Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Ný gögn sýni að bresk stjórnvöld hafi greitt leið Sáda í enska boltann

    Ný gögn sýna fram á að ráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, hafi beitt sér fyrir því að hópur frá Sádí-Arabíu hafi getað fest kaup á enska knattspyrnufélaginu Newcastle United. Kaupin hafa sætt gagnrýni þar sem þau eru sögð hluti af stefnu sadískra yfirvalda til að hreinsa sig af mannréttindabrotum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Cantona stakk upp á því að verða for­seti fót­bolta­mála hjá Manchester United

    Goðsögnin Eric Cantona var óvænt í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic. Cantona, sem er engum líkur, fór um víðan völl í viðtalinu sem tekið var í Casablanca, Marokkó. Þar kemur Cantona meðal annars inn á það þegar hann hitti forráðamenn Manchester United og stakk upp á því að hann yrði „forseti fótboltamála“ hjá félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrir­liði Manchester United

    Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segist ekki vera að spara sig fyrir HM

    Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, hefur sætt gagnrýni fyrir slaka frammistöðu á fyrstu vikum tímabilsins. Hann hefur verið sakaður um að spara krafta sína fyrir komandi heimsmeistaramót í fótbolta, ásakanir sem hann vísar á bug.

    Enski boltinn