Kane tryggði Tottenham stig á ögurstundu Chelsea og Tottenham Hotspur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í Lundúnaslag á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 14. ágúst 2022 17:36
Uppfært: Man Utd ætlar ekki að rifta við Ronaldo Hermt var að Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. Það reyndist ekki vera rétt. Enski boltinn 14. ágúst 2022 16:00
Fyrsti sigur Forest í Úrvalsdeildinni í 23 ár Taiwo Awoniyi tryggði Nottingham Forest fyrsta sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í 23 ár en Forest lék síðasti sigurleikur Forest í úrvalsdeildinni kom árið 1999. Awoniyi skoraði eina markið í 1-0 sigri á West Ham. Enski boltinn 14. ágúst 2022 14:55
Arteta: Aldrei upplifað annað eins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili. Enski boltinn 14. ágúst 2022 13:30
Þrjóska Ten Hag kemur í veg fyrir fleiri félagaskipti hjá United Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, setti Frenkie De Jong efstan á óskalistann sinn í félagaskiptaglugganum núna í sumar. Enski boltinn 14. ágúst 2022 12:00
De Gea: Þetta var mér að kenna David De Gea, markvörður Manchester United, tekur tapið gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær á sig og segir að hann hefði átt að gera mun betur í leiknum. Enski boltinn 14. ágúst 2022 10:00
Redknapp: Martinez of lítill til að spila í hjarta varnarinnar Jamie Redknapp, sérfræðingur Skysports um ensku úrvalsdeildina í fótbolta karla, telur að Manchester United geti ekki stillt argentínska leikmanninum Lisandro Martinez upp í hjarta varnarinnar ætli liðið að snúa taflinu sér í vil í næstu leikjum liðsins. Fótbolti 14. ágúst 2022 09:00
Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 23:13
Erik ten Hag: „Spiluðum á barnalegan hátt" Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri hægt að skella skuldinni á tapi liðsins gegn Brentford í dag á taktískt upplegg sitt í leiknum. Fótbolti 13. ágúst 2022 20:51
Martröð Erik ten Hag heldur áfram Manchester United beið afhroð þegar liðið sótti Brentford heim á Gtech Community-leikvangnum í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 18:26
Jón Daði kom inná í jafntefli Jón Daði Böðvarsson spilaði um það bil hálftíma þegar lið hans, Bolton Wanderers, gerði markalaust jafntefli við Port Vale í ensku C-deildinni í fótbolta karla í dag. Fótbolti 13. ágúst 2022 18:02
Haaland ekki á meðal markaskorara er City skoraði fjögur Manchester City átti ekki í vandræðum með nýliða Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag en City vann mjög sannfærandi 4-0 sigur. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:15
Þrjú jafntefli í þremur leikjum í enska Southampton og Leeds gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan bæði Wolves og Fulham ásamt Brighton og Newcastle, gerðu markalaus jafntefli. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:10
Jesus allt í öllu í sigri Arsenal á Leicester Gabriel Jesus kom sá og sigraði þegar hann skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 4-2 sigri Arsenal gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 13. ágúst 2022 16:05
Gerrard hafði betur gegn Lampard Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, er kominn með liðið sitt aftur á sigurbraut eftir að Villa tapaði gegn nýliðum Bournemouth í fyrstu umferð. Í dag hafði Gerrard og hans menn betur gegn lærisveinum Frank Lampard í Everton með 2-1 sigri. Enski boltinn 13. ágúst 2022 13:45
„Ég er ekki að sofa hjá honum“ Erling Haaland, leikmaður Manchester City, er eitt heitasta umræðuefni fjölmiðlamanna í Bretlandi en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, virðist vera orðinn þreyttur á endalausum spurningum um Haaland á fréttamannafundum félagsins. Sport 13. ágúst 2022 12:31
Fjórum leikmönnum Tottenham bannað að æfa með félaginu Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham hefur bannað Harry Winks, Tanguy Ndombele, Giovani Lo Celso og Sergio Reguilón að æfa með aðalliðinu. Enski boltinn 13. ágúst 2022 12:00
Arsenal ekki hætt á markaðinum | Tilboð í Tielemans í bígerð Arsenal er ekki hætt að versla inn leikmenn í félagaskiptaglugganum en félagið er sagt vera að undirbúa tilboð í Youri Tielemans, miðjumann Leicester City. Enski boltinn 13. ágúst 2022 09:31
„Naut þess mikið að vinna með Aubameyang hjá Dortmund“ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, segist alltaf hafa átt náið samband við framherjann Pierre-Emerick Aubameyang eftir að hafa unnið með honum hjá Dortmund. Enski boltinn 13. ágúst 2022 07:01
Utan vallar: Svartnættið í Manchester Það er vissulega aðeins ein umferð búin í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta en stór hópur stuðningsfólks Manchester United hefur þegar gefið upp von. Á meðan ársmiðahafar í Manchester-borg íhuga að labba út af leik Man United og Liverpool íhugar íslenskt stuðningsfólk að finna sér önnur áhugamál. Enski boltinn 12. ágúst 2022 10:00
Greville laug varðandi krabbameinsfrumurnar en ætlaði sér aldrei að verða ólétt eftir Giggs Fjórði dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs fór fram í gær. Giggs, sem gerði garði frægan með Manchester United, er ásakaður um að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, heimilisofbeldi yfir þriggja ára tímabil. Þá á hann að hafa ráðist á Emmu Greville, yngri systur Kate. Enski boltinn 12. ágúst 2022 07:31
Man United ekki meðal efstu sex liða Englands þegar kemur að eyðslu Manchester United slefaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð en kemst hins vegar ekki í efstu sex sætin yfir þau félög deildarinnar sem hafa eytt hvað mest í nýja leikmenn í sumar. Chelsea er sem stendur það lið sem hefur eytt mestu. Enski boltinn 11. ágúst 2022 23:00
Frakklandsmeistarar PSG vilja Rashford Frakklandsmeistarar París Saint-Germain hafa áhuga á því að fá Marcus Rashford, leikmann Manchester United, í sínar raðir. Frá þessu greinir franski miðillinn L'Équipe. Enski boltinn 11. ágúst 2022 18:15
Fá annan Dana til að fylla Eriksen-skarðið Brentford hefur gengið frá kaupunum á danska landsliðsmanninum Mikkel Damsgaard frá Sampdoria. Enski boltinn 11. ágúst 2022 16:01
„Stjórnvöld þurfa að gera meira“ Michail Antonio, framherji West Ham, og Callum Wilson, kollegi hans hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, segjast styðja ákvörðun leikmanna í deildinni að draga úr því að krjúpa á hné á komandi leiktíð. Slíkar leiðir til mótmæla nái aðeins svo langt. Enski boltinn 11. ágúst 2022 15:30
Chelsea vill fá bæði De Jong og Aubameyang frá Barcelona Chelsea menn eru ekkert hættir að safna liði og Lundúnafélagið gæti bætt við stórum nöfnum áður en leikmannaglugginn lokar í lok mánaðarins. Enski boltinn 11. ágúst 2022 08:00
Leið eins og þræl í sambandinu með Ryan Giggs Kate Greville, fyrrum kærasta Ryans Giggs, bar vitni í málinu gegn velsku knattspyrnugoðsögninni í réttarsalnum í Manchester í gær. Enski boltinn 11. ágúst 2022 07:31
Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna. Fótbolti 11. ágúst 2022 07:00
Nöfn fimm samherja Mendy komu upp í kynferðisafbrotamáli hans | Neitar öllum ásökunum Dómari og mögulegir kviðdómendur komu saman í fyrsta skipti í morgun ásamt sakborningum í kynferðisafbrotamáli Benjamin Mendy. Þessi fyrrum leikmaður Manchester City er sakaður um átta nauðganir, eitt kynferðisafbrot og eina tilraun til nauðgunar frá október 2018 til ágúst 2021 en Mendy neitar allri sök. Enski boltinn 10. ágúst 2022 22:30
Javier Hernandez býðst til þess að spila frítt fyrir Man Utd Javier Hernandez, fyrrum framherji Manchester United og núverandi leikmaður LA Galaxy hefur boðist til þess að koma aftur til félagsins og spila fyrir það án þess að þiggja greiðslur fyrir. Enski boltinn 10. ágúst 2022 22:00