Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Neal Maupay bjargaði stigi fyrir Brighton

    Leikmenn Brighton björguðu sér fyrir horn þegar að liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-0, en Neal Maupay jafnaði metin fyrir Brighton þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Úlfarnir höfðu betur gegn Dýrlingunum

    Southampton tók á móti Wolves í fyrri leik dagsins í sjöttu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Byrjun Úlfanna á tímabilinu hefur verið langt undir væntingum, en þeir unnu góðan 1-0 sigur í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Klopp segir að Brentford séu bestu nýliðar deildarinnar

    Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega svekktur með 3-3 jafntefli sinna manna gegn nýliðum Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segir að sínir menn hafi getað skorað allt að sex mörk í í dag, og að Brentford sé sterkasta liðið af þeim þrem sem kom upp úr B-deildinni fyrir tímabilið.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Solskjær: Vítaskyttan ákveðin fyrir leik

    Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var að vonum svekktur með úrslitin eftir tap liðsins gegn Aston Villa í hádeginu. Hann var ekki sáttur við framgöngu leikmanna Aston Villa og þá sérstaklega ekki Emi Martinez sem var með áhugaverða tilburði.

    Sport
    Fréttamynd

    Úrslit: Chelsea - Man. City 0-1 | Jesus hetja City

    Stórleikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram í hádeginu á Stamford Bridge í Lundúnum. Fyrir leikinn voru Chelsea í efsta sæti deildarinnar ásamt Liverpool og Manchester United með þrettán stig eftir fimm leiki. Manchester City voru hins vegar rétt á eftir með 10 stig. Eftir jafnan leik þar sem gestirnir stýrðu ferðinni unnu þeir ljósbláu að lokum 0-1 sigur.

    Enski boltinn