Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Neytendur 4. ágúst 2021 10:36
Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. Innlent 4. ágúst 2021 08:03
Vegkantur sem gaf sig líklega ástæða þess að rútan valt Vegkantur sem gaf sig er talinn vera ástæða þess að rúta, með fjölda íslenskra og erlendra ferðamanna innanborðs, valt í Biskupstungum í gær. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega, að sögn yfirlögregluþjóns. Innlent 3. ágúst 2021 11:34
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. Innlent 2. ágúst 2021 19:31
Nýtt farsóttarhús opnað í dag Nýtt farsóttarhús verið tekið í gagnið í dag þar sem hin eru yfirfull. Um er að ræða Hótel Storm í Þórunnartúni. Innlent 1. ágúst 2021 14:56
Tvöfalt fleiri hótelgistinætur en í fyrra Greiddum gistinóttum á öllum tegundum gististaða fjölgaði um 64 prósent í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af fjölgaði gistinóttum á hótelum um 108 prósent milli ára, um 62 prósent á gistiheimilum og um 37 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða á borð við tjaldsvæði og orlofshús. Viðskipti innlent 30. júlí 2021 10:12
„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“ Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Innlent 29. júlí 2021 13:49
Misvísandi skilaboð frá ferðaþjónustunni valda furðu Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, taldi fyrir fáeinum dögum það öllu skipta að Ísland yrði ekki rautt en nú er skiptir það engu máli. Innlent 29. júlí 2021 13:41
Ísland er appelsínugult á nýju korti Ísland er appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í þessu. Innlent 29. júlí 2021 11:31
Mengun frá skemmtiferðaskipum minnki um allt að helming Faxaflóahafnir stefna á að ljúka uppbyggingu fyrir raftengingu farþegaskipa í höfnum allra hafna fyrirtækisins innan fimm ára. Þannig verður dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og loftgæði almennt bætt í borginni. Innlent 28. júlí 2021 19:00
Lýsir dvöl á skemmtiferðaskipi eftir að smit kom upp: „Eftir hávaðarifrildi á íslensku snerum við aftur í skipið“ „Við vorum búin að keyra í nær klukkustund í fyrstu ferðinni þennan dag – gönguferð þar sem við áttum að læra um íslenskar þjóðsögur um álfa, huldufólk og tröll – þegar leiðsögumaðurinn tilkynnti að við þyrftum að snúa aftur í höfn. Covid-19 hafði greinst um borð í skipinu.“ Innlent 28. júlí 2021 17:46
„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. Innlent 28. júlí 2021 11:50
„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“ Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni. Innlent 24. júlí 2021 18:27
Hótel Rangá býður norðurljósafangara fría gistingu í mánuð Hótel Rangá leitar nú að sínum fyrsta formlega norðurljósafangara. Um er að ræða ljósmyndara sem fær að gista á hótelinu í heilan mánuð gegn því að taka myndir af norðurljósunum. Lífið 24. júlí 2021 12:20
Reykjavík einn besti áfangastaður í heimi samkvæmt Time Reykjavík er einn af hundrað bestu áfangastöðum heims samkvæmt tímaritinu Time. Fulltrúi tímaritsins segir Reykjavík vera litríka og spennandi borg, fulla af lífi. Innlent 24. júlí 2021 10:05
Lækna-Tómas gefur út göngu- og örnefnakort af Geldingadölum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur gefið út sérstakt kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum á svæðinu. Innlent 23. júlí 2021 06:50
Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. Innlent 22. júlí 2021 22:22
Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausafjárstaða styrkist verulega Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Viðskipti innlent 22. júlí 2021 19:07
Ferðamenn streyma í Skálholt sem aldrei fyrr Starfsfólk í Skálholti hefur varla haft undan í sumar að taka á móti ferðamönnum, sem koma og skoða staðinn, þó aðallega útlendingar. Framkvæmdastjóri staðarins finnst sérstakt að aðeins brot af íslensku þjóðinni hefur heimsótt Skálholt. Innlent 20. júlí 2021 21:16
„Löngunin til að vera á Íslandi sterkari en svo að ég láti enn eitt prófið hindra það“ Undirbúningur að hertum aðgerðum á landamærunum sem taka gildi á mánudaginn stendur nú yfir á Keflavíkurflugvelli. Ferðamenn sem komu hingað til lands í dag telja ólíklegt að krafan um neikvætt próf við Covid-19 hefði komið í veg fyrir ferðalag þeirra hingað, hefðu hinar nýju reglur verið í gildi í dag. Innlent 20. júlí 2021 19:23
Sossa segir Reykjanesið leynda perlu Reykjanesið býr yfir einstökum náttúrutöfrum og þangað er hægt að gera frábæra ferð. Samstarf 20. júlí 2021 11:45
Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. Innlent 20. júlí 2021 08:48
Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. Innlent 19. júlí 2021 22:00
Langar raðir og gestir tjaldsvæðisins í vandræðum með að finna sér mat Tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri er alveg að fyllast og virðist kominn upp hálfgerður vöruskortur á svæðinu vegna fjölda gesta þar. Mjög langar raðir mynduðust í verslunum svæðisins í dag þar sem lítið er eftir af fýsilegum matvælum. Innlent 19. júlí 2021 20:17
Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Innlent 19. júlí 2021 16:12
Breytingar hjá Sky Lagoon: Brjóstin bera sigur úr býtum Starfsmenn Sky Lagoon munu hætta að gera greinarmun á kynjum varðandi hvað þyki fullnægjandi sundföt. Það er í kjölfar þess að gestur var beðin um að hylja brjóst sín í lóninu um helgina. Innlent 19. júlí 2021 14:55
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. Innlent 19. júlí 2021 12:31
Mesta eldhættan þegar ekið er með hjólhýsi Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir mikilvægt að fólk gangi vel frá gasi og rafmagni áður en lagt er af stað í ferðalög með hjólhýsi og aðra aftanívagna. Mest hætta sé á ferðum við akstur með slíka ferðavagna í eftirdragi. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti elda í tveimur hjólhýsum í gær. Innlent 19. júlí 2021 12:03
Sól og sumarblíða á Austurlandi Gestir listahátíðarinnar LungA á Seyðisfirði héldu heim á leið í einmuna veðurblíðu í dag. Hiti á Austurlandi fór hæst í 26,7 stig á Hallormsstað en hefur annars verið í kringum 20 stig á svæðinu. Innlent 18. júlí 2021 23:14
Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð. Innlent 18. júlí 2021 13:53