„Það er ljós við enda ganganna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2020 13:18 Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Baldur Hrafnkell Landsframleiðsla gæti dregist saman um ríflega 9% í ár samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að þrátt fyrir að skellurinn verði harður og atvinnuleysi mikið séu góðar líkur á að hagkerfið taki við sér strax á næsta ári. Sjá nánar: Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Greinendur bankans gera ráð fyrir hörðum skelli í fyrstu; 9,6% atvinnuleysi í ár og að útflutningur á vöru og þjónustu dragist saman um 23%. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Því er ekki að neyta. Það verður harður skellur á hagkerfinu þetta árið. Við erum að spá 9% samdrætti í landsframleiðslu og það er bæði vegna þess að útflutningstekjur dragast mikið saman, en ekki síst vegna þess hversu ferðaþjónustan verður fyrir miklu höggi. Síðan verður minni innlend eftirspurn; neysla heimilanna, fjárfestingar fyrirtækjanna og annað slíkt dregst saman að sama skapi þó að góðu heilli þá vegi aukin umsvif hins opinbera, fjárfestingar og aðrar aðgerðir á móti.“ Jón Bjarki segir þó að fjölmargar ástæður séu fyrir bjartsýni. Góðar líkur séu á að hagkerfið taki ágætlega við sér strax á næsta ári. „Það er ljós við enda ganganna, ekki síst vegna þess að nú eru horfur fyrir seinni hluta ársins í ferðaþjónustunni heldur að batna, bæði hér á landi og í ýmsum viðskiptalandanna er verið að horfa til þess að rýmka kvaðir og hömlur á ferðum landa á milli .Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur að ferðalög komist í eðlilegra horf sem fyrst og þá gætum við verið að tala um fimm prósent hagvöxt strax á næsta ári og með honum fylgir þá að atvinnuleysi – sem verður í sögulegu hámarki á þessu ári – það hjaðnar þá nokkuð hratt aftur. Við höfum fordæmi fyrir þessu úr hagsögunni. Við erum með mjög sveigjanlegan vinnumarkað og að tveimur árum liðnum verði hagkerfið komið að mestu leyti á svipaðan stað og það var í fyrra.“ Gjörólík staða sem blasi við samanborið við hrunið 2008 Óvissan um framhald faraldursins sé þó mikil. Hagkerfið sé berskjaldað gagnvart ákvörðunum annarra þjóða hvað varðar rýmkun á ferðabanni og þá hvort almennur ferðavilji verði fyrir hendi á næstu mánuðum. En ólíkt þeim kringumstæðum sem blasti við þjóðinni í efnahagshruninu haustmánuði ársins 2008 sé staða þjóðarbúsins gjörólík nú. „Sem betur fer höfðum við búið okkur undir þann skell. Hið opinbera hafði farið varlega í útgjöldum og tekjum og staða þess var sterk og hið sama má eiginlega segja um heimilin og fyrirtækin í landinu. Skuldsetning var hófleg og svigrúmið því núna til að bregðast við að sama skapi meira. Og ef faraldurinn sjálfur dregst ekki á langinn þá standa heimili og fyrirtæki sem og hið opinbera í landinu nógu vel að vígi til þess að geta í rauninni tekið hraustlega til hendinni við uppbyggingu á nýjan leik strax á næsta ári,“ segir Jón Bjarki. „Ég held að það hafi ekki alltaf farið nógu hátt hvað við lærðum mikið, drógum lærdóma og virkilega tókum það alvarlega að taka okkur á á mörgum sviðum eftir skellinn og ég held við séum að fara að njóta ávaxtanna af því, það held ég að sé engin spurning.“ Aðspurður hvort greinendur hefðu tekið mið af rýmkun ferðabanns sem stjórnvöld kynntu á dögunum í nýrri þjóðhagsspá segir Jón Bjarki. „Þær aðgerðir breyta ekki því sem við vorum búin að móta sem líklegasta sviðsmyndin sem er að það vænkist heldur hagur ferðaþjónustunnar eftir því sem líður á haustið og fram eftir vetri. Við getum sagt að óvissan í kringum spána hafi sem betur fer þá heldur hallað til þeirrar áttar að öllu minni líkur eru á að framgangurinn verði verri en við erum að spá og heldur meiri líkur á, jafnvel, að þetta ár verði eitthvað skárra en spáð er hjá okkur. Eftir sem áður þá verður skellurinn harður og við þurfum að grípa til allra þeirra ráða sem við höfum til að mýkja hann og sýna útsjónarsemi í að vaxa að nýju og koma hagkerfinu aftur á svipaðan stað og það var áður en þetta skall á.“ Á von á frekari lækkun stýrivaxta Talandi um þau ráð sem við getum gripið til í hagstjórn þá mun peningastefnunefnd Seðlabankans greina frá ákvörðun bankans á miðvikudaginn í næstu viku. Áttu von á því að Seðlabankinn grípi til einhverra þeirra vopna sem eru að finna í búri bankans? „Já, við eigum von á því að vextir verði lækkaðir frekar og það er alls ekki óhugsandi að tilkynnt verði jafnvel um einhverjar frekari rýmkunaraðgerðir til að láta kné fylgja kviði en fyrst og fremst held ég að stjórnvöld ættu að halda áfram á þeirri leið sem hefur verið mörkuð því í samanburði við önnur lönd þá hefur gengið vel hér að bregðast við þessu áfalli og samstaðan með þessum aðgerðum er sem betur fer með meira móti hér á landi og það má heldur ekki vanmeta hversu það getur orðið til þess að auðvelda okkur slaginn við þennan skell“ Gera ekki ráð fyrir verðbólguskoti Greinendur Íslandsbanka gera ekki ráð fyrir að verðbólga fari úr böndunum í því ástandi sem fram undan er. „Við erum nokkuð bjartsýn á það að öfugt við það sem við eigum að venjast hér á Íslandi þegar áföll ríða yfir þá verðum við ekki að glíma við verðbólguskot, verulegt viðbótargengisfall og hækkun vaxta til að bregðast við því öllu saman á sama tíma og við erum að vinna okkur út úr auknu atvinnuleysi og töpuðum útflutningstekjum. Það er velkomin breyting til batnaðar og kemur til af því hversu styrkar stoðir Krónunnar eru orðnar í samanburði við fyrri ár með digrum gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, eignum umfram skuldir þjóðarbúsins í útlöndum og annað af því taginu þannig að spáin okkar hljóðar upp á hóflega verðbólgu, verðbólgu í takt við markmið Seðlabankans og það vissulega léttir róðurinn mikið ef það gengur eftir því þá þurfa heimilin og fyrirtæki ekki að glíma við umfangsmikla hækkun verðtryggðra skulda og mikla rýrnun á kaupmætti vegna þess að verðlag sé að aukast hröðum skrefum á meðan kannski tekjurnar eru að standa í stað líka,“ segir Jón Bjarki. Við þetta má bæta að kortavelta Íslendinga hefur tekið við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins tók að gæta í hagkerfinu að ráði.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á fréttatímann í heild sinni. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26 Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Landsframleiðsla gæti dregist saman um ríflega 9% í ár samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að þrátt fyrir að skellurinn verði harður og atvinnuleysi mikið séu góðar líkur á að hagkerfið taki við sér strax á næsta ári. Sjá nánar: Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Greinendur bankans gera ráð fyrir hörðum skelli í fyrstu; 9,6% atvinnuleysi í ár og að útflutningur á vöru og þjónustu dragist saman um 23%. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. „Því er ekki að neyta. Það verður harður skellur á hagkerfinu þetta árið. Við erum að spá 9% samdrætti í landsframleiðslu og það er bæði vegna þess að útflutningstekjur dragast mikið saman, en ekki síst vegna þess hversu ferðaþjónustan verður fyrir miklu höggi. Síðan verður minni innlend eftirspurn; neysla heimilanna, fjárfestingar fyrirtækjanna og annað slíkt dregst saman að sama skapi þó að góðu heilli þá vegi aukin umsvif hins opinbera, fjárfestingar og aðrar aðgerðir á móti.“ Jón Bjarki segir þó að fjölmargar ástæður séu fyrir bjartsýni. Góðar líkur séu á að hagkerfið taki ágætlega við sér strax á næsta ári. „Það er ljós við enda ganganna, ekki síst vegna þess að nú eru horfur fyrir seinni hluta ársins í ferðaþjónustunni heldur að batna, bæði hér á landi og í ýmsum viðskiptalandanna er verið að horfa til þess að rýmka kvaðir og hömlur á ferðum landa á milli .Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkur að ferðalög komist í eðlilegra horf sem fyrst og þá gætum við verið að tala um fimm prósent hagvöxt strax á næsta ári og með honum fylgir þá að atvinnuleysi – sem verður í sögulegu hámarki á þessu ári – það hjaðnar þá nokkuð hratt aftur. Við höfum fordæmi fyrir þessu úr hagsögunni. Við erum með mjög sveigjanlegan vinnumarkað og að tveimur árum liðnum verði hagkerfið komið að mestu leyti á svipaðan stað og það var í fyrra.“ Gjörólík staða sem blasi við samanborið við hrunið 2008 Óvissan um framhald faraldursins sé þó mikil. Hagkerfið sé berskjaldað gagnvart ákvörðunum annarra þjóða hvað varðar rýmkun á ferðabanni og þá hvort almennur ferðavilji verði fyrir hendi á næstu mánuðum. En ólíkt þeim kringumstæðum sem blasti við þjóðinni í efnahagshruninu haustmánuði ársins 2008 sé staða þjóðarbúsins gjörólík nú. „Sem betur fer höfðum við búið okkur undir þann skell. Hið opinbera hafði farið varlega í útgjöldum og tekjum og staða þess var sterk og hið sama má eiginlega segja um heimilin og fyrirtækin í landinu. Skuldsetning var hófleg og svigrúmið því núna til að bregðast við að sama skapi meira. Og ef faraldurinn sjálfur dregst ekki á langinn þá standa heimili og fyrirtæki sem og hið opinbera í landinu nógu vel að vígi til þess að geta í rauninni tekið hraustlega til hendinni við uppbyggingu á nýjan leik strax á næsta ári,“ segir Jón Bjarki. „Ég held að það hafi ekki alltaf farið nógu hátt hvað við lærðum mikið, drógum lærdóma og virkilega tókum það alvarlega að taka okkur á á mörgum sviðum eftir skellinn og ég held við séum að fara að njóta ávaxtanna af því, það held ég að sé engin spurning.“ Aðspurður hvort greinendur hefðu tekið mið af rýmkun ferðabanns sem stjórnvöld kynntu á dögunum í nýrri þjóðhagsspá segir Jón Bjarki. „Þær aðgerðir breyta ekki því sem við vorum búin að móta sem líklegasta sviðsmyndin sem er að það vænkist heldur hagur ferðaþjónustunnar eftir því sem líður á haustið og fram eftir vetri. Við getum sagt að óvissan í kringum spána hafi sem betur fer þá heldur hallað til þeirrar áttar að öllu minni líkur eru á að framgangurinn verði verri en við erum að spá og heldur meiri líkur á, jafnvel, að þetta ár verði eitthvað skárra en spáð er hjá okkur. Eftir sem áður þá verður skellurinn harður og við þurfum að grípa til allra þeirra ráða sem við höfum til að mýkja hann og sýna útsjónarsemi í að vaxa að nýju og koma hagkerfinu aftur á svipaðan stað og það var áður en þetta skall á.“ Á von á frekari lækkun stýrivaxta Talandi um þau ráð sem við getum gripið til í hagstjórn þá mun peningastefnunefnd Seðlabankans greina frá ákvörðun bankans á miðvikudaginn í næstu viku. Áttu von á því að Seðlabankinn grípi til einhverra þeirra vopna sem eru að finna í búri bankans? „Já, við eigum von á því að vextir verði lækkaðir frekar og það er alls ekki óhugsandi að tilkynnt verði jafnvel um einhverjar frekari rýmkunaraðgerðir til að láta kné fylgja kviði en fyrst og fremst held ég að stjórnvöld ættu að halda áfram á þeirri leið sem hefur verið mörkuð því í samanburði við önnur lönd þá hefur gengið vel hér að bregðast við þessu áfalli og samstaðan með þessum aðgerðum er sem betur fer með meira móti hér á landi og það má heldur ekki vanmeta hversu það getur orðið til þess að auðvelda okkur slaginn við þennan skell“ Gera ekki ráð fyrir verðbólguskoti Greinendur Íslandsbanka gera ekki ráð fyrir að verðbólga fari úr böndunum í því ástandi sem fram undan er. „Við erum nokkuð bjartsýn á það að öfugt við það sem við eigum að venjast hér á Íslandi þegar áföll ríða yfir þá verðum við ekki að glíma við verðbólguskot, verulegt viðbótargengisfall og hækkun vaxta til að bregðast við því öllu saman á sama tíma og við erum að vinna okkur út úr auknu atvinnuleysi og töpuðum útflutningstekjum. Það er velkomin breyting til batnaðar og kemur til af því hversu styrkar stoðir Krónunnar eru orðnar í samanburði við fyrri ár með digrum gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, eignum umfram skuldir þjóðarbúsins í útlöndum og annað af því taginu þannig að spáin okkar hljóðar upp á hóflega verðbólgu, verðbólgu í takt við markmið Seðlabankans og það vissulega léttir róðurinn mikið ef það gengur eftir því þá þurfa heimilin og fyrirtæki ekki að glíma við umfangsmikla hækkun verðtryggðra skulda og mikla rýrnun á kaupmætti vegna þess að verðlag sé að aukast hröðum skrefum á meðan kannski tekjurnar eru að standa í stað líka,“ segir Jón Bjarki. Við þetta má bæta að kortavelta Íslendinga hefur tekið við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins tók að gæta í hagkerfinu að ráði.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka ræddi við fréttastofu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á fréttatímann í heild sinni.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50 Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26 Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Spá mesta samdrætti Bretlands í 300 ár Seðlabanki Englands spáir því að hagkerfi Bretlands muni dragast saman um 14 prósent á þessu ári, verði létt á félagsforðun í júní og fram á september. 7. maí 2020 09:50
Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26
Mesti samdráttur frá Kreppunni miklu Samdráttur á hagkerfi heimsins verður sá mesti í áratugi að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Efnahagsþrengingarnar vegna kórónuveiruheimsfaraldursins eru þær mestu frá því í Kreppunni miklu á 4. áratug síðustu aldar. 14. apríl 2020 18:55