Fundu lík þrettán flóttakvenna í Miðjarðarhafi Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2019 16:23 Líkkistur flóttafólks á hafnarbakkanum á ítölsku eyjunni Lampedusa í dag. Vísir/EPA Ítalska strandgæslan fann lík þrettán kvenna sem drukknuðu í Miðjarðarhafi þegar yfirfullum báti flótta- og förufólks hvolfdi í vondu veðri undan ströndum Lampedusa. Tuttugu og tveimur var bjargað en óttast er að fleiri gætu hafa farist. Bátnum hvolfdi í þann mund sem björgunarskip nálguðust hann skömmu eftir miðnætti í nótt, að sögn ítalskra yfirvalda. Reuters-fréttastofan hefur eftir konu sem var bjargað að hún hefði misst systur sína og átta mánaða gamla frænku. Talið er að báturinn hafi lagt upp frá Túnis með um fimmtíu manns um borð. Nærri allir um borð hafi verið frá Túnis og Vestur-Afríku, að sögn flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Stofnuni áætlar að um þúsund manns hafi farist á Miðjarðarhafi það sem af er ári. Flestir þeirra voru fólk sem reyndi að flýja óöldina í Líbíu og komast til Evrópu. Innanríkisráðuneyti Ítalíu segir að tæplega átta þúsund manns hafi komist þangað með bát á þessu ári. Það er 63% fækkun frá sama tímabili í fyrra og 93% fækkun frá því árið 2017. Yfirvöld á Ítalíu hafa meðal annars reynt að fæla flótta- og förufólk frá með því að samþykkja ströng lög sem beinast meðal annars að björgunarskipum hjálparsamtaka. Flóttamenn Ítalía Túnis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ítalska strandgæslan fann lík þrettán kvenna sem drukknuðu í Miðjarðarhafi þegar yfirfullum báti flótta- og förufólks hvolfdi í vondu veðri undan ströndum Lampedusa. Tuttugu og tveimur var bjargað en óttast er að fleiri gætu hafa farist. Bátnum hvolfdi í þann mund sem björgunarskip nálguðust hann skömmu eftir miðnætti í nótt, að sögn ítalskra yfirvalda. Reuters-fréttastofan hefur eftir konu sem var bjargað að hún hefði misst systur sína og átta mánaða gamla frænku. Talið er að báturinn hafi lagt upp frá Túnis með um fimmtíu manns um borð. Nærri allir um borð hafi verið frá Túnis og Vestur-Afríku, að sögn flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Stofnuni áætlar að um þúsund manns hafi farist á Miðjarðarhafi það sem af er ári. Flestir þeirra voru fólk sem reyndi að flýja óöldina í Líbíu og komast til Evrópu. Innanríkisráðuneyti Ítalíu segir að tæplega átta þúsund manns hafi komist þangað með bát á þessu ári. Það er 63% fækkun frá sama tímabili í fyrra og 93% fækkun frá því árið 2017. Yfirvöld á Ítalíu hafa meðal annars reynt að fæla flótta- og förufólk frá með því að samþykkja ströng lög sem beinast meðal annars að björgunarskipum hjálparsamtaka.
Flóttamenn Ítalía Túnis Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira