Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Casilla miður sín og neitar sök

    Spænski markvörðurinn Kiko Casilla, leikmaður Leeds United í ensku B-deildinni, er miður sín yfir átta leikja banninu sem hann var dæmdur í af enska knattspyrnusambandinu. Hann segist ekki vera rasisti og fordæmir kynþáttaníð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Deeney lagði upp með að leggjast á Lovren

    Troy Deeney, framherji Watford, skoraði eitt marka liðsins í ótrúlegum 3-0 sigri á verðandi Englandsmeisturum Liverpool í gær. Hann viðurkenndi eftir leik að leikplan hans hafi verið að leggjast á Dejan Lovren frekar en Virgil van Dijk.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Manchester City tekur úrslitaleikinn alvarlega

    Kevin De Bruyne, miðvallarleikmaður ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, segir að liðið taki úrslitaleik enska deildarbikarsins gegn Aston Villa mjög alvarlega. Pep Guardiola, þjálfari liðsins, tekur í sama streng. Leikurinn fer fram á Wembley og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16:30 í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ótrúlegt gengi Liverpool á enda

    Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gærkvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Þeir gerðu það sem þeir vildu“

    Það var ekki bjart yfir Jürgen Norbert Klopp, þjálfara Liverpool, eða Virgil van Dijk, helsta varnarmanni þeirra, eftir 3-0 afhroð liðsins gegn Watford í gærkvöld. Var það fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en hins vegar annað tap þeirra á aðeins 11 dögum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Í beinni í dag: El Clásico og Aston Villa á Wembley

    Það er nóg um að vera á sport rásum Stöðvar 2 í dag þó svo að nokkrum leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni hafi verið frestað en alls sýnum við 12 viðburði í beinni útsendingu. Þar ber helst að nefna El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni sem og úrslitaleik enska Deildarbikarsins þar sem Manchester City og Aston Villa mætast. Þá fer Domino´s deild karla aftur af stað eftir langt hlé.

    Sport
    Fréttamynd

    Alonso bjargaði stigi fyrir Chelsea | Jóhann Berg frá vegna meiðsla

    Marcos Alonso, vinstri bakvörður Chelsea, reyndist hetja liðsins er liðið náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá vann West Ham United 3-1 sigur á Southampton á meðan Newcastle United og Burnley gerðu markalaust jafntefli. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki í dag en hann er frá vegna meiðsla.

    Enski boltinn