Flóttamenn

Flóttamenn

Fréttir af málefnum flóttamanna.

Fréttamynd

Tilgangurinn helgar ekki meðalið

Í þessari viku hafa samtökin Réttur barna á flótta birt myndbönd til stuðnings fjáröflunarátaki fyrir börn á flótta. Þar virðist tilgangurinn vera að slá upp spaugilegri mynd af störfum starfsfólks Útlendingastofnunar í þágu átaksins og til að koma á framfæri gagnrýni á meðferð mála þessa viðkvæma hóps.

Skoðun
Fréttamynd

Sáu flóttamenn en sigldu á brott

Malta Mohammed Adam Oga, sá eini sem lifði af tilraun fimmtán flóttamanna til að sigla yfir Miðjarðarhaf fyrr í mánuðinum, sagði við Reuters í gær að fleiri en eitt skip hefði siglt fram hjá flóttamönnunum, hundsað allar beiðnir um aðstoð og siglt á brott.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna segir af sér eftir gagnrýni vegna aðbúnaðar flóttabarna

John Sanders, starfandi forstjóri tolla og landamæraeftirlits Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja stöðu sinni lausri í kjölfar fréttaflutnings vestra um aðbúnað barna innflytjenda sem eru í haldi stofnunarinnar í Texas. Fréttir höfðu borist af því að sum börnin hafi verið látin dúsa í stöðinni í fleiri vikur og við illan aðbúnað. Aðstæður í innflytjendaskýlum sætir harðri gagnrýni réttindasamtaka og stjórnarandstæðinga.

Erlent
Fréttamynd

„Refu­gees Got Talent“ haldið í fyrsta skipti í Sikil­ey

Unglingsskáld frá Nígeríu, reggí söngvari frá Síerra Leóne og Kólumbískur dansari voru meðal þeirra sem kepptu í hæfileikakeppni í Sikiley nú um helgina á viðburði, skipulögðum af Sameinuðu Þjóðunum, sem stefnir að því að endurskapa hugmyndir okkar um flóttafólk.

Erlent
Fréttamynd

Alþjóðadagur flóttafólks

Í dag, á alþjóðadegi flóttafólks, minnum við á þá skelfilegu staðreynd, að í mannkynsögunni hafa aldrei fleiri verið á flótta.

Skoðun
Fréttamynd

Handtóku meðlim hægri-öfgahóps

Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur handtekið mann sem er hluti hægri-öfgahóps sem er ásakaður um að hafa ólöglega haldið innflytjendum föngum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Erlent