Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag

    Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skipti Romero til Tottenham sögð gott sem klár

    Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur er við það að ganga frá kaupum á argentínska miðverðinum Cristian Romero frá Atalanta á Ítalíu. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem Lundúnafélagið fær frá ítalska liðinu í sumar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Spilaði sinn fyrsta leik í níu mánuði

    Stuðningsmenn Liverpool höfðu ástæðu til að fagna þrátt fyrir tap liðsins fyrir Herthu Berlín í æfingaleik í Þýskalandi í dag. Miðverðirnir Virgil van Dijk og Joe Gomez sneru aftur eftir langvinn meiðsli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    West Ham fær heimsmeistara í markið

    Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ráku þrjá leikmenn fyrir kynþáttafordóma

    Enska C-deildarliðið Portsmouth rak í dag þrjá unga leikmenn úr akademíu félagsins vegna rasískra skilaboða sem þeir sendu sín á milli í Snapchat-hópi liðsins. Skilaboðin urðu opinber og hefur Portsmouth ákveðið að segja upp samningum leikmannana eftir rannsókn á málinu.

    Fótbolti