Góðir grannar Sums staðar er samkennd nágranna mikil og félagslíf og dagleg samskipti þeirra á milli í miklum blóma. Annars staðar veit fólk varla af nágrönnum sínum og vill hafa það þannig. Svo getur þetta breyst. Núna virðist mér til dæmis að samvitund og samstaða íbúa við Njálsgötuna á milli Barónsstígs og Snorrabrautar sé talsvert meiri en hún var árin sem ég bjó á efstu hæðinni á Njálsgötu 74, húsi sem fyrirhugað er að gera að athvarfi fyrir heimilislausa. Bakþankar 29. maí 2007 00:01
25 ríkustu Samkvæmt úttekt vikublaðsins Sirkuss í gær eiga 25 ríkustu Íslendingarnir einhverja eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða í alls konar verðbréfum, eignarhlutum, reiðufé og guð má vita hvað út um allar jarðir og ekkert nema gott um það að segja. Bakþankar 26. maí 2007 06:00
Glerbrot í vegginn, takk Þegar fjölskylda mín var búsett um tíma á Spáni bjuggum við í sex hæða húsi með flötu þaki þar sem var hægt að hengja upp blautan þvott og liggja í sólbaði. Í húsinu fast við okkar var staðsett nunnuklaustur. Bakþankar 25. maí 2007 00:01
Hverfulleikinn á biðstofunni Á læknabiðstofum kemur yfir mann nagandi tilfinningin um fallvaltleika lífsins. Ekki það að maður eigi endilega von á slæmum tíðindum hjá lækninum heldur eru það gömlu glansblöðin sem þarna liggja í hrúgum sem minna á þá einföldu staðareynd að það sem skiptir öllu máli í dag skiptir engu máli á morgun. Bakþankar 24. maí 2007 00:01
Þróun og ábyrgð Það er ósmátt áfall fyrir lítið byggðarlag þegar burðarás atvinnulífsins leggur upp laupana. Í húfi er ekki aðeins atvinna fjölda fólks. Eignir þess eru einnig í uppnámi. Lokun sjávarútvegsfyrirtækisins Kambs á Flateyri er að því leyti meiri tíðindi en önnur af svipuðum toga. Fastir pennar 23. maí 2007 06:15
Á ég að gæta systur minnar? Systir mín hefur staðið í ströngu í samskiptum sínum við Tryggingastofnun undanfarin misseri. Fyrir aldarfjórðungi þurfti að fjarlægja skjaldkirtil hennar en fyrir mistök voru kalkkirtlarnir teknir líka. Eftir það er ekki nóg að drekka tvö mjólkurglös á dag. Bakþankar 23. maí 2007 00:01
Hvað veldur? Kynferðislegt ofbeldi gegn konum á Íslandi fer vaxandi, samkvæmt ársskýrslu Stígamóta sem greint er frá hér í Fréttablaðinu í dag. Stingur í stúf sú gífurlega aukning sem er á nauðgunum auk þess sem hópnauðgunum hefur fjölgað. Ofbeldismennirnir eru jafnframt fleiri. Fastir pennar 22. maí 2007 06:15
Eru mathákar verri en barnaníðingar? Mikið þóttu mér fyndin heitin sem fjölmiðlafólk fann upp á þegar það fjallaði um manninn sem stundaði að borða á veitingastöðum án þess að borga. Raðsælkeri og raðafæta voru meðal þeirra orða sem voru notuð til að lýsa brotamanninum og hefur flestum líklega verið hlátur í hug þegar þeir lásu fréttirnar. Bakþankar 22. maí 2007 06:00
Síðasta Silfrið, álitsgjafi, verndari Tjarnarinnar, rónalíf Hér er fjallað um kvæði eftir Matthías – þó ekki þann eina sanna – mávapláguna á Reykjavíkurtjörn og rónana sem eru alltaf að sníkja pening af pabba hans Kára... Fastir pennar 21. maí 2007 12:02
Stjórn heilbrigðrar skynsemi Nýja ríkisstjórn Frakklands skipa 15 ráðherrar. Frakkar eru um 64 milljónir talsins þannig að kostnaður við hvert ráðuneyti er borinn upp af rúmlega 4 milljónum landsmanna. Í síðustu ríkisstjórn Íslands sátu 12 ráðherrar. Bakþankar 21. maí 2007 05:45
Biljónsdagbók 20.5 OMXI15 var 7.981,15 á fimmtudagsmorgun, þegar ég pantaði fjórar heilsíður í blöðunum, og Dow Jones stóð í 13.468,03 þegar Geir og Imba Sól opinberuðu leynilega trúlofun sína og ég varð að afpanta þessar auglýsingar. Bakþankar 20. maí 2007 00:01
Flókið kerfi Ég verð að segja, að á kosningavökunni um liðna helgi og í kjölfar hennar, hvarflaði að mér nokkrum sinnum að íslenska kosningakerfið væri svo flókið og illskiljanlegt að líklega hefði horft til verulegra vandræða ef stærðfræðingarnir sem sömdu það hefðu ekki verið á landinu þegar kosið var. Bakþankar 19. maí 2007 00:01
Skapandi stjórnmál Ef marka má upphafið ætlar Nicolas Sarkozy að reynast margbrotnari forseti en margir töldu. Það hefur komið mörgum á óvart að hann skipaði Bernard Kouchner sem utanríkisráðherra. Kouchner er stofnandi samtakanna Læknar án landamæra, nýtur mikillar virðingar, en er til vinstri í stjórnmálum... Fastir pennar 18. maí 2007 22:39
Sæt er lykt... Ein hressilegasta viðbótin við þingheim er klárlega framsóknarmaðurinn og orðhákurinn Bjarni Harðarson. Daginn eftir kosningar mætti þessi „óforbetranlegi fornaldardýrkandi“, eins og Bjarni lýsir sér, í myndver hjá Agli Helgasyni. Bakþankar 18. maí 2007 06:00
VG gerir Samfylkingunni tilboð Nýr þingmaður VG og náinn vinur Steingríms J. segir að VG og Framsókn séu sammála um að leggja til við forsetann að Ingibjörg Sólrún fái umboð til stjórnarmyndunar með myndun þriggja flokka R-listastjórnar fyrir augum.... Fastir pennar 17. maí 2007 20:59
Ný viðreisn Það er sagt að Geir og Ingibjörgu Sólrúnu ætti að reynast hægðarleikur að mynda ríkisstjórn. Það er þó ekki alveg víst. Maður gengur út frá því að þetta verði stjórn sem byggir á jöfnum skiptum, flokkarnir fái jafn mörg ráðuneyti og að stjórnarsáttmálinn verði nokkuð jöfn málamiðlun. En hvað fær Samfylkingin fyrir sinn snúð? Fastir pennar 17. maí 2007 16:50
Tvö þingsæti í forgjöf Lýðræði er meðal snjöllustu uppátækja mannsins ásamt blönduðum markaðsbúskap, eldinum, hjólinu og hjónabandinu. Höfuðkostur lýðræðisins er ekki sá, að þannig fái kjósendur ævinlega beztu stjórnina, sem völ er á, því að það gerist ekki alltaf í kjölfar kosninga. Nema hvað: sitt sýnist hverjum um það, hvers konar stjórn hentar bezt á hverjum tíma. Fastir pennar 17. maí 2007 06:00
Lúxusblogg Eins og allir vita er komin upp lítil en vaxandi stétt ríkra karla á Íslandi. Þessir menn geta með peningunum sínum gert alls konar skemmtilega hluti sem við hinir ræflarnir getum ekki, til dæmis keypt grónar bújarðir og breytt í frístundajarðir, fengið hallærislega en rándýra poppara til að spila í afmælunum sínum eða boðið ruglverð í gömul málverk – upp á flippið. Bakþankar 17. maí 2007 06:00
Kjósendur eru bjánar Þegar kjósendur tala, þá er betra að svara með auðmýkt en hroka. Annars er eins og menn séu að segja að þeir séu bjánar. En líklega var þetta fólk úr öðrum flokkum sem kaus Sjálfstæðisflokkinn til þess eins að geta strikað út Björn Bjarnason... Fastir pennar 16. maí 2007 22:03
Risessa tryllir borgarbúa Ekki man ég eftir viðlíka stemningu í höfuðborginni og þegar grænklædda risessan leið um stræti og torg með föður sinn í eftirdragi. Mikið var gaman. Svona á Listahátíð í Reykjavík að vera. Hún á nefnilega ekki aðeins að fara fram í tónleikasölum eða leikhúsum heldur teygja sig um götur borgarinnar og sinna börnunum ekki síður en þeim fullorðnu. Bakþankar 16. maí 2007 00:01
Framsókn hikar – Vinstri grænir tilbúnir Framsókn hikar og Sjálfstæðisflokkurinn hikar líka. Innan beggja flokkanna er andstaða gegn því að treina stjórnarsamstarfið áfram. Hversu mikil alvara er í viðræðum Geirs við framsóknarmenn? Kann að vera að hann viti að þetta sé vonlaust... Fastir pennar 15. maí 2007 20:42
Fögur er flugstöðin Það er engin tilviljun að hvergi í alheiminum er líkingin, fallegur eins og flugstöð, til. Væri Dante upp nú á tímum væri einn hringja helvítis í vítisljóðum hans líkust risavaxinni flugstöð. Reikandi sálir, með þunga pinkla í eftirdragi vafra þar um vegvilltar og svefnvana. Bakþankar 15. maí 2007 00:01
Framsókn áfram í ríkisstjórn Þingmenn Framsóknar eru ekki nema sjö. Það gæti verið praktískt erfitt fyrir flokkinn að starfa í ríkisstjórn. En á því er lausn. Ráðherrar flokksins munu ekki setjast á þing, heldur verður kallað á varamenn. Þannig komast líka fleiri framsóknarmenn að... Fastir pennar 14. maí 2007 18:25
Traust Geirs Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð eru sigurvegarar kosninganna. Segja má að í því séu fógin nokkuð þverstæðukennd skilaboð frá kjósendum. Kaldi veruleikinn er hins vegar sá að ríkisstjórnin hélt velli og stjórnarandstöðunni mistókst ætlunarverk sitt. Fastir pennar 14. maí 2007 06:15
Eftir væntingarnar! Ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið á Stöð 2. Sá að Hannes Hólmsteinn var mættur þar. Strikaði hann út og stillti á RUV ohf. Þar var allt huggulega retró. Á kosninganótt er Ólafur Þ. Harðarson meira virði en tíu ára framfarir í tölvugrafík. Skemmtiatriðin voru: Stressuð viðtöl við stjórnmálamenn, skopstæling á lélegri kúrekahljómsveit og skopmyndateiknari. Ekkert bruðl! Bakþankar 14. maí 2007 06:00
Kvöldið eftir kosningar Þetta er vandasamt spil. Flokksleiðtogar verða að sýna áhuga, en samt ekki of mikinn. Þá virkar það eins og þeir séu á útsölu. En þeir verða líka að passa sig á að missa ekki af tækifærinu. Ljóst er að bæði Vinstri grænir og Samfylkingin þrá að komast í stjórn... Fastir pennar 13. maí 2007 22:10
Stórt kosningasilfur Kosningarnar verða gerðar upp í Silfri Egils í dag. Meðal gesta í þættinum eru Þorgerður Katrín, Össur, Ögmundur, Margrét Sverris, Hannes Hólmsteinn, Gunnar Smári, Hallgrímur Helgason, Björn Ingi og Jón Magnússon... Fastir pennar 13. maí 2007 10:38
Ef ég tek ofan flokksgleraugun Kosningabaráttan hefur verið um margt skemmtileg. Og fróðleg. Þú hittir mann og annan, kynnist kjörum fólks, lífsháttum og skoðunum. Stundum nöldrinu en langoftast hreinskilni og kurteisi. Íslendingar eru dannað fólk. Fastir pennar 12. maí 2007 06:00
Kvöldið fyrir kosningar Hér er smá stöðutékk kvöldið fyrir kosningar en síðar í greininni eru vangaveltur um stjórnarmyndun að þeim loknum. Niðurstaðan er að líklegustu kostirnir séu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking eða Samfylking, VG og Framsókn... Fastir pennar 11. maí 2007 20:38
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun