Tvö félög samþykktu ekki bann á neyðarfundi enskra úrvalsdeildarfélaga Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu í kosningu að banna félögunum 20 í deildinni tímabundið að gera auglýsinga- og styrktarsamninga við fyrirtæki sem tengjast eigendum félaganna. Tvö félög samþykktu ekki tillöguna. Fótbolti 19. október 2021 10:01
Neville segir að það séu fjögur vandamál í klefanum hjá Solskjær Gary Neville þekkir Manchester United betur en flestir og hann hefur sína skoðun á því sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær þarf að gera á næstunni. Enski boltinn 19. október 2021 09:30
Klopp veit ekki hvort Salah verði áfram hjá Liverpool Mohamed Salah á sannarlega sviðið hjá Liverpool liðinu þessa dagana en með frábærri frammistöðu leik eftir leik er hann að gera tilkall til þess að vera besti fótboltamaður heims í dag. Enski boltinn 19. október 2021 07:30
Vieira svekktur fyrir hönd leikmanna sem þurfi þó að læra af mistökum sínum „Við vorum mjög nálægt sigrinum en við höfum verið að segja það full oft undanfarið,“ sagði Patrick Vieira, þjálfari Crystal Palace, að loknu 2-2 jafntefli sinna manna gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum. Enski boltinn 18. október 2021 22:00
Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli. Enski boltinn 18. október 2021 21:00
Stuðningsmenn United undirbúa mótmæli fyrir leikinn gegn Liverpool Manchester United er í viðbragðsstöðu vegna fyrirhugaðra mótmæla stuðningsmanna liðsins fyrir leikinn gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 18. október 2021 13:31
Mane finnst mark Salah um helgina flottara en markið á móti Man. City Ef það er einhver leikmaður sem er að gera tilkall til þess að vera besti knattspyrnumaður heims þá er það Mohamed Salah hjá Liverpool. Enski boltinn 18. október 2021 09:01
Matic biður stuðningsmenn Man. United afsökunar: Allir eru leiðir Nemanja Matic segir að allir í félaginu séu sorgmæddir eftir 4-2 tapið á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Manchetser United liðið hefur nú spilað þrjá deildarleiki í röð án þess að vinna. Enski boltinn 18. október 2021 08:01
Stuðningsmaðurinn sem hneig niður sagður stöðugur Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar að stuðningsmaður Newcastle hneig niður. Stöðva þurfti leikinn um stund á meðan maðurinn fékk aðhlynningu, en nýjustu fréttir herma að líðan hans sé stöðug. Enski boltinn 17. október 2021 22:01
Þúsundasti leikur Bruce og fyrsti leikur nýrra eigenda endaði með tapi Steve Bruce stýrði sínum þúsundasta leik á ferlinum þegar að Newcastle tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eftir frábæra byrjun tóku gestirnir í Tottenham völdin og unnu að lokum góðan 3-2 sigur. Enski boltinn 17. október 2021 17:57
Úrslit: Everton - West Ham 0-1 | Ogbonna hetja West Ham Everton fékk West Ham í heimsókn á Goodison park í Liverpool í dag. Fyrir leikinn voru Everton ósigraðir á heimavelli en það breyttist því West Ham vann leikinn 0-1. Charles Ogbonna skoraði sigurmarkið. Enski boltinn 17. október 2021 12:30
Skoraði úr víti með hægri | Jafnfættar vítaskyttur Ivan Perisic, leikmaður Inter Milan, skoraði fyrsta mark liðsins í tapi fyrir Lazio á útivelli í gær. Markið var sérstakt því Perisic skoraði með hægri fæti, en hann skoraði úr víti með vinstri fæti á móti Frosinione í apríl 2019. Sport 17. október 2021 11:00
Yfir 40% stuðningsmanna Tottenham segjast myndu hætta að mæta á leiki Ný könnun meðal stuðningsmanna Tottenham sýnir að um 41% þeirra myndi hætta að mæta á leiki liðsins ef félagið myndi ganga í gegnum svipuð eigendaskipti og Newcastle, en liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Enski boltinn 17. október 2021 08:00
Thomas Frank: „Ef við spilum þennan leik tíu sinnum þá vinnum við í níu skipti“ Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, var eðlilega svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn Chelsea í gær. Hann segir að Brentford hefði unnið leikinn í níu af tíu skiptum. Enski boltinn 17. október 2021 07:00
Klopp segir Salah besta leikmann í heimi: „Hver er betri en hann?“ Mohamed Salah átti frábæran leik er Liverpool sigraði nýliða Watford 5-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jürgen Klopp, stjóri liðsins, efast um að það sé nokkur leikmaður í heiminum betri en Egyptinn. Enski boltinn 16. október 2021 22:15
Chelsea á toppnum eftir sigur gegn nýliðunum Chelsea vann í dag 1-0 sigur þegar liðið heimsótti nýliða Brentford. Með sigrinum tryggðu Chelsea sér toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar fram að næstu helgi í það minnsta. Enski boltinn 16. október 2021 18:26
Jóhann Berg og félagar enn í leit að fyrsta sigrinum Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley eru enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-0 tap gegn Englandsmeisturum Manchester City í dag. Enski boltinn 16. október 2021 16:10
Nýliðarnir sáu aldrei til sólar gegn Liverpool Claudio Ranieri byrjar tíma sinn hjá Watford ekki vel en liðið tapaði 5-0 fyrir Liverpool í fyrsta leik hans við stjórnvölin. Nýliðar Watford áttu aldrei möguleika í dag og ljóst að Ranieri á erfitt verkefni fyrir höndum á Vicarage Road . Enski boltinn 16. október 2021 13:20
Pep segir Sterling að tala inn á vellinum en ekki fjölmiðlum Raheem Sterling viðurkenndi fyrr í vikunni að hann gæti væri til í að spila erlendis ef sá möguleiki væri á borðinu. Hann er ósáttur með að hafa aðeins byrjað tvo af leikjum Manchester City á leiktíðinni. Enski boltinn 16. október 2021 12:00
Segir Newcastle ekki geta barist við Real Madríd og Barcelona um leikmenn Jonathan Woodgate, fyrrum leikmaður Newcastle United, segir stuðningsfólk félagsins lifa í draumi ef það heldur að félagið geti barist við Real Madríd og Barcelona um leikmenn á borð við Kylian Mbappé. Enski boltinn 16. október 2021 11:32
Salah getur orðið markahæsti Afríkumaður úrvalsdeildarinnar í dag Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah getur orðið markahæsti Afríkumaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi þegar Liverpool mætir Watford í dag. Enski boltinn 16. október 2021 09:00
Tveir leikmenn Tottenham með veiruna Tveir leikmenn Tottenham Hotspur greindust með kórónaveiruna, en liðið mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Enski boltinn 16. október 2021 08:00
Solskjær segir að Rashford þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að framherji liðsins, Marcus Rashford, þurfi að setja fótboltann í fyrsta sæti, þrátt fyrir frábæra vinnu utan vallar. Enski boltinn 15. október 2021 23:30
Fabinho og Alisson klára sóttkví á Spáni Brasilísku knattspynumennirnir Fabinho og Alisson Becker, sem báðir leika með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni, munu ferðast til Spánar að yfirstandandi landsliðsverkefni loknu þar sem þeir munu klára sóttkví. Þeir munu því ekki vera með liðinu þegar Liverpool mætir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Enski boltinn 15. október 2021 18:00
Úrslit: Leicester - Man. Utd 4-2 | Leicester sigur í stórskemmtilegum leik Leicester City vann frábæran 4-2 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var, eins og tölurnar gefa til kynna, frábær skemmtun. Enski boltinn 15. október 2021 16:00
Klopp skýtur á Sádana: „Kannski vilja þeir kaupa alla ensku úrvalsdeildina“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi nýjum eigendum Newcastle United pillu á blaðamannafundi í dag. Hann sagði að þeir gætu eflaust keypt alla ensku úrvalsdeildina ef þeir hefðu áhuga á því. Enski boltinn 15. október 2021 15:00
Steve Bruce fær að stýra liði Newcastle á móti Tottenham Tími nýrra eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United hefst undir stjórn knattspyrnustjórans Steve Bruce eftir allt saman. Enski boltinn 15. október 2021 13:31
Slúður um að Klopp vilji fá Real Madrid goðsögn til Liverpool Liverpool er orðað við stjörnuleikmann í spænsku blöðunum í morgun og þar er á ferðinni einn besti miðjumaður heims í langan tíma. Enski boltinn 15. október 2021 10:30
Sterling opinn fyrir því að yfirgefa City Enski sóknarmaðurinn Raheem Sterling segist vera opinn fyrir því að yfirgefa herbúðir Manchester City fái hann ekki meiri spiltíma. Enski boltinn 15. október 2021 07:00
Ofurtölva spáir Chelsea enska meistaratitlinum | United missir af Meistaradeildarsæti Eins og svo oft áður hefur ofurtölva fengið það verkefni að spá fyrir um úrslit ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Samkvæmt útreikningum tölvunnar verður Chelsea enskur meistari í vor, en Manchester United missir af Meistaradeildarsæti. Enski boltinn 14. október 2021 22:31
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti