Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Færð á vegum og veður komin á sama Íslandskort

Í fyrsta sinn á Íslandi geta innlendir og erlendir ferðalangar séð allar upplýsingar sem tengjast færð og veðri á einu íslandskorti á vef Safetravel. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála tók kortið formlega í notkun í upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Torfa­jökuls­svæðið er engu öðru líkt

Jarð­fræðingur telur að ef Torfa­jökuls­svæðið, sem Land­manna­laugar til­heyra, kæmist á Heims­minja­skrá UNESCO hefði það mikla þýðingu fyrir ferða­þjónustuna, vernd og rann­sóknir. Er á yfir­lits­skrá en var sett fyrir aftan Vatna­jökuls­þjóð­garð í for­gangs­röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Banaslys rakið til þess að ökumaður hafi sofnað eða misst athyglina

Talið er að rekja megi banaslys sem varð í mars 2018 á Lyngdalsheiðinni til þess að ökumaður fólksbíls hafi sofnað undir stýri eða misst athyglina frá akstri bílsins með þeim afleiðingum að bílnum var ekið yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Innlent
Fréttamynd

Loo fjarlægir umdeildu hjólhýsin

Í nýrri tillögu að deiliskipulagi jarðarinnar Leynis í Rangárþingi ytra er gert ráð fyrir því að umdeild hjólhýsi ferðaþjónustufyrirtækisins Iceland Igloo Village verði fjarlægð.

Innlent
Fréttamynd

Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða

Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Úr fimm bílum í tvö þúsund

Magnús Sverrir Þorsteinsson stofnaði Blue Car Rental árið 2010 ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Sædal Björgvinsdóttur. Þau fóru af stað með aðeins fimm bílaleigubíla en í dag telur bílaflotinn yfir tvö þúsund bíla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendur er verndari eins af neðansjávarundrum heims

Erlendur Bogason, kafari á Hjalteyri, sýndi áhorfendum inn í ævintýraheim undirdjúpanna í Eyjafirði í þættinum "Um land allt“ á Stöð 2. Þar er að finna hinar mögnuðu hverastrýtur sem voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2001.

Lífið
Fréttamynd

Sala Arion á TravelCo er á lokametrunum 

Einkaviðræður standa yfir við erlendan aðila um kaup á ferðaskrifstofusamstæðunni af Arion banka. Kaupin gætu klárast í þessum mánuði en óvíst er hvort íslensku eignirnar, Heimsferðir og Terra Nova, verða með í kaupunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segjast þurfa að hætta rekstri

Jón Heiðar Guðjónsson hjá Ferðaþjónustunni Reykjanesi við Ísafjarðardjúp sendi bæjarstjórn Ísafjarðar bréf vegna nýtingar á jarðhitaréttindum og nýlegs úrskurðar þess efnis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sam­keppnis­hæfni flugs og upp­bygging flug­valla

Í samgönguáætlun sem lögð hefur verið fram er gert ráð fyrir því að nauðsynleg uppbygging varaflugvalla til að tryggja flugöryggi verði greidd af flugrekendum með nýju gjaldi, svonefndu "hóflegu varaflugvallargjaldi“.

Skoðun