Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Óvinir Ríkisútvarpsins

Sátt um Ríkisútvarp í almannaeigu var ekki rofin með niðurskurðinum nú. Sáttin var rofin með ohf-væðingunni svokölluðu. Þá var tekin upp sú grímulasua stefna að um fyrirtæki í samkeppnisrekstri væri að ræða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Á að hræðast þá sem færa gjafir?

"Ég hræðist Grikki, einnig þegar þeir færa oss gjafir.“ Þetta segir Virgill í Eneasarkviðu. Viðlíka tilfinningar hafa ekki vaknað í kjölfar gjafa ríkisstjórnarinnar til þeirra sem skulda íbúðarlán.

Fastir pennar
Fréttamynd

Viðræðuslit í skóinn?

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að afturköllun IPA-styrkja Evrópusambandsins megi túlka sem viðræðuslit. Það má túlka það þannig en það er ekki rétt túlkun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kæri rúnkari

Nú eru nákvæmlega 15 dagar síðan við hittumst á Vesturgötunni. Ég var á leiðinni heim eftir uppistand en þú að bíða eftir heppilegu fórnarlambi. Ég veit ekki hversu lengi þú varst búinn að bíða þarna í myrkrinu

Fastir pennar
Fréttamynd

Hlustum á viðvörunarbjöllur

Það er rétt hjá Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra að niðurstaðan í alþjóðlegu PISA-könnuninni er áfall fyrir þjóðina alla. Tíundu bekkingar á Íslandi standa mun verr en fyrir áratug, ástandið hefur versnað miklu meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu

Fastir pennar
Fréttamynd

Ráðherra verður voða hissa

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þykist ógurlega hissa á ákvörðun Evrópusambandsins, að skrúfa fyrir IPA-styrkina svokölluðu til samstarfsverkefna sem þegar voru komin í gang áður en utanríkisráðherrann ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mín dýpstu vefleyndó

Vodafone-lekinn er toppurinn á ísjakanum. Við dælum persónuupplýsingum inn á samfélagsmiðla daglega og það er tímaspursmál hvenær samskipti okkar af Facebook, Snapchat og fleiri samfélagsmiðlum verða gerð opinber.

Bakþankar
Fréttamynd

5. kafli úr bók eftir óþekktan ástarsöguhöfund

Sigurborg lét gríðarstóran útsaumsjavann síga í kjöltu sér, hallaði sér aftur í purpuralitaða hægindastólinn og lagði aftur augun. Hún var þreytt enda búin að veita fjórtán eldri borgurum rúmbað fyrr um morguninn án aðstoðar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kökunni útdeilt

Ekki þarf að efast um að þeir sem eiga rétt á lækkun höfuðstóls húsnæðislánsins síns samkvæmt skuldalækkunartillögunum sem kynntar voru um síðustu helgi verði ríkisstjórninni þakklátir fyrir greiðann. Eftir stendur eins og fyrr sú spurning hvort hópurinn sem nú fær aðstoð frá ríkinu sé endilega sá sem þurfti mest á henni að halda

Fastir pennar
Fréttamynd

Ertu algjör sveppur?

Þetta orðatiltæki hefur verið notað í niðrandi tilgangi til að gera lítið úr fólki og stríða. Það er í sjálfu sér meiðandi og ekki til mikils sóma fyrir þann sem slíkt notar. Það er hins vegar staðreynd að líkami okkar er stöðugt að glíma við sveppi, sem í flestum tilvikum er tækifærissinnaður sýkingarvaldur.

Fastir pennar
Fréttamynd

?fallahj?lp

Viðskiptavinir Vodafone fengu harkalegan löðrung um helgina þegar í ljós kom að um 80 þúsund SMS-skilaboð, ódulkóðuð lykilorð og fleira gotterí frá þeim hafði verið sett á internetið af tyrkneskum hakkara fyrir allra augum.

Bakþankar
Fréttamynd

„Svínamálið“

Reynslan frá nágrannaríkjunum sýnir okkur að hatursglæpir eru einn fylgifiskur fjölmenningarsamfélagsins. Við höfum verið blessunarlega laus við þá til þessa. Einn slíkur var þó framinn í vikunni, um bjartan dag og í vitna viðurvist. Fjórir menn dreifðu svínshausum, -löppum og -blóði á lóðina í Sogamýri þar sem Félag múslima hyggst reisa mosku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vogarskálar valda og málefna

Viðræður dönsku vinstristjórnarinnar við stuðningsflokk sinn, Einingarlistann, um fjárlög næsta árs steyttu á skeri í vikunni. Ágreiningurinn snerist um hversu langt ætti að ganga í að lögfesta rétt aldraðra á aðstoð til að fara í bað tvisvar í viku. Orsökin er fremur ólíkt mat á mikilvægi aga í fjármálastjórn ríkisins en mismunandi sýn á velferðarhugsjónina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er svigrúmið fyrir alla?

Stór hluti launamanna á Íslandi virðist hafa skynsamlegar og raunhæfar væntingar til næstu kjarasamninga. Í skoðanakönnun sem Samtök atvinnulífsins létu gera lýstu tveir þriðjuhlutar svarenda sig reiðubúna að fara þjóðarsáttarleið lítilla kauphækkana og lágrar verðbólgu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Í stríði við sóknarfærin

Gamall maður í fjölskyldunni sagði eftirfarandi sögu um leið og hann handlék nýkeyptan snjallsímann: "Það er nú meira hvað tækninni hefur fleygt fram! Þegar ég lærði að skrifa þurfti ég að notast við svokallaða blekbyttu. Þá þurfti maður að dýfa pennanum í þetta furðulega ílát á nokkurra málsgreina fresti til að geta haldið áfram að skrifa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Árin í Landakotsskóla

Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Ágætur maður, á röngum tíma

Síðasti föstudagur, 22. nóvember, var frábær fyrir menn eins og mig sem lifa á röngu tímaskeiði. Í fyrsta lagi þá eignaðist heimurinn nýjan heimsmeistara í skák og eyddi ég drjúgum hluta af deginum í að fylgjast með lokaskákinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Minna RÚV með skýrara hlutverk

Uppsagnir hátt í fjörutíu starfsmanna Ríkisútvarpsins í gær vekja athygli og umræður. Gott fagfólk, sem margt hvert hefur orðið heimilisvinir landsmanna í gegnum viðtækin, missti vinnuna og að því er að sjálfsögðu eftirsjá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af frægu fólki og fanatík

Þegar ég var lítil tók ég upp hvern einasta þátt af Norninni ungu og horfði svo á þá aftur og aftur. Fljótlega var ég orðin heltekin af persónunum í þáttunum og svo var ég komin með leikarana á heilann. Melissa Joan-Hart var brátt farin að taka óþarflega mikið blek úr litaprentaranum og pláss í myndaalbúmum.

Bakþankar
Fréttamynd

Borgað fyrir að nota náttúruna

Fréttablaðið sagði frá því í gær að afleitt ástand væri á stórum hluta göngustíga í Þórsmörk. Í blaðinu birtust myndir sem sýna vel hvernig tugir þúsunda ferðamanna hafa traðkað gróðurþekjuna í sundur og skilið eftir stór sár í landinu þar sem verst lætur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þú ert ógeð, blikkkarl

Kaldhæðni skilar sér ekki á blað,“ sagði bandaríska leikkonan Megan Fox eitt sinn. Ummælin lét hún falla eftir að hafa ítrekað orðið fyrir harðri gagnrýni fyrir nokkuð sem hún hafði sagt í blaðaviðtölum. Fox hélt því fram að hún væri misskilin, að hún væri ekki hrokafull, vitlaus eða með sleggjudóma, heldur hefðu tilraunir hennar til kaldhæðni einfaldlega misfarist trekk í trekk.

Bakþankar
Fréttamynd

Lækaðu mig þá mun ég læka þig

Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar bloggpistil á Pressuna þar sem hann nafngreinir alla þá sem lækað hafa niðrandi statusa á Facebook um framgöngu hans í Spegli RÚV á föstudaginn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Blautar brækur

Mamman kallar á 10 ára dóttur sína sem hoppar á trampólíninu að koma nú inn að borða. "Meira hvað barnið getur skoppað þetta fram og til baka án þess að lenda í vandræðum.“ Ekki myndi hvarfla að mömmunni að gera þetta í dag, hún myndi örugglega missa það í brækurnar við þessa áreynslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Það er nefnilega vitlaust gefið

Nokkuð klókt hjá forsætisráðherra að reyna að gera sig að talsmanni svokallaðrar millistéttar. Þar er fjöldafylgið. Við höfum upp til hópa þá sjálfsmynd að við tilheyrum millistétt, en séum hvorki yfirstéttar-afætur né þurfalingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tölvuteiknaði hamborgarinn

Ég stóð við afgreiðsluborð ónefndrar hamborgaraknæpu og skoðaði ljósmyndir af því sem var á matseðlinum á meðan ég beið eftir matnum mínum. Fljótlega tók ég eftir því að ekki var allt með felldu.

Bakþankar
Fréttamynd

Röskur ráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra brást skjótt við og af festu þegar hann heyrði viðtal Heimis Más Péturssonar á Bylgjunni á föstudag við Pálma Stefánsson skipstjóra. Pálmi var á vettvangi og sagði Kolgrafafjörð kjaftfullan af síld, hún væri komin undir brú þar sem ekki mátti veiða.

Fastir pennar