Jürgen Klopp lenti upp á kant við Roy Keane í beinni á Sky Sports Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2020 09:30 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekkert alltof brosmildur í viðtalinu á Sky Sports eftir leikinn. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki. Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Jürgen Klopp hélt að Roy Keane hefði verið að horfa á annan leik en gagnrýni Keane á Liverpool liðið í gær fór ekki alltof vel í knattspyrnustjóra Englandsmeistaranna. Roy Keane og Jürgen Klopp voru ekki alveg sammála um frammistöðu Liverpool í sigrinum á Arsenal í gær og það hitnaði aðeins í kolunum í beinni útsendingu á Sky Sports. Jürgen Klopp kom í viðtal á Sky Sports í beinni útsendingu eftir 3-1 sigur Liverpool á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Áður höfðu sérfræðingarnir í myndverinu verið að tala saman um leikinn og Jürgen Klopp heyrði Roy Keane tala um að leikur Liverpool hefði verið svolítið subbulegur. David Jones umsjónarmaður spjallþáttarins á Sky Sports spurði Klopp hvað hann hefði verið ánægður með í leik liðsins. Jurgen Klopp and Roy Keane involved in tense exchange on Sky Sports after Liverpool's win over Arsenal https://t.co/juk7FOMoVa— MailOnline Sport (@MailSport) September 29, 2020 „Allt. Heyrði ég rétt að Herra Keane hefði sagt að þetta hafi verið subbuleg frammistaða hjá okkur í kvöld? Sagði hann það,“ spurði Jürgen Klopp og Roy Keane svaraði: „Mér fannst að þeir gáfu tvo eitt eða tvö færi á sér í leiknum sem þeir ættu að vera óánægðir með,“ sagði Roy Keane. „Ég var ekki viss um hvort ég heyrði þetta rétt en kannski var hann að tala um annan leik. Það getur ekki hafa verið þessi leikur,“ sagði Klopp. „Það er í bara ótrúleg lýsing á þessum leik. Hann var algjörlega stórkostlegur. Ekkert var subbulegt hjá okkur, alls ekkert,“ sagði Klopp. Roy Keane var þó ekki tilbúinn að bakka mikið með sitt mat. „Ég held að þér hafi misheyrst. Ég sagði bara að það hafi verið subbuleg móment í leiknum en annars voru þið frábærir. Ég hef verið að hrósa liðinu og ég held að þú hafir ekki heyrt þetta rétt,“ sagði Keane. Roy Keane skaut síðan aðeins á Jürgen Klopp eftir að viðtalinu var lokið. „Sá er viðkvæmur. Jesús, ímyndunum okkur viðbrögðin ef þeir hefðu tapað,“ sagði Keane. Liverpool vann hins vegar leikinn 3-1 og er með fullt hús á toppnum með Leicester City og Everton eftir þrjá leiki.
Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira