Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton

    Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum.

    Sport
    Fréttamynd

    Óvænt hættur 17 dögum fyrir mót

    Steve Cooper gekk frá þjálfarastarfi sínu hjá Swansea City í dag eftir tveggja ára starf, þegar aðeins 17 dagar eru þar til keppni fer af stað í Championship-deildinni. Hinn 41 árs gamli Walesverji var nálægt því að stýra liðinu upp í úrvalsdeildina í vor.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gylfi sagður neita sök

    Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi.

    Innlent
    Fréttamynd

    Andros Townsend og Asmir Begovic til Everton

    Andros Townsend og Asmir Begovic eru gengnir til liðs við Everton. Townsend, sem er þrítugur kantmaður, skrifar undir tveggja ára samning, en Begovic, sem er 34 ára markvörður, skrifar undir eins árs samning, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Gylfi Þór sá sem var hand­tekinn

    Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins.

    Innlent
    Fréttamynd

    For­ysta KSÍ ræddi um Gylfa í morgun

    Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ekki fengið upplýsingar um hvort knattspyrnumaðurinn sem lögregla í Manchester handtók á föstudag hafi verið Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður og leikmaður Everton í ensku úrvalsdeildinni. 

    Innlent
    Fréttamynd

    „Hafið enn ekki séð það besta frá mér“

    Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður West Ham United, segir að meiðsli og COVID-smit hafi hamlað sér á síðustu leiktíð með enska liðinu. Hún býst við að sýna sitt rétta andlit á komandi leiktíð í ensku ofurdeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu

    Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur.

    Fótbolti