Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi þá Jarrod Bowen og James Justin í fyrsta sinn í landsliðið en báðir áttu þeir flott tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Hann kallar líka aftur á miðvörðinn Fikayo Tomori sem átti mjög tímabil með AC Milan sem tryggði sér ítalska meistaratitilinn um síðustu helgi.
Kieran Trippier hjá Newcastle kemur líka aftur inn eftir meiðsli og sömu sögu má segja um Kyle Walker hjá Manchester City.
Menn eins og Jordan Henderson hjá Liverpool, Emile Smith Rowe hjá Arsenal og Tyrone Mings hjá Aston Villa voru hins vegar ekki valdir í hópinn að þessu sinni en þeir voru allir með í marsglugganum. James Maddison hjá Leicester City kemst heldur ekki í hópinn.
Southgate valdi alls 27 manna hóp fyrir fjóra leiki enska landsliðsins í Þjóðadeildinni í byrjun júní.
- Landsliðshópur Englendinga:
- Markmenn: Jordan Pickford, Nick Pope, Aaron Ramsdale.
- Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold, Conor Coady, Marc Guehi, Reece James, James Justin, Harry Maguire, John Stones, Fikayo Tomori, Kieran Tripper, Kyle Walker, Ben White.
- Miðjumenn: Jude Bellingham, Conor Gallagher, Mason Mount, Kalvin Phillips, Declan Rice, James Ward-Prowse.
- Framherjar: Tammy Abraham, Jarrod Bowen, Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Bukayo Saka, Raheem Sterling.