Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. og 47. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Skorar á Trump í aðrar kapp­ræður

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í komandi kosningum í Bandaríkjunum, samþykkti boð sjónvarpsstöðvarinnar CNN um þátttöku í kappræðum á þeirra vegum og skoraði á Donald Trump mótframbjóðanda sinn að mæta sér.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar á­hyggju­fullir vegna „svarta nasistans“

Forsvarsmenn Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu hafa áhyggjur af því að þeir muni tapa öllum þeim árangri sem náðst hafi í ríkinu á undanförnum árum og að framboð hans muni koma niður á flokknum í komandi forsetakosningum. Er það vegna Mark Robinson, frambjóðenda þeirra til embættis ríkisstjóra en hann var nýverið sakaður um að hafa látið falla mjög svo umdeild ummæli á spjallborði klámsíðu.

Erlent
Fréttamynd

Harris eykur for­skotið á lands­vísu

Útlit er fyrir að staða Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, hafi batnað eilítið á landsvísu í Bandaríkjunum eftir kappræðurnar milli hennar og Donalds Trump. Samkvæmt meðaltali kannana hefur fylgi hennar aukist um 0,4 prósentustig og eru líkur hennar á sigri taldar meiri en nokkru sinni áður.

Erlent
Fréttamynd

Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar

Kappræðurnar milli Donalds Trump og Kamölu Harris í síðustu viku virðast hafa haft lítil áhrif á fylgi frambjóðendanna, þó flestir kjósendur séu sammála um að Harris hafi staðið sig betur. Hún hefur enn naumt forskot á Trump á landsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu

Ryan Wesley Routh, 58 ára, sem handtekinn var í gær grunaður um að hafa haft í hyggju að ráða Donald Trump af dögum, lýsti því yfir á samfélagsmiðlum árið 2022 að hann væri reiðubúinn til að ferðast til Úkraínu og gefa líf sitt til að berjast við Rússa.

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Rann­sakað sem bana­til­ræði gegn Trump

Karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um banatilræði gegn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta á golfvelli hans í Flórída. Ýmislegt er á reiki um árásina en fyrir liggur að leyniþjónustumenn skutu í átt að meintum byssumanni. Alríkislögeglan rannsakar árásina sem banatilræði. 

Erlent
Fréttamynd

Hét því að vísa haítískum inn­flytj­endum til Venesúela

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, hét því að vísa þúsundum löglegra haítískra innflytjenda frá einni tiltekinni borg í Ohio úr landi í dag. Hann virtist ruglaður í ríminu þegar hann sagðist ætla að senda fólki „aftur til Venesúela“.

Erlent
Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af samsæringi sem fylgir Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar frekari kapp­ræðum við Har­ris

Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags.

Erlent
Fréttamynd

Trump víg­reifur en veit betur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel.

Erlent
Fréttamynd

Gerði sér mat úr kattaráti and­lega veikrar konu

Eitt umtalaðasta atvikið frá kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gærnótt er samsæriskenning Donald Trump um gæludýraát innflytjenda. Frekari upplýsingar hafa nú komið fram um meint dýraát, sem forsetinn fyrrverandi byggði kenningu sína á. 

Erlent
Fréttamynd

Trump í mikilli vörn en lýsir yfir sigri

Donald Trump varði nánast öllum kappræðunum í nótt í að verjast Kamölu Harris. Eitt hennar helsta markmið í aðdraganda kappræðanna var, samkvæmt ráðgjöfum hennar, að koma Trump úr jafnvægi og er óhætt að segja að það hafi tekist.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn

Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump verði á­fram Trump en meira í húfi fyrir Harris

Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í kannanirnar: Hníf­jafnt hjá Harris og Trump

Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst.

Erlent
Fréttamynd

„Gætu orðið á­hrifa­mestu kapp­ræður allra tíma“

Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

Rúmar fimm­tíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður

Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa.

Erlent
Fréttamynd

Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunar­rofs

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúar Trump hrintu starfs­manni her­manna­graf­reits

Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði.

Erlent