Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. Viðskipti innlent 6. janúar 2023 08:40
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa Greinileg vaxtarleitni hefur verið í umferð skemmtiferðaskipa hér við land á síðustu árum, þótt Covid-faraldurinn hafi auðvitað þýtt tímabundna niðursveiflu. Í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80 prósent. Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. Innlent 5. janúar 2023 15:42
Endurheimti ekki bílinn fyrr en hann hringdi í lögregluna Ferðalangur sem geymdi jeppa sinn hjá Lagningu á meðan á utanlandsferð stóð segist hafa neyðst til að hringja á lögreglu til að endurheimta bílinn sinn frá fyrirtækinu. Fleiri viðskiptavinir hafa fengið þau svör að bíll þeirra finnist ekki. Neytendur 5. janúar 2023 10:01
Stjórnlaus ferðaiðnaður Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Skoðun 5. janúar 2023 09:58
Axarvegi frestað um óákveðinn tíma vegna þensluniðurskurðar Uppbygging heilsársvegar um Öxi, milli Egilsstaða og Djúpavogs, sem til stóð að hefja í vor, er komin í salt vegna niðurskurðar í vegagerð. Hvenær ráðist verður í verkið skýrist væntanlega í vor við gerð næstu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Innlent 4. janúar 2023 22:33
Mislukkað bónorð við Gullfoss slær í gegn Meðfylgjandi myndskeið, sem sýnir mislukkað bónorð Bandaríkjamanns við Gullfoss, hefur slegið í gegn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Lífið 4. janúar 2023 20:27
Bugaðir starfsmenn héldu grátandi heim og fólk fékk ekki bílinn sinn Fjölmargar fjölskyldur biðu í fleiri klukkustundir í fyrrinótt eftir að fá bílinn sinn afhentan á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdastjóri Lagningar segist aldrei hafa lent í öðru eins ástandi. Starfsmenn hafi hver á fætur öðrum bugast undan álagi og hörðustu menn fellt tár. Viðskipti innlent 4. janúar 2023 10:09
Myndir ársins 2022: Eldgos, óveður og menn í járnum Ljósmyndarar og myndatökumenn Vísis voru á ferð og flugi árið 2022. Eldgos, óveður og stjórnmálin voru að sjálfsögðu meðal helstu myndefna en aðgerðir lögreglu og dómsmál komu einnig oft við sögu. Innlent 4. janúar 2023 09:30
Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða. Innlent 3. janúar 2023 17:10
Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Egill Helgason, fjölmiðlamaður og samfélagsrýnir, segir að honum hrjósi hugur við kröfu um að túristar komist þangað sem þeir vilji í alls kyns veðrum og björgunarsveitir standi vaktina. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar sakar Egil um væl enda sé eðlileg krafa að hægt sé að koma ferðamönnum til og frá Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 11:27
Fundu eftirspurn eftir fimm stjörnu lúxus Fimm stjörnu lúxushótel rís nú á Þengilhöfða við Eyjafjörð. Hugmyndin kviknaði í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga fyrir um áratug. Viðskipti innlent 3. janúar 2023 09:03
„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. Innlent 2. janúar 2023 21:22
Útflutningstekjurnar aldrei meiri og vörumerkið Ísland í 21. sæti af 60 Lítil breyting hefur orðið á stöðu vörumerkisins Íslands samkvæmt mælingum markaðsrannsóknarfélagsins Anholt-Ipsos. Ísland er í 21. sæti af 60 ríkjum sem mælingin nær til; á svipuðu róli og Belgía, Wales, Grikkland og Suður-Kórea. Viðskipti innlent 2. janúar 2023 06:38
„Þetta er ekki huglægt mat“ Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru sum ósátt við það hversu hratt er gripið til veðurviðvarana og lokana eins og gert var í gær á gamlársdag. Veðurfræðingur segir viðvaranir byggðar á bestu gögnum en í gær hafi lægðin fært sig sunnar en búist var við, og það hratt. Því hafi farið betur en á horfðist. Innlent 1. janúar 2023 20:32
Ragnar Erling kominn með vinnu og horfir fram á veginn Ragnar Erling Hermannsson hefur látið að sér kveða í umræðunni um málefni heimilislausra undanfarin misseri. Hann fékk vinnu á dögunum og á nú sér þann draum heitastan að eignast heimili. Innlent 1. janúar 2023 17:00
Ferðaþjónustan ósátt: Bagalegt að aflýsa ferðum vegna óveðurs sem kemur ekki Ferðaþjónustuaðilar eru hugsi yfir hversu auðvelt er að grípa til lokana og appelsínugulra viðvarana. Öllum ferðum frá 31. desember var aflýst vegna vonskuveðurs sem aldrei kom. Svona uppákomur rýri traust á íslenskri ferðaþjónustu. Innlent 1. janúar 2023 12:21
Kombakk ársins Þótt nýtt ár beri alls kyns óvissu í skauti sér, bæði orkukrísu og stríð, þá höfum við séð að þessar hindranir virðast hafa heldur minni bein áhrif á ferðaviljann til Íslands en hjá ýmsum samkeppnislöndum okkar. Það verður því að telja litlar líkur á að íslensk ferðaþjónusta beri stórvægan skaða af þessum óvissuþáttum þótt um einhverja eðlilega baksveiflu kunni að verða að ræða. Miðað við útlitið í dag stefnir í mjög gott ferðaþjónustuár 2023, ár þar sem ferðaþjónustan mun jafnvel geta skilað metverðmætum til samfélagsins. Umræðan 1. janúar 2023 11:42
Íslendingar selja sig út úr Edition hótelinu til sjóðs í Abú Dabí fyrir 23 milljarða Hópur íslenskra fjárfesta, að stórum hluta lífeyrissjóðir, hefur formlega gengið frá sölu á liðlega 70 prósenta hlut sínum í Reykjavík Edition-hótelinu í Austurhöfn til sjóðs í eigu fjárfestingarfélagsins ADQ í furstadæminu Abú Dabí. Innherji 31. desember 2022 14:49
Ingibjörg og eigendur Eskju kaupa Hótel Selfoss Hið nýstofnaða eignarhaldsfélag JAE, sem er meðal annars í eigu Ingibjargar Pálmadóttur fjárfestis og eigenda útgerðarfyrirtækisins Eskju, hefur gengið frá kaupum á Hótel Selfoss. Áður hafði sama félag fyrr á árinu einnig eignast Hótel Vestmannaeyjar. Innherji 31. desember 2022 10:34
Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. Innlent 29. desember 2022 18:23
Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Innlent 29. desember 2022 11:44
Hafa endurgreitt um 200 milljónir vegna vegalokana Rekstrarstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir fyrirtækið hafa endurgreitt um 200 milljónir til ferðamanna vegna vegalokana. Ferðamenn hafa afbókað ferðir í byrjun árs vegna ástandsins. Kallað er eftir betri fyrirsjáanleika hjá Vegagerðinni. Innlent 28. desember 2022 21:23
Vegagerðin fundar með Samtökum ferðaþjónustunnar Vegagerðin mun strax á nýju ári funda með Samtökum ferðaþjónustunnar til að fara yfir hvaða leiðir séu færar til að auka þjónustu við atvinnugreinina. Innlent 28. desember 2022 19:58
Áforma að ganga inn í tilboð PT Capital og stækka stöðu sína í Arctic Adventures Fjárfestingafélagið PT Capital frá Alaska, sem er meðal annars stór hluthafi í Nova og Keahótelum, hefur gert tilboð í eignarhlut þriggja hluthafa í Arctic Adventures, samanlagt tæplega helmingshlut. Aðrir hluthafar í félaginu stefna hins vegar að því að nýta sér forkaupsrétt og ganga inn í tilboð PT Capital og þannig stækka umtalsvert við eignarhlut sinn í íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu. Innherji 28. desember 2022 16:00
Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. Innlent 28. desember 2022 11:18
Draumaferð þúsunda ferðamanna endar sem Reykjavíkurferð Forstjóri ferðaþjónustufyrirtækis segir tjón vegna vegalokana vera gífurlegt fyrir sig og önnur fyrirtæki í bransanum. Hann segir að skipuleggja þurfi moksturinn betur og kallar eftir frekari mannskap í starfið. Ekki sé hægt að kynna Ísland sem heilsársáfangastað ef loka þarf vegum í marga daga í senn. Innlent 28. desember 2022 09:54
„Einhverjir áratugir síðan það hefur komið svona mikill snjór“ Samgöngur hafa raskast í dag vegna ófærðar en loka þurfti hluta hringvegarins um tíma. Búist er við að lægðin gangi niður í kvöld. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir íbúa þar ekki hafa séð annað eins í áratugi. Innlent 27. desember 2022 22:26
Færri en eyðsluglaðari ferðamenn Heildarkortavelta erlendra ferðamanna hér á landi jókst á fyrstu tíu mánuðum ársins samanborið við 2019 þrátt fyrir að ríflega 16% færri erlendir ferðamenn hafi nú sótt landið heim. Innlend greiðslukortavelta þeirra frá janúar út október er metin rúmlega 3% meiri í krónum talið samanborið við síðasta árið fyrir heimsfaraldur. Viðskipti innlent 27. desember 2022 11:40
„Við áttum okkur ekki alveg á því hvað gerðist“ Framkvæmdastjóri Hópbíla segir forsvarsmenn fyrirtækisins eiga eftir að ná betra tali af bílstjóranum sem festi rútu sína í tvígang um helgina eftir að hafa ekki virt vegalokanir. Verið sé að afla allra gagna málsins. Innlent 27. desember 2022 11:06
Ætluðu að labba fimm kílómetra niður að Reynisfjöru í klofdjúpum snjó Ferðamenn ætluðu að labba niður í Reynisfjöru, um fimm kílómetra aðra leið, í kafsnjó og fimbulkulda. Landeigandi hringdi á lögreglu sem sett hefur upp lokunarpósta við veginn. Innlent 26. desember 2022 16:45