
Engrar starfsreynslu krafist
Tuttugu og sjö nýir þingmenn munu mæta til vinnu í Alþingishúsinu á setningardegi þingsins í haust. Alls konar fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, alls staðar að af landinu. Fólk sem á lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að byrja í nýrri vinnu sem það hefur takmarkaða þekkingu á.