Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Sjöunda jafntefli Chelsea og Liverpool í röð

    Chelsea tók á móti Liverpool í fyrsta stórleik tímabilsins á Englandi í dag. Leikurinn var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu, lokatölur 1-1.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brady mætti á pöbbinn í Birmingham

    NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Snýr baki við Bayern og ætlar til Real

    Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er sagður á leið til Real Madrid í heimalandinu á láni frá Chelsea. Hann hafði verið í viðræðum við Bayern Munchen í Þýskalandi en þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom úr spænsku höfuðborginni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Draumabyrjun hjá Newcastle

    Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Englandsmeistararnir hófu titilvörnina á öruggum sigri

    Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 3-0 útisigur er liðið heimsótti Burnley í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland hélt uppteknum hætti frá síðasta tímabili og skoraði tvö fyrir gestina.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Coventry úr leik í deildarbikarnum

    Fyrsta umferð enska deildarbikarins, Carabao Cup, hélt áfram í kvöld og bar þar helst til tíðinda að 3. deildarlið Wimbledon sló 1. deildarlið Coventry út í dramatískum leik þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma.

    Fótbolti