæru fyrir héraðsdómi og Landsrétti.

Innlent