Marsch rekinn frá Leeds Jesse Marsch hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóra Leeds United. Liðið er í harðri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 6. febrúar 2023 15:01
María heldur sæti sínu í norska landsliðinu María Þórisdóttir er í nýjasta hópnum hjá norska kvennalandsliðinu í fótbolta en landsliðshópurinn var tilkynntur í dag. Fótbolti 6. febrúar 2023 14:30
Sérfræðingur Sky Sports fór yfir brot Man. City: Hundrað brot á níu árum Enska úrvalsdeildin heldur því fram að Manchester City hafi brotið um hundrað reglur um rekstur fótboltafélaga á níu ára tímabili. Englandsmeistarnir hafa nú verið ákærðir fyrir þau meintu reglubrot. Enski boltinn 6. febrúar 2023 14:16
Markahæsti leikmaður Liverpool eftir HM spilar í vörninni hjá Leicester Liverpool liðið er óþekkjanlegt þessa dagana og fyrir vikið eru lærisveinar Jürgen Klopp dottnir niður í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 6. febrúar 2023 12:32
Enska úrvalsdeildin sakar Manchester City um svindl Manchester City gerðist brotlegt á rekstrarreglum ensku úrvalsdeildarinnar samkvæmt nýrri rannsókn en enskir fjölmiðlar segja frá þessu í dag. Enski boltinn 6. febrúar 2023 10:54
Lýsir Guardiola sem klikkaða prófessornum Chris Sutton veltir fyrir sér í pistli í Daily Mail hvað Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, gangi hreinlega til með umdeildum ákvörðunum sínum að undanförnu. Enski boltinn 6. febrúar 2023 08:01
Neville segir eitthvað að hjá City og Carragher veltir fyrir sér hvort Haaland hafi valið rangt lið Gary Neville segir að það sé eitthvað að hjá Manchester City en liðið tapaði gegn Tottenham fyrr í dag. Jamie Carragher veltir fyrir sér hvort Erling Braut Haaland hafi valið rangt lið þegar hann gekk til liðs við Englandsmeistarana. Enski boltinn 5. febrúar 2023 23:31
Dagný snuðuð um vítaspyrnu þegar West Ham náði í stig gegn Arsenal Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir West Ham sem náði í stig gegn sterku liði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 5. febrúar 2023 22:04
Tímamótamark Kane kom í veg fyrir að City minnkaði forystu Arsenal á toppnum Harry Kane var hetja Tottenham þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Manchester City í dag. Mark Kane gerði hann að markahæsta leikmanni félagsins frá upphafi. Enski boltinn 5. febrúar 2023 18:32
Harry Kane orðinn markahæstur í sögu Tottenham Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Tottenham Hotspur en mark hans gegn Manchester City í dag þýðir að hann hefur nú skorað meira en goðsögnin Jimmy Greaves. Enski boltinn 5. febrúar 2023 17:27
Johnson tryggði nýliðunum sigur gegn Leeds Brennan Johnson skoraði eina mark leiksins er nýliðar Nottingham Forest unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 5. febrúar 2023 15:53
María sat á bekknum er United missteig sig í toppbaráttunni María Þórisdóttir var ónotaður varamaður er Manchester United gerði markalaust jafntefli gegn Everton í ensku Ofurdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 5. febrúar 2023 14:24
Segir leikmenn hafa farið yfir strikið en óskar eftir samræmi hjá VAR Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, óskar eftir því að myndbandsdómarar í ensku úrvalsdeildinni bjóði upp á meira samræmi en hingað til eftir að Casemiro var rekinn af velli í 2-1 sigri liðsins gegn Crystal Palace í gær. Fótbolti 5. febrúar 2023 10:31
Klopp: „Ég er orðlaus“ Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hálf dofinn eftir 3-0 tap liðsins gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagðist vera orðlaus og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar. Fótbolti 4. febrúar 2023 20:15
Newcastle mistókst að endurheimta þriðja sætið Newcastle og West Ham skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu 1-1 jafntefli í seinasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Fótbolti 4. febrúar 2023 19:28
Casemiro sá rautt í sigri United Manchester United vann góðan 2-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag. Casemiro fékk rautt spjald í síðari hálfleik og er á leiðinni í leikbann. Enski boltinn 4. febrúar 2023 17:10
Brighton og Brentford blanda sér í Meistaradeildarbaráttuna Brighton og Brentford stukku upp í sjötta og sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigrum í leikjum dagsins. Brighton vann nauman 1-0 sigur gegn Bournemouth, en Brentford vann öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Southampton. Fótbolti 4. febrúar 2023 17:03
Allt í skrúfunni hjá Liverpool sem beið afhroð gegn Úlfunum Wolves valtaði yfir Liverpool á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Leikmenn Liverpool virtust heillum horfnir á löngum stundum og sigur Wolves afar sannfærandi. Enski boltinn 4. febrúar 2023 16:58
Jóhann Berg lagði upp í þægilegum sigri Burnley sem stefnir hraðbyri upp í úrvalsdeildina Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Burnley stefna óðfluga á sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en liðið vann í dag enn einn sigurinn í Championship-deildinni. Enski boltinn 4. febrúar 2023 14:45
Everton lagði topplið Arsenal í fyrsta leik Dyche Everton gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti leikur Everton undir stjórn knattspyrnustjórans Sean Dyche. Enski boltinn 4. febrúar 2023 14:29
Potter þvertekur fyrir ósætti við Aubameyang: „Pierre var bara óheppinn“ Graham Potter þjálfari Chelsea viðurkennir að það hafi verið erfið ákvörðun að skilja Pierre Emerick-Aubameyang eftir fyrir utan Meistaradeildarhóp Chelsea það sem eftir lifir tímabils. Enski boltinn 4. febrúar 2023 11:01
Biður leikmenn um að einbeita sér að fótbolta en ekki Greenwood Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, biður leikmenn liðsins um að einbeita sér að fótbolta frekar en Mason Greenwod eftir að ákæra á hendur leikmanninum var látin niður falla í gær. Enski boltinn 3. febrúar 2023 23:31
Dagný tilnefnd sem knattspyrnukona ársins í London Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham í ensku Ofurdeildinni í fótbolta, hefur verið tilnefnd sem knattspyrnukona ársins í London. Fótbolti 3. febrúar 2023 23:00
Segist ekki ræða um eyðslu Chelsea nema með lögfræðing viðstaddan Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hann muni aðeins ræða um eyðslu Chelsea í janúarglugganum ef hann er með lögfræðinginn sinn sér við hlið. Fótbolti 3. febrúar 2023 22:31
Nýju mennirnir náðu ekki að knýja fram sigur fyrir Chelsea Eftir rándýr kaup í janúarglugganum tók Chelsea á móti Fulham í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðal byrjunarliðsmanna Chelsea í kvöld var Enzo Fernandez, dýrasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en þrátt fyrir það tókst liðinu ekki að knýja fram sigur og niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Fótbolti 3. febrúar 2023 21:57
Aubameyang tekinn úr Meistaradeildarhóp Chelsea Gabonski framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang er meðal þeirra leikmanna sem komst ekki í 25 manna hóp Chelsea sem má taka þátt í útsláttakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 3. febrúar 2023 18:45
Skýtur á Fernández: „Grátum ekki leikmann sem vildi ekki vera hjá okkur“ Lítil hamingja er hjá Benfica með hegðun Enzos Fernández, allavega ef marka má orð forseta félagsins. Fótbolti 3. febrúar 2023 14:31
Liverpool grætt mest á VAR-dómum Liverpool hefur hagnast mest allra liða í ensku úrvalsdeildinni á ákvörðunum teknum eftir skoðun á myndbandi (VAR) á þessu tímabili. Enski boltinn 3. febrúar 2023 08:30
Greenwood tjáir sig í fyrsta sinn: Mikill léttir að málinu sé loks lokið Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að allar ákærur á hendur honum voru felldar niður. Hann segir mikinn létti að málinu sé lokið. Enski boltinn 3. febrúar 2023 07:31
Ferðuðust tæpa 650 kílómetra á utandeildarleik og fengu bjór að launum Níu stuðningsmenn Brackley Town, sem leikur í Vanarama National League North deildinni á Englandi, hafa fengið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir að ferðast tæplega 650 kílómetra til að styðja liðið. Fótbolti 3. febrúar 2023 07:00