Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Málæði er lýðræði

Meðal þeirra skringistöðva í sjónvarpinu sem sú frábæra uppfinning fjarstýringin hefur gert manni kleift að staldra við á meðan aðrir heimilismeðlimir bregða sér frá er sú sem sendir frá Alþingi. Þar hef ég séð háttvirta þingmenn halda ræðu sem viðkomandi ræðumaður virtist ekki einu sinni sjálfur vera að hlusta á.

Fastir pennar
Fréttamynd

Úrbótavilji í verki

Skólakerfið hefur verið talsvert rætt undanfarnar vikur. Full ástæða er til að fagna því að umræða um þennan mikilvæga málaflokk eigi sér stað. Tilefni umræðunnar er annars vegar niðurstöður alþjóðlegu samanburðarkönnunarinnar sem kennd er við Pisa og birt var á dögunum og hins vegar frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem menntamálaráðherra lagði fram í þinginu um svipað leyti og niðurstöður samanburðarkönnunarinnar voru kynntar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Álagabærinn

Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér.

Bakþankar
Fréttamynd

Samviskuveiki?

Á liðnu vori var gerður samningur um yfirfærslu á vatnsréttindum ríkissjóðs í Þjórsá til Landsvirkjunar. Gera átti út um endurgjaldið á síðari stigum. Í reynd var um að ræða tilfærslu á eignarréttindum innan ríkiskerfisins. Ríkisendurskoðun hefur komist að þeirri niðurstöðu að gildi samningsins sé eftir fjárreiðulögum háð samþykki Alþingis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af lúserum

Hámarks niðurlæging mannlegrar tilveru er að vera stimplaður minnipokamaður, eða það sem oftar er sagt, lúser. Því rífum við okkur upp á hverjum degi, í leðjuþykku svartnættinu, til að fara að gera það sem við gerum.

Bakþankar
Fréttamynd

Afbrot eða afrek?

Tveir alþingismenn hafa að undanförnu borið stjórnarmenn í Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þungum sökum. Þeir eru sagðir hafa brotið lög og misfarið með eignir ríkisins með því að selja þær vinum og vandamönnum undir markaðsverði á bak við tjöldin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Baráttan um biblíusögurnar

Tilvalin leið til sjálfsvorkunnar er að rifja upp mistök foreldra sinna. Þrátt fyrir að þau hafi trúlega barist um á hæl og hnakka við að vera bestu uppalendur í heimi er hægt að vera furðu naskur á allskyns óréttlæti sem maður var látinn þola sem barn.

Bakþankar
Fréttamynd

Koma óorði á fjöldann

Fréttir undanfarinna vikna hljóta að vera þungbærar fyrir útlendinga á Íslandi. Það einfaldar örugglega ekki tilveru fjölmargra Pólverja og Litháa hér á landi þegar fréttir eru sagðar af því að landar þeirra hafi verið handteknir grunaðir um alvarlega glæpi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tekið í nauðhemilinn

Meðal umtöluðustu frétta utan úr heimi í liðinni viku var að hinar sextán leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hefðu komizt að þeirri niðurstöðu í sameiginlegri skýrslu, að stjórnvöld í Íran ynnu ekki markvisst að því að koma sér upp kjarnorkuvopnum og hefðu raunar hætt því þegar árið 2003.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bjartsýnis-femínismi

Ég á vinkonu sem ég öfunda stundum. Það er ekki aðeins vegna þess hvað hún er klár og skemmtileg, heldur hefur hún tamið sér að láta kvenfyrirlitningu eða kynjamisrétti aldrei ergja sig. Samt er hún yfirlýstur femínisti. Þegar hún verður vör við að körlum finnist konur ekki þess virði að njóta sömu réttinda og þeir hugsar hún bara með sér: „Karlveldið í dauðateygjunum." Og samstundis tekur gleðin að flæða um æðar hennar.

Bakþankar
Fréttamynd

Auðmenn og almenningur

Fólk mun ekki græða mikið á hlutabréfakaupum í ár. Hækkun á verði hlutabréfa stærstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands, sem mynda úrvalsvísitöluna, hefur að mestu leyti gengið til baka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Prinsessuvæðingin

Það fæðast ekki lengur börn á Íslandi. Nú tala allir um nýfædd kríli sem prinsa eða prinsessur enda duga fátækleg orð eins og drengur og stúlka varla til að lýsa þeim börnum sem fæðast á besta landi í heimi (samkvæmt nýjustu útreikningum Sameinuðu þjóðanna).

Bakþankar
Fréttamynd

Meirimáttarkenndin

Ég er hvítur miðaldra karl­maður. Einmitt af tegundinni sem nú um stundir fer með óskoraðan umráðarétt yfir öllum heimsins gæðum, fær besta kaupið og á stærstu bílana. Ég og hinir hvítu miðaldra karlarnir erum konungar alheimsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Skólinn í Skuggahverfi

Í gær var gengið frá samkomulagi milli Listaháskóla Íslands og Samson Properties um lóðaskipti á lóð í Vatnsmýri sem fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti úthlutaði skólanum og lóðum sem Samson Properties hefur keypt upp á liðnum misserum við Frakkastíg milli Laugavegs og Hverfisgötu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aðventa

Í gamla daga lagði íslenskur almúgi sjáanlega mikla áherslu á óheft flæði í rýminu. Að minnsta kosti var oft glettilega mikill samhljómur í moldargólfum, þiljum og torfþaki sem var allt nota bene úr náttúrulegum hráefnum. Þetta var löngu fyrir tíma almennrar vitundarvakningar í innanhússhönnun og því greinilega meðfæddur talent.

Bakþankar
Fréttamynd

Glöð á góðum degi

Andrúmsloftið í hátíðarsal Háskóla Íslands var þrungið spennu þegar skýrsla Þróunarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna var kynnt í síðustu viku.

Fastir pennar
Fréttamynd

Krýsuvík

Þegar ég var barn bjó ég um tíma á Akranesi. Í húsinu á móti bjó jafnaldri minn. Við gátum horft inn um gluggann hvort hjá öðru og veifað þegar við vildum fara út að leika eða heimsækja hvort annað.

Bakþankar
Fréttamynd

Trúaruppeldi

Umburðarlyndi og siðgæðisvitund verður ekki til í tómarúmi. Við þurfum að ræða gildi okkar og fræðast um sjónarmið annarra til að þroska með okkur lífsviðhorf sem við byggjum ákvarðanir okkar á.

Fastir pennar