Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Útskriftarnemar höfðu betur gegn Tripical

Ferðaskrifstofunni Tripical Travel var óheimilt að hækka verð pakkaferða útskriftarnema til Krítar með vísan til breytinga á eldsneytisverði. Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem hefur borist fjöldi kvartana vegna ferðarinnar.

Neytendur
Fréttamynd

Ó­trú­leg svaðil­för Chris Bur­kard með­fram allri Suður­ströndinni

Ævintýraljósmyndarinn Chris Burkard hefur verið á heldur óhefðbundnu ferðalagi um suðurströnd landsins síðustu vikuna. Suðurströndina þræddi hann á fjallahjóli, frá Djúpavogi til Þorlákshafnar, milli þess að skella sér á uppblásinn kajak til að komast yfir ótal árnar sem renna í Atlantshafið. Chris segir ferðalagið eitt það erfiðasta sem hann hefur tekist á við hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Gamlir vinir á gamalli dráttarvél á Vestfjörðum

Félgarnir Grétar Gústavsson, meistari í bifvélavirkjun og áhugamaður um búvélar og fornbíla og Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands eru nú að aka Vestfjarðarhringinn á  Massey Ferguson 35X árgerð '63. Samhliða ferðinni er þeir að safna fyrir forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Félagarnir fóru hringinn í kringum landið á dráttarvél 2015 en slepptu þá Vestfjörðunum.

Innlent
Fréttamynd

He­at­hrow-flug­völlur setur tak­mörk á fjölda far­þega

Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkja­menn bera af í brott­förum

Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum

Þó svo að sólin hafi kannski ekki látið fara mikið fyrir sér í síðustu viku skinu stjörnurnar skært enda nóg um að vera. Sumarið er tími allskyns fögnuða og ferðalaga og má segja að ástin og ævintýrin hafi svo sannarlega svifið yfir vötnum þessa vikuna.

Lífið
Fréttamynd

Drauma­­ferðin er handan við hornið með Icelandair!

Nú er ég að fara að fljúga til Danmerkur með börnin mín tvö í lok mánaðar að heimsækja systur mína sem er að fara að halda upp á stórafmælið sitt. Ég hef oft mætt bæði seint og illa í stórafmæli fjölskyldumeðlima en hef lofað því hér eftir að mæta í öll stórafmæli, því maður veit aldrei....

Skoðun
Fréttamynd

Vika 6: Hvar er Magnús Hlynur?

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður flakkar um landið í sumar og tekur fyrir eitt bæjarfélag í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardögum. Hér á Vísi birtum við lauflétta getraun á laugardagsmorgnum.

Ferðalög
Fréttamynd

Gisting úti á Fjalls­ár­lóni

Á Fjallsárlóni er nú hægt að bóka ævintýraferð sem inniheldur siglingu um lónið og eftir hana er dvalið í húsbát á lóninu. Eigandi húsbátanna segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af kulda.

Innlent
Fréttamynd

Mikill stuðningur við færslu hringvegar út úr Borgarnesi

Verulegur stuðningur er við þá tillögu að hringvegurinn um Borgarnes verður færður út á vegfyllingu utan við byggðina, samkvæmt könnun sem Samgöngufélagið lét gera. Þá er allnokkur stuðningur við að hringvegurinn milli Akraness og Borgarness liggi í framtíðinni yfir mynni Grunnafjarðar norðan Akrafjalls.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu átta­tíu manns á Lauga­veginn

Ferðaskrifstofan South Coast Adventure sótti um áttatíu manns frá Emstrum, þriðja áfanga gönguleiðarinnar um Laugaveginn, í gær. Veðrið var slæmt og höfðu tveir ofkælst, þar af annar þeirra verulega.

Innlent
Fréttamynd

Mættu 25 tímum fyrir flug á erfiðasta flug­völl Evrópu

Farþegar sem komu með vél Icelandair frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam til Íslands seinni partinn í gær lentu í því að töskur þeirra voru skildar eftir úti. Flugfélagið segir að vegna manneklu á vellinum úti hafi þurft að taka ákvörðun um að halda fluginu nokkurn veginn á áætlun og sleppa töskunum eða seinka því um marga klukkutíma á meðan beðið væri eftir að flugvallarstarfsmenn gætu hlaðið þeim um borð. 

Innlent
Fréttamynd

Vika 5: Hvar er Magnús Hlynur?

Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður flakkar um landið í sumar og tekur fyrir eitt bæjarfélag í kvöldfréttum Stöðvar 2 á laugardögum. Hér á Vísi birtum við lauflétta getraun á laugardagsmorgnum.

Ferðalög
Fréttamynd

Tjald­svæði vin­sæl víða um land

Ferðasumarið virðist vera að hefjast og af því tilefni ákvað fréttastofa að taka saman og staðfesta verð og bókunarferli á tjaldsvæðum víða um land. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðin á tjalda.is.

Neytendur
Fréttamynd

Ís­lendingar slá alls konar met í ferða­lögum

Ís­lendingar eru að slá öll met í ferða­lögum til út­landa og í fjölda gisti­n­átta innan­lands. For­stjóri Icelandair telur að tafir á flug­völlum víða um heim vegna mann­eklu lagist ekki fyrr en í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Nýbakaðir hjólhýsaeigendur ana út í umferðina án hliðarspegla

Samkvæmt Samgöngustofu hafa 381 hjólhýsi verið nýskráð í ár. Hvort fólk hafi réttindi til að aka með þyngri eftirvagna getur velt á því hvenær maður fékk fyrst ökuréttindi. Að sögn lögreglu gerist það einstaka sinnum að fólk keyri réttindalaust en það sé hins vegar farið að gerast í auknum mæli að fólk aki án hliðarspegla.

Innlent
Fréttamynd

Kvörtunum í tengslum við flug­ferðir rignir inn

Kvörtunum vegna seinkana og niðurfellinga á flugferðum hefur stórfjölgað að sögn formanns Neytendasamtakanna en mikil mannekla er á flugvöllum víða um heim. Hann telur flugfélög þurfa að standa sig betur í að upplýsa farþega um réttindi sín.

Neytendur
Fréttamynd

Leika sér ekki að því að aflýsa flugi

Vél flugfélagsins Play er komin í gagnið á ný eftir að ekið var á hana fyrir helgi. Tafir urðu á viðgerð sem varð til þess að aflýsa þurfti flugferðum til og frá Madrid, flugfarþegum til mikils ama. Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, segir flugfélagið ekki leika sér að því að aflýsa flugi - allt sé reynt áður en gripið sé til þess ráðs.

Innlent