Hvernig ætli það sé? Hvernig ætli að sé að vera köttur? Smjúga um grasið og inn í myrkviðinn, bíða í sínu bæli, hlusta, sleikja sig, blunda… Eða hundur? Öll skilningarvitin þanin til að þjóna þessu eina markmiði: að finna slóðina, verja svæðið, sækja bráðina. Og hvernig ætli það sé eiginlega að vera kýr? Liggja og horfa á heiminn í allri þessari miklu jórtrandi rósemd … Fastir pennar 20. júní 2011 07:00
Ísland í öfganna rás Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir velbyggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krónunnar, enda ef til vill orðin því vön. "Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun,“ segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elíassonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað. Bakþankar 20. júní 2011 07:00
„Súrra sifja þorri“ Standmynd Jóns Sigurðssonar forseta á Austurvelli er dagleg áminning um að við eigum þjóðhetju. Það er góður vitnisburður um þjóðrækni Íslendinga að minnast þess með margvíslegu móti og myndarskap að tvö hundruð ár eru nú frá fæðingu hans. Nokkrum skrefum vestan við Austurvöll er standmynd Skúla Magnússonar landfógeta. Í desember verða þrjú hundruð ár frá fæðingu hans. Engar spurnir eru af því að þeirra merku tímamóta verði minnst með þeim hætti sem efni standa til. Fastir pennar 18. júní 2011 06:00
Þjóðrembingurinn Landsmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í gær með hefðbundnum hætti. Dagurinn einkennist af tvennu; ríghaldi í horfnar hefðir með blómsveigum og ræðum og svo húllumhæi með mússík og kandíflossi. Fátt nýtt á ferð þar. Bakþankar 18. júní 2011 06:00
Ekki steinn yfir steini Skýrsla hóps hagfræðinga, sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra valdi sjálfur til að greina áhrif frumvarps síns um breytingar á fiskveiðistjórnuninni á hag sjávarútvegsins, er samfelldur áfellisdómur yfir málinu. Hagfræðingahópurinn tekur undir nánast öll atriði í þeirri gagnrýni sem þegar hefur komið fram á frumvarpið – og gott betur. Hann rífur málatilbúnað sjávarútvegsráðherrans niður þannig að þar stendur ekki steinn yfir steini. Fastir pennar 18. júní 2011 06:00
Kæri Jón Óskabarnið á afmæli í dag. Hann átti líka afmæli í fyrra og mörg ár þar á undan og alltaf er haldið upp á afmælið hans með skærum lúðrahljómi og fánaskotum, hátíðarræðum og hoppiköstulum, blöðrum og brjóstsykurssnuðum. Bakþankar 17. júní 2011 00:01
Löggulíf - extended version Í sumar eigum við eftir að heyra í fréttum af heysprettu víða um land, fjölmennum fótboltamótum, Bakþankar 16. júní 2011 09:00
Góðar fréttir af unglingunum Áhyggjur af því að siðgæði næstu kynslóðar fari hrakandi eru líklega jafngamlar siðmenningunni. Þeim eldri finnst oft innprentun góðra siða, gilda og aga hafa tekizt illa hjá þeim yngri. Samt skrimtir mannkynið og má jafnvel halda því fram að margt hafi skánað í aldanna rás. Fastir pennar 15. júní 2011 07:00
Bylting endar í grískum blús Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt.“ Þannig hljómar lína úr eldgömlum rebetika-söng. Sú tónlist er stundum nefnd gríski blúsinn en ekki veitir af blús þar við Eyjahafið um þessar mundir. Bakþankar 15. júní 2011 07:00
Guðinn sem brást Við veltum því stundum fyrir okkur hvaðan þeir komu útrásarvíkingarnir, hvernig þeir urðu svona miklir asnar. Hvaðan komu þeir? Því er jafn fljótsvarað og það er erfitt að horfast í augu við það: Útrásarvíkingarnir komu úr íslenska þjóðardjúpinu en ekki frá tunglinu. Þetta voru krakkar aldir upp í Vesturbænum og Breiðholtinu, frá Stykkishólmi, Ísafirði, Garðabæ. Úr íslenska skólakerfinu. Þeir koma úr alls konar fjölskyldum og upp til hópa voru þetta vel menntaðir, vel gefnir krakkar. Fastir pennar 14. júní 2011 10:00
Auðmýkt er eina leiðin Skýrsla rannsóknarnefndar kirkjuþings er vandað plagg. Hún staðfestir það sem margir töldu í raun liggja fyrir; að ýmsir starfsmenn og stofnanir kirkjunnar gerðu mistök þegar ásakanir komu fram um kynferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi Íslands, árið 1996. Alls eru tilgreindir í skýrslunni 23 núlifandi einstaklingar, sem taldir eru hafa gert mistök í málinu. Þeirra á meðal eru ýmsir sem enn starfa á vettvangi kirkjunnar, þar með talinn biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Fastir pennar 14. júní 2011 00:01
Fyrirgefðu Það er nógu þungbært að gera mistök en herfilegt að þurfa líka að biðjast fyrirgefningar. Ég átti mömmu, sem gaf engan afslátt á beiðni um fyrirgefningu. Mér varð eitt sinn á að henda snjóbolta í höfuð á stelpu úr húsinu hinum megin götunnar. Hún veinaði og beygði af og rauk inn. Mamma tók á móti mér þegar ég kom heim. Hún var alvarleg í bragði og sagði: "Sestu niður, vinur.“ Ég setti mig í stellingar og bjóst við hinu versta. "Konan á miðhæðinni á nítján hringdi. Hún sagði að þú hefðir kastað bolta í höfuð dóttur hennar. Stúlkan er í rúminu.“ Bakþankar 14. júní 2011 00:01
Tíunda deild Nýlega léku Íslendingar landsleik við Dani í fótbolta. Fyrir leikinn var talað um það í fjölmiðlum að nú væri tími til kominn að vinna Danina, það hefði enn ekki tekist. Svo fór að Danir unnu 2:0. Í kjölfarið spratt upp gagnrýnin umræða um gengi íslenska landsliðsins í undankeppninni sem nú fer fram, en liðið er aðeins með eitt stig eftir að hafa leikið við Portúgala, Norðmenn, Dani og Kýpurbúa. Jafnvel var rætt um það hvort þessi ósigur væri ekki kornið sem fyllti mælinn og nú væri ekki seinna vænna að láta þjálfarann fjúka. Bakþankar 11. júní 2011 06:00
Gleðisvik Stundum snúast vopnin í höndum þeirra sem beita þeim. Birtingarmynd tveggja slíkra atburða kom fram í vikunni sem er að líða. Þannig falla pólitísku málaferlin gegn Geir Haarde í grýttan jarðveg og forsætisráðherra hefur verið svikinn um gleðina yfir því að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða. Fastir pennar 11. júní 2011 06:00
Gott eða slæmt? Ferðahelgin mikla, hvítasunnuhelgin, er gengin í garð með tilheyrandi ferðalögum landsmanna. Umferð um þjóðvegi landsins verður þó ef að líkum lætur ekki eins mikil og í fyrra, að minnsta kosti ekki ef hún verður í takti við þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Fastir pennar 11. júní 2011 06:00
Ruslaborgin Reykjavík? Ruslið mitt var stimplað. Einn af þessum hráslagalegu morgnum í vikunni tók ég í fyrsta sinn eftir stórum bláum einn og fimm, fimmtán, framan á ruslatunnunni minni. Aðlögunartíminn sem veittur var í maí er liðinn og sorphirða hefur breyst; fimmtán metra reglan gildir. Þegar ég settist inn í bílinn eftir að hafa losað mig við ruslapokann var mér orðið svo kalt á „sumar“morgni í Reykjavík að ég hálfvorkenndi vesalings sorphirðumönnunum sem þurfa að ganga þessa plús fimmtán metra á tíu daga fresti til að sækja ruslatunnuna mína. Ég er viss um að hver einasti sentimetri eftir fimmtán metrana hafi stuðlað að því að mér varð svona kalt. Fram að fimmtán metra mörkunum var sumar og sól. Bakþankar 10. júní 2011 00:01
Hvern dæmir sagan? Málareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi ber mörg einkenni pólitískra réttarhalda. Fastir pennar 10. júní 2011 00:01
Sumarbústaðagettó Það ríkir einstök og merkileg aðskilnaðarstefna í ferðamálum á Íslandi. Innfæddir keyra allt sjálfir, tjalda og gista í bústöðum. Útlendingarnir eru keyrðir og látnir gista á hótelum. Það þykir sérstakt markmið að bjóða hinum erlendu gestum sem dýrasta gistingu en hinum innlendu sem ódýrastan valkost við hana. Fastir pennar 10. júní 2011 00:00
Vitundarvakning um umhverfismál Akstur utan vega hefur verið viðvarandi vandamál hér á landi. Því miður hafa allt of margir ökumenn jeppa og annarra vélknúinna ökutækja of mikið og of lengi sýnt viðkvæmu gróðurfari á hálendi Íslands vanvirðingu og yfirgang á ferðum sínum. Víða sjást merki þessa í náttúru Íslands enda getur það tekið náttúruna ár og upp í áratugi að jafna sig þegar djúp hjólför eru komin í viðkvæmt land. Fastir pennar 9. júní 2011 06:00
Einn situr Geir Æ já, alveg rétt hugsaði ég, þegar ég sá fyrir tilviljun sjónvarpsfréttirnar þar sem Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sór af sér sakir. Ég hafði alveg gleymt að fylgjast með landsdómsmálinu og satt best að segja leiði ég hugann alltaf sjaldnar að hruninu mikla. Bakþankar 9. júní 2011 06:00
Uppgjör við hrunið Enn vantar mikið á hreinskiptið uppgjör við hrunið, þótt ýmislegt hafi áunnizt. Brennuvargar gera hróp að slökkviliðinu, segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum utanríkisráðherra, um ástandið í grein á vefnum, og má til sanns vegar færa. Sumt gengur þó vel. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur undir styrkri stjórn Gunnars Þ. Andersen sent 67 mál til sérstaks saksóknara. Starfsmönnum sérstaks saksóknara hefur fjölgað úr þrem hálfu ári eftir hrun í 70 nú, bráðum 80. Þetta heitir að láta hendur standa fram úr ermum. Tilraunir Seðlabankans til að sölsa FME undir sig ber að skoða í þessu ljósi. Það væri óhyggilegt að hrófla við FME eins og sakir standa. Fastir pennar 9. júní 2011 06:00
Klámkynslóðin? Ég var nýverið á mjög áhugaverðum fyrirlestri um nethegðun unglinga. Fyrirlesarinn var frá SAFT-samtökunum og rakti ýmsar tölulegar staðreyndir um netnotkun okkar Íslendinga. Fastir pennar 8. júní 2011 15:00
Sandkassinn við Austurvöll Alþingi er á leið í sumarfrí, á nokkuð skikkanlegum tíma í ár. Eins og svo oft áður einkennast síðustu dagar þingsins af þingmálaflaumi; til dæmis voru 32 mál á dagskrá þingfundar í gær. Fastir pennar 8. júní 2011 07:00
Megrun vitsmunanna Ég rauk upp frá tölvuskjánum. Ég þurfti að strauja skyrtur eiginmannsins, skúra gólfið, leggja á mér hárið, marinera nautasteikina og gera magaæfingar. Bíddu, bíddu… Ég hristi af mér internetmókið. Hvað var ég að hugsa? Kallinn mátti strauja sínar skyrtur sjálfur; gólfið skúraði ég bara á jólunum; úfið tagl var fullkomlega viðunandi greiðsla; árið var ekki 1950. Bakþankar 8. júní 2011 00:00
Reynslan nýtt til að bæta kerfið Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur boðað breytingar á eftirfylgni stjórnvalda með meðferðarstofnunum. Þessar breytingar fela í sér að eftirlit verður hert og samningsákvæðum við þessar stofnanir verður breytt. Stefnt er að því að eftirlit með þessum stofnunum verði óháðara og sjálfstæðara en verið hefur. Fastir pennar 7. júní 2011 09:00
Strákar og stelpur Þegar ég var að vaxa úr grasi bjó ég á Langholtsveginum og eignaðist góða vini bæði þar og í Efstasundi og Skipasundi. Þetta voru strákar og stelpur sem gjarnan voru í leikjum í Efstasundi, bæði sumar og vetur, fóru í hjólreiðartúra saman og sungu hástöfum, spjölluðu um allt milli himins og jarðar, eins og krakkar gera. Þegar við vorum komin á fermingaraldur var farið að líta með tortryggni á það þegar strákar og stelpur voru mikið saman, bæði inni á heimilum og úti við. Þegar strákarnir úr Efstasundi og Skipasundi komu á hjólunum sínum upp á Langholtsveg og við sátum í tröppum heima eða framan við húsið fór maður að taka eftir því að fólkið sem var að bíða eftir strætó fylgdist með okkur og fór að stinga saman nefjum. Og þar sem ég þekkti marga heyrði ég fljótlega að stelpan í þessu húsi væri greinilega strákaflenna. Mér fannst þetta svo fáránlegt að ég reiddist ekki einu sinni. Fannst að þetta fólk hlyti að eiga eitthvað andstreymt. Þegar strákarnir í vinahópnum fóru að verða skotnir í stelpum hringdu sumir þeirra til mín eða komu og sögðu mér frá þeim og hvernig þeim sjálfum liði. Líka þegar upp úr slitnaði. Það var stundum sárt. Maður heyrir oft að karlar séu lokaðri en konur þegar kemur að tilfinningamálum. Það er ekki mín reynsla. Ég fann ekki mikinn mun á trúnaðarsamtölum við vinkonur mínar og strákana vini mína í þessu efni. Fastir pennar 7. júní 2011 07:00
Drápsleikir dátanna Ekki hefur það farið sérstaklega hátt í fjölmiðlum, en undanfarna daga hafa nokkur hundruð manns leikið sér í stríðsleik hér á landi. Settar hafa verið á svið sem "raunverulegastar aðstæður“ svo dátarnir venjist því sem best hvernig er að drepa aðra dáta. Líklega hafa þó margir þeirra nokkra reynslu í því. Til að kóróna stráksskapinn heitir þessi leikur Norðurvíkingur, en byssuleikurinn hefur verið haldinn reglulega hér á landi frá árinu 1991. Kostnaður íslenska ríkisins í ár nemur 30 milljónum króna. Bakþankar 7. júní 2011 07:00
Svo skal böl bæta… Stundum hvarflar að manni að Íslendingar kunni ekki alveg að vera frjálsir – vilji kannski ekki vera frjálsir. Kunni betur við sig ófrjálsir – og óhlýðnir. Þá er hægt að vera ábyrgðarlaus, allt er hinum frægu "þeim“ að kenna, sem í íslenskri umræðu eru oft "núna búnir að einhverju“: "Nú eru þeir búnir að hækka bensínverðið…“ Nú ætla þeir að banna okkur að leggja á grasinu…“ Fastir pennar 6. júní 2011 08:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun