Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Endurtekið tekinn á amfetamíni undir stýri

Ólafur Gottskálksson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka endurtekið undir áhrifum fíkniefna og þjófnað. Ólafur hefur um árabil glímt við fíkniefnadjöfulinn en hann var bæði afreksmaður í körfubolta og fótbolta á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Martraðarnágrannar hafa valdið ónæði í mörg ár

Kaupandi íbúðar í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi hefði líklega aldrei keypt hana ef seljendur hefðu sagt henni alla söguna af nágrönnum hennar. Kaupandinn vill ekki koma fram undir nafni af ótta við nágranna sína. Þá hefur hún áhyggjur af börnum sem búa í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stór­fellt fíkni­efna­smygl

Mohamed Hicham Rahmi var á miðvikudag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að hafa í desember á síðasta ári staðið að skipulagningu og fjármögnun á innflutningi 4.832,5 gramma af hassi, 5.087 stykkjum af MDMA, 100 stykkjum af LSD og 255,84 grömmum af metamfetamíni til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nóg að nágranni sé leiðinlegur

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem hún var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Lögmaður hjá Húseigendafélaginu segir dóminn fordæmisgefandi og á von á að fjölmargir hafi samband vegna samskonar mála.

Innlent
Fréttamynd

KR gert að greiða Kristófer tæpar 4 milljónir

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag körfuknattleiksdeild KR til að greiða Kristófer Acox, landsliðsmanni og fyrrum leikmanni KR, tæpar 3,8 milljónir króna í vangoldin laun. Auk þess var KR gert að greiða málskostnað Kristófers.

Körfubolti
Fréttamynd

Íbúð dæmd gölluð vegna erfiðs nágranna

Ung kona þarf ekki að greiða lokagreiðslu af íbúð sem hún keypti þar sem íbúðin var metin gölluð í Hæstarétti vegna nágrannaerja. Hæstiréttur hefur aldrei áður dæmt fasteign gallaða vegna nágranna.

Innlent
Fréttamynd

Nóg hafi verið að þiggja afmælisboð Björgólfs til að komast á svartan lista

Halldór Kristmannsson segir að Róbert Wessman hafi beitt undirmenn sína þrýstingi árum saman til að koma höggi á hóp athafnamanna í íslensku viðskiptalífi. Halldór telur upp fjölda fólks sem hann segir Róbert hafa horn í síðu. Meðal annars Björgólfsfeðga, Birgi Bieltvedt og Heiðar Guðjónsson. Þá hafi Róbert haft frumkvæði að málsókn á hendur Björgólfi yngri í nafni hluthafa bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baðkar fyrirliða KR kom við sögu í lekamáli

Nokkrir íbúar í fjölbýlishúsi í Glaðheimum í Reykjavík hafa verið dæmdir til að greiða nágrannakonu sinni rúma milljón vegna tjóns á séreign konunnar. Líklegt er að lekinn hafi að hluta komið frá baðkari eins besta knattspyrnumanns landsins.

Innlent
Fréttamynd

Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna

Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu.

Innlent
Fréttamynd

Segir dóminn geta ýtt við hesta­manna­fé­lögum og komið í veg fyrir slys

Guð­rún Rut Heiðars­dóttir knapi hafði betur í skaða­bóta­máli sínu gegn Vá­trygginga­fé­lagi Ís­lands fyrr í mánuðinum eftir hesta­slys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn for­dæmis­gefandi og stað­festa það að hestamanna­fé­lög verði að passa betur upp á að­stæður og merkingar við skipu­lagðar æfingar.

Innlent
Fréttamynd

Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli

Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fær um níu milljónir frá Arion banka

Landsréttur hefur dæmt Arion banka til að greiða fyrrverandi starfsmanni bankans um níu milljónir króna vegna fyrirvaralausrar uppsagnar árið 2016. Uppsögnin var að mati starfsmannsins ólögmæt og meiðandi í hans garð, en bankinn taldi starfsmanninn hafa brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli

Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna.

Innlent