Fótbolti

Dean Smith rekinn frá Aston Villa

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Dean Smith var rekinn rétt í þessu
Dean Smith var rekinn rétt í þessu EPA-EFE/NEIL HALL

Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa, hefur verið sagt upp störfum. Aston Villa hefur gengið illa í deildinni og eru sem stendur í 15. sæti í deildinni. Síðasti leikur Dean Smith við stjórnvölinn var tap gegn Southampton síðastaliðið föstudagskvöld.

Dean Smith hefur stjórnað liðinu frá árinu 2018 og hefur náð fínum árangri með liðið undanfarin ár. Slæm byrjun á þessu tímabili reyndist hins vegar of stór biti en liðið hefur tapað sjö af fyrstu ellefu leikjum tímabilsins.

Liðið missti frá sér sinn langbesta leikmann, Jack Grealish, til Manchester City fyrir tímabilið og þó að liðið hafi keypt ýmsa leikmenn í staðinn, til dæmis þá Emile Buendia og Danny Ings, hefur gengi liðsins verið ansi brösótt.

Framundan er landsleikjahlé og því hefur liðið smávægilegt andrými til þess að finna nýjan stjóra. Nokkrir atvinnulausir stjórar hafa þegar verið orðaðir við liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×