Hverjum einasta steini skal velt við Mikilvægt er að fjalla af víðsýni um Evrópusambandsmál á næstu misserum og árum og þarf að velta við hverjum steini til að draga fram þá kosti og galla sem fylgja myndu aðild Íslands. Ekki er hægt að taka afstöðu til spurningarinnar út frá háværum ópum um að við missum yfirráðin yfir fiskveiðilögsögunni eða að matarverð lækki um helming. Fastir pennar 22. febrúar 2006 00:01
Nú þarf að fá botn í málið Hér er fjallað um Búnaðarbankamálið en einkum þó viðbrögð Halldórs og Valgerðar við endurvaktri umræðu um það, þáttinn hennar Völu Matt sem vonandi er kominn í heila höfn á Stöð 2 og fótboltabullur í flugvél á leið til Lundúna... Fastir pennar 21. febrúar 2006 22:47
Einkavæðingarnefnd á leik Erfitt er að skilja af hverju einkavæðingarnefnd hefur ekki verið tilbúin að leggja þær upplýsingar á borðið og taka þar með af öll tvímæli um að hún hafi starfað í góðri trú, óháð þeim efasemdum sem skjótt brotthvarf þýska smábankans úr hluthafahópi Búnaðarbankans hefur síðar vakið. Fastir pennar 21. febrúar 2006 03:45
Bara í plati eða alvöru? En heldur finnst mér illa komið fyrir þeim íslensku karlmönnum sem finnst sögupersóna í leikriti eftirsóknarverðari en raunveruleg kona. Fastir pennar 21. febrúar 2006 03:45
Misskilin góðmennska Hér er fjallað um auglýsingaherferð þar sem börn eru notuð til að vara við kynferðislegu ofbeldi, bent á vafasama tölfræði sem hún byggir á, spurt hvað sé að því að láta markaðinn ráða þegar lóðir eiga í hlut og loks er minnst á hugleysi Vesturlandabúa gagnvart hinu herskáa íslam... Fastir pennar 20. febrúar 2006 20:12
Vopnaburður varaforsetans Þeir sem ráða fyrir Bandaríkjunum standa fyrir illa undirbúnum innrásum í önnur lönd og handahófskenndum pyntingu á mönnum sem þeir telja nóg að saka um herfilegar fyrirætlanir. Fastir pennar 20. febrúar 2006 12:04
Uppboð eru sanngjörn leið Talsverður urgur er meðal margra þeirra sem sóttu um einbýlishúsalóðir við Úlfarsfell. Hugmyndin með útboðinu var að gefa annars vegar byggingafyrirtækjum og hins vegar einstaklingum tækifæri til að bjóða í lóðir í útboðinu. Fastir pennar 20. febrúar 2006 09:39
Skynsemi sem er gengin af göflunum Hagvaxtarhyggjan er stækasti rétttrunaður samtímans. Hún er nánast eini mælikvarðinn sem er lagður á verk ríkisstjórna. Það sem er einkennilegast við hana er að hún íklæðist gervi skynseminnar, lætur eins og hún sé hin eina og sanna skynsemi... Fastir pennar 19. febrúar 2006 23:57
Aldraðir bíða á bráðadeildum Hvers á sú kynslóð að gjalda sem lokið hefur ævistarfinu og þarf á hjúkrun og umönnun að halda? Það er eins og þetta fólk hafi orðið útundan í kröfugerðarþjóðfélaginu á síðustu árum, rödd þessa fólks hefur ekki náð eyrum ráðamanna nógu vel, fyrr en kannski nú á allra síðustu misserum. Fastir pennar 19. febrúar 2006 02:17
Baðstofumenning Það er fjör á heimilunum þegar söngva- og söngvarakeppnirnar eru á dagskrá. Þetta er baðstofumenningin nýja. Hún varð til í árdaga sjónvarps á Íslandi og gengur í endurnýjun lífdaga þegar stöðvarnar sýna eitthvað sem öll fjölskyldan getur horft saman á. Fastir pennar 18. febrúar 2006 00:01
Það er þetta með ábyrgðina Í krafti auðæfa, arðs og frelsis á það að vera forgangsverkefni stjórnmálamanna, auðkýfinga og okkar allra, að bæta hag þeirra sem fara á mis við allsnægtirnar. Útrýma fátæktinni. Afnema þann smánarblett þjóðlífsins að eldri borgarar, og aðrir sem eiga undir högg að sækja, búi við sultarlaun. Fastir pennar 18. febrúar 2006 00:01
Fuglaflensan færist nær Það er mjög mikilvægt að stöðugt og gott upplýsingaflæði sé til almennings í tilfellum sem þessum. Þar er annars vegar um það að ræða að séð verði til þess að einhver stofnun hafi yfirsýn yfir hvað sé að gerast í þessum efnum. Fastir pennar 17. febrúar 2006 00:01
Skattahækkunarbrella Stefáns Ólafssonar Hér á Íslandi hafa tekjur margra vegna almennra framfara hækkað umfram persónuafsláttinn, svo að þeir greiða tekjuskatt, en greiddu hann ekki áður. Skattstofninn hefur með öðrum orðum breikkað. Skattheimtan hefur ekki aukist, en skatttekjur ríkisins hafa aukist. En þetta er ánægjulegt. Þetta merkir ekkert annað en það, að fleiri eru aflögufærir en áður og geta greitt tekjuskatt. Fastir pennar 17. febrúar 2006 00:01
Hvernig leikhús viljum við? Leikhús þurfa því helzt að vera í stjórnarandstöðu líkt og góð dagblöð og góðir rithöfundar. Þar eiga þau heima. Það hæfir heilbrigðri verkaskiptingu í lýðræðislandi. Leikhúsin myndu komast nær áhorfendum, held ég, ef þau reyndu að hrista svolítið upp í þeim, tilfinningum þeirra, skoðunum og vitsmunum - og það útheimtir tæpitungulausa orðræðu um ýmis umdeild þjóðfélagsmál í stað þrúgandi þagnar. Fastir pennar 16. febrúar 2006 00:01
Karlar og konur í kaupsýslunni En í ljósi þess að það skuli teljast góðir stjórnarhættir að hafa stjórnarmenn um borð sem beinlínis eru valdir vegna þekkingar og kunnáttu sinnar er með ólíkindum að ekki skuli fleiri konur veljast til slíkra starfa. Eða ríkir enn efi í samfélaginu um hvort konum sé treystandi til að gegna ábyrgðarstörfum? Eða ríkir sá efi kannski aðeins meðal karlanna í kaupsýslunni? Fastir pennar 16. febrúar 2006 00:01
Þyngri dómar í kynferðisbrotamálum Þrátt fyrir að refsing fyrir slíka glæpi verði nú þyngd, þá verður hið varanlega andlega áfall þeirra sem eru þolendur seint bætt, hvorki með fjármunum eða refsingu gerandans. Það þarf því líka að huga betur að fórnarlömbunum. Fastir pennar 15. febrúar 2006 01:46
Merkilegra en það sýnist Málið snýst miklu frekar um stærstu sögu samtímans, þróunina til þeirrar áttar að heimurinn er að verða að einum stað. Hversu slæmt eða gott sem mönnum finnst það þá geta ríki ekki lengur afmarkað sig sem sjálfstæð eylönd í hafi sem skilur þjóðir. Aflvaka nánast allra mikilvægra breytinga í þjóðlífi, atvinnulífi og menningu, jafnvel í stærstu ríkjum heims, er í reynd að finna utan hvers lands. Fastir pennar 15. febrúar 2006 00:01
Blaðamannaverðlaun, uppreisn á barnaheimili, Grikklandsævintýri Hér er fjallað um blaðamannaverðlaun sem veitt verða á pressuballi núna um helgina, uppreisnaranda á barnaheimilum, varnarþörf Íslands sem er metin til jafns við Liechtenstein og loks er vikið að ferðum til Grikklands... Fastir pennar 14. febrúar 2006 19:25
Straumurinn stöðvast ekki Í umræðum um byggðamál á Alþingi í síðustu viku var lagt til að taka ætti málaflokkinn af iðnaðarráðuneytinu og flytja til forsætisráðuneytisins. Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra fannst lítið til um málflutning kollega sinna á þingi og kallaði umræðuna "raus í átta klukkustundir". Fastir pennar 14. febrúar 2006 09:16
Af ræðum á Viðskiptaþingi Þetta finnst mér vont ástand. Það er vont að vera í þeirri stöðu að ráða ekki örlögum sínum heldur verða að fljóta með straumnum. En það er einmitt það sem hefur gerst í utanríkismálum þjóðarinnar nú síðasta áratuginn. Fastir pennar 14. febrúar 2006 00:01
Staðan í borginni Það verður enginn hreinn meirihluti. Sumir gera því skóna að Framsókn myndi meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Það myndi vissulega veita Framsókn völd langt umfram kjörfylgi – sem er þekkt og eftirsótt staða á þeim bæ. En miðað við hina pólitísku taflstöðu er þetta ólíklegt... Fastir pennar 13. febrúar 2006 19:29
Tilskipun Viðskiptaþings Ekki er hægt að kalla Viðskiptaþing einhverja grínistasamkomu. Þetta er vettvangur þeirra sem láta að sér kveða í hinu svonefnda viðskiptalífi – þennan vettvang notar forsætisráðherra landsins til að koma á framfæri hugmyndum sínum um samskipti Íslendinga við Evrópusambandið; þarna ráðslaga menn um það hvernig hér skuli umhorfs árið 2015; þarna er stefnan sett; kúrsinn settur. Fastir pennar 13. febrúar 2006 17:10
Dagur leiðir Samfylkingarlistann Það voru þrír hæfir einstaklingar sem stefndu á fyrsta sætið hjá Samfylkingunni, og þótt menn hafi borið sig nokkuð vel í gærkvöld, þegar tölurnar voru birtar, hljóta þær innst inni að valda vonbrigðum hjá Steinunni Valdísi og Stefáni Jóni, kannski meiri vonbrigðum hjá honum, því hann hefur nú um langt skeið stefnt einarðlega að því að halda sæti sínu sem forystumaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Fastir pennar 13. febrúar 2006 17:10
Bítlabærinn – Þjóðleikhús að hrynja Hér er fjallað um skemmtilega heimildarmynd um bítlabæinn Keflavík, þá merku listgrein skautadans, Þjóðleikhúsið sem stendur með brotna glugga og múrhúð sem er að hynja af byggingunni og loks er minnst á viðtal við Sjón sem birtist í Silfrinu... Fastir pennar 12. febrúar 2006 23:41
Sjóðir eru sjaldnast lausn Reynslan af þátttöku ríkisins í atvinnulífinu er ekki góð. Ríkið er svifaseint og tregðulögmálin fljót að taka völdin. Gott dæmi um slíkt er sú staða sem Íbúðalánasjóður er lentur í. Innkoma bankanna á íbúðalánamarkaðinn hefði átt að kalla á skjót viðbrögð stjórnvalda um að vinda ofan af sjóðnum. Venjulegt launafólk þarf ekki á ríkisábyrgð að halda til að koma sér þaki yfir höfuðið. Fastir pennar 12. febrúar 2006 00:01
Múslimar Evrópu einangraðir Deilan um skopteikningarnar af Múhameð sem birtust í Jótlandspóstinum er túlkuð í fjölmiðlum sem menningarlegur árekstur á milli frjálslyndra Vesturlanda og múslimaheimsins sem afneitar hugmyndinni um tjáningarfrelsi. Til að halda fram þessari tilgátu fram þarf einkum tvennt að koma til: fáfræði og hræsni. Fastir pennar 12. febrúar 2006 00:01
Sektarþrá og eilífar afsakanir Samt verður maður var við ótrúlega tregðu við að styðja gildi vestræns samfélags, hjá mörgum þykir það beinlínis ljótt. Afstæðishyggjan með öllum sínum flóknu réttlætingum er býsna notaleg – maður þarf í raun aldrei að taka afstöðu til neins, allt má skýra með menningarmun og félagsmótun... Fastir pennar 11. febrúar 2006 22:51
Hægri grænir? Hér er fjallað um stórlaxa í viðskiptalífinu sem gagnrýna stóriðjustefnuna, hræsnina í múslimaleiðtoganum Sir Iqbal Sacranie, mæður, börn og lýsi og rokktónlist sem er álíka spennandi núorðið og endurskoðun eða fluguveiðar... Fastir pennar 10. febrúar 2006 12:34
Stuðningur við hestamennsku Það má því búast við að reiðhöllum og skemmum eða skálum fyrir hesta og tamningar fjölgi mjög á næstunni. Vonandi fer landsbyggðin ekki varhluta af þessari uppbyggingu, því það er fyrst og fremst þar sem uppruni og heimkynni hrossanna er. Fastir pennar 10. febrúar 2006 02:41
Hrúður rifið af hálfgrónu sári Það augljósasta er að Halldór er orðinn forsætisráðherra og þarf ekki lengur að taka tillit til Davíðs Oddssonar. Breytingar í valdahlutföllum í forustu Sjálfstæðisflokksins ríma við og losa um nýjar áherslur í hinu pólitíska baklandi sjálfstæðismanna. Fastir pennar 10. febrúar 2006 02:41