Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“

Donald Trump Bandaríkjaforseti réðst á trú Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi.

Erlent
Fréttamynd

Sam­­fé­lags­­miðlar slá á fingur Trump

Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

Sak­sóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjár­mál Trump

Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar hjálpa Kanye West að komast á kjörseðilinn

Nokkrir einstaklingar sem tengjast Repúblikanaflokknum hafa lagt Kanye West lið til að koma honum á kjörseðilinn sem víðast fyrir forsetakosningarnar í haust. Hugsanlegt er talið að repúblikanar telji að framboð West gæti hjálpað Donald Trump forseta að ná endurkjöri.

Erlent
Fréttamynd

Fallon tók fyrir „lestarslys“ Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti settist niður með fréttamanninum Jonathan Swan í þættinum AXIOS á HBO á dögunum og ræddi við hann í um fjörutíu mínútur um fjölmörg málefni.

Lífið
Fréttamynd

Neil Young höfðar mál gegn Trump

Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis.

Erlent
Fréttamynd

Hótar Nevada lögsókn vegna póstatkvæða

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að höfða mál vegna ákvörðunar ríkisþingmanna í Nevada, þar sem Demókratar eru í meirihluta, um að senda póstkjörseðla til kjósenda í ríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Trump kallar eftir dauða­refsingu

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað eftir því að Dzokhar Tsarnaev, annar tveggja bræðra sem stóðu að baki sprengjutilræðisins á Boston-maraþonið árið 2013, verði aftur dæmdur til dauða.

Erlent
Fréttamynd

Trump segist ætla að banna Tiktok

Kínverski samfélagsmiðillinn Tiktok verður bannaður í Bandaríkjunum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann boðar tilskipun þess efnis, jafnvel strax í dag. Forsetanum hugnast ekki að bandarískt fyrirtæki eins og Microsoft kaupi starfsemi Tiktok í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump ýjar að því að kosningum verði frestað

Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjaði að því að forsetakosningunum sem eiga að fara fram í nóvember verði mögulega frestað. Í tísti sem forsetinn sendi frá sér í dag heldur hann því rakalaust fram að stórfelld svik verði framin í kosningunum.

Erlent
Fréttamynd

Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19

Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa.

Erlent
Fréttamynd

Á fallanda fæti

Það er átakanlegt að horfa upp á heimsveldi svamla ráðalaust í ólgusjó alþjóðastjórnmála en beinlínis sársaukafullt þegar um er að ræða ríki sem í 70 ár hefur haft forystu fyrir lýðræðisríkjum í heiminum. Á sama tíma fylgist umheimurinn áhyggjufullur með rísandi veldi í austri sem virðist hafa vaxandi getu og metnað til að láta að sér kveða víðar en í sínu nánasta nágrenni.

Skoðun
Fréttamynd

Aukin harka í mótmælum í Bandaríkjunum

Til ákafra átaka kom á milli mótmælenda og lögreglumanna í Portland í Bandaríkjunum í nótt. Aukin harka færðist í mótmæli sem hafa geisað vegna lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju víðar í Bandaríkjunum um helgina

Erlent