Massa fljótastur í dekkjaprófun Pirelli Formúlu 1 kappar æfðu á Abu Dhabi brautinni í dag og óku á Pirelli dekkjum sem verða notuð á næsta ári. Felipe Massa náði besta tíma dagsins á Ferrari á undan meistaranum Sebastian Vettel á Red Bull. Formúla 1 19. nóvember 2010 14:34
Ascanellli: Vettel hefur viljastyrk til að vera á toppnum í langan tíma Tæknistjóri Torro Rosso, Giorgio Ascanelli vill meina að nýbakaður heimsmeistari, Sebastian Vettel sé sérlega hæfileikaríkur ökumaður Vettel hóf Formúlu 1 ferilinn með Torro Rosso og vann sinn fyrsta sigur með liðinu á Ítalíu 2008. Formúla 1 19. nóvember 2010 09:15
GP 2 meistarinn Maldonaldo prófaði Hispania og Williams Pastor Maldonado frá Venúsúela prófaði Hispania og Willams bíla á æfingum í Abu Dhabi í vikunni, en nokkur umræða hefur verið um að hann taki autt sæti sem Nico Hulkenberg skildi eftir sig þar. Hulkenberg ætlar að leita á önnur mið, en Rubens Barrichello verður áfram hjá Williams Formúla 1 18. nóvember 2010 16:57
Draumur Perez frá Mexíkó rætist um borð í Sauber Formúlu 1 bíl Sergio Perez frá Mexikó verður fyrsti sá fyrsti frá sínu heimalandi í 30 ár sem keppir í Formúlu 1 á næsta ári, þegar hann mætir á Sakhir brautina í Barein í mars. Formúla 1 18. nóvember 2010 16:13
Rússinn Petrov líklega áfram hjá Renault Eric Boullier, framkvæmdarstjóri Formúlu 1 liðs Renault telur líklegt að Vitaly Petrov frá Rússlandi verði áfram hjá liðinu á næsta ári, en hann stóð sig vel í lokamótinu í mikilli báráttu við Fernando Alonso hjá Ferrari. Formúla 1 17. nóvember 2010 16:49
Ástralskur nýliði fljótari en meistarinn Nýliði Red Bull, Daniel Ricciardo var fljótari en heimsmeistarinn Sebastian Vettel náði að vera í tímatökum, þegar hann ók Red Bull bíl á æfingum í Abu Dhabi í dag. Formúla 1 17. nóvember 2010 14:00
Webber og Vettel sáttir hvor við annan Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær. Formúla 1 17. nóvember 2010 10:23
Vettel og Schumacher í beinni útsendingu í meistarakeppni ökumanna á Stöð 2 Sport Stöð 2 Sport hefur náð samningum um að sýna beint frá meistarakeppni ökumanna sem fer fram á leikvangi Fortuna Dusseldorf í Þýskalandi helgina 27. og 28. nóvember. Meðal keppenda verður nýbakaður heimsmeistari í Formúlu 1, Sebastian Vettel og félagi hans Michael Schumacher. Formúla 1 16. nóvember 2010 09:36
Vettel merkilegur og svalur persónuleiki Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili. Formúla 1 16. nóvember 2010 09:11
Ítalskur ráðherra vill afsögn forstjóra Ferrari vegna mistaka í Formúlu 1 Ítalskur ráðherra, Roberto Calderoli vill að Luca Montezemolo segi af sér sem forstjóri Ferrari, eftir að Ferrari mistókst að krækja í titl ökumanna í Abu Dhabi Formúlu 1 mótinu í gær. Formúla 1 15. nóvember 2010 15:19
Hulkenberg yfirgefur Williams liðið, en Barrichello verður áfram Þjóðverjinn Nico Hulkenberg verður ekki áfram hjá Williams liðinu á næsta ári, en liðið vildi gera margra ára samning við kappann. Hulkenberg er með sama umboðsmann og Michael Schumacher hefur verið með, Willy Weber. Formúla 1 15. nóvember 2010 10:48
Íþróttir geta verið sársaukafullar Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi. Formúla 1 15. nóvember 2010 09:07
Íþróttaandinn færði Red Bull tvo titla Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða. Formúla 1 15. nóvember 2010 07:39
Schumacher fagnaði Vettel eftir að hafa lent í stórhættu í lokamótinu Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Formúla 1 14. nóvember 2010 21:42
Vettel grét af gleði í endamarkinu Sebastian Vettel frá Þýskalandi, 23 ára gamall er yngsti Formúlu 1 ökumaðurinn í 60 ára sögu íþróttarinnar. Hann var hrærður þegar hann kom í endamark í Abu Dhabi í dag og grét i talkerfið þegar hann fagnaði sigri, þannig að heyrðist í útsendingu í sjónvarpi. Formúla 1 14. nóvember 2010 20:47
Alonso svekktur eftir mistök Ferrari Fernando Alonso segir að Ferrari hafi gert mistök þegar liðið lét hann taka þjónustuhlé í mótinu í Abu Dhabi í dag, skömmu eftir að Mark Webber tók sitt hlé. Báðir féllu þeir niður listann, Alonso úr því fjórða og náði aðeins sjöunda sæti, en þurfti það fjórða til að verða meistari á eftir Sebastian Vettel sem vann sigur í mótinu og varð meistari. Formúla 1 14. nóvember 2010 20:24
Sebastian Vettel heimsmeistari í Formúlu 1 Sebastian Vettel varð í dag yngsti heimsmeistari í Formúlu 1-kappakstrinum frá upphafi. Hann vann lokamótið í Abu Dhabi og það dugði honum til sigurs í stigakeppninni. Vettel er aðeins 23 ára gamall. Formúla 1 14. nóvember 2010 14:49
Íslendingar spenntir á lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi Íslenskir áhorfendur er á mótssvæðinu í Abu Dhabi þar sem lokamótið í Formúlu 1 fer fram í dag og fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn. Meðal þeirra eru hjóninn Elín Reynisdóttir og Már Ormarsson, en Már starfar sem flugumferðarstjóri í Dubai. Formúla 1 14. nóvember 2010 11:14
Massa: Alonso með ásana í hendi Felipe Massa líkir stöðu Fernando Alonso í lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi í dag við það þegar pókerspilari er með ásanna í hendi. Alonso er þriðji á ráslínu á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Alonso er efstur í stigamóti ökmanna á undan Mark Webber, en þeir og Vettel og Hamilton eiga möguleika á meistaratitlinum í dag. Formúla 1 14. nóvember 2010 09:20
Háspennumót hefst við sólsetur og lýkur í flóðljósum Það verður rafmögnuð stemmning á ráslínu Formúlu 1 mótsins í Abu Dhabi í dag, þegar síðasta Formúlu 1 mót ársins fer fram og úrslitin í heimsmeistarakeppninni ráðast Formúla 1 14. nóvember 2010 08:10
Horfur á sögulegum Formúlu 1 spennutrylli Martin Whitmarsh framkvæmdarstjóri McLaren segir horfur á spennandi og einstakri Formúlu 1 keppni í Abu Dhabi á sunnudag þar sem fjórir ökumenn keppa til úrslita um heimsmeistaratitil ökumanna. Formúla 1 14. nóvember 2010 00:01
Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna? Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. Formúla 1 13. nóvember 2010 22:39
Vettel: Gæti ekki verið í betri stöðu Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu fyrir titilslag fjögurra ökumanna í Abu Dhabi á sunnudag. Hann stefnir á sigur og að verða yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar. Vettel varð aðeins 31/1000 á undan Lewis Hamilton Formúla 1 13. nóvember 2010 21:24
Vettel fljótastur og getur orðið yngsti heimsmeistari sögunnar Sebastian Vettel á Red Bull náði besta tíma í tímatökum fyrir lokamótið Formúlu 1 mótaraðarinnar sem verður í Abu Dhabi á sunnudag. Hann varð brotabrotum á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Fernando Alonso varð þriðji. Fjórði maðurinn í kapphlaupinu um meistaratitilinn, Mark Webber á Red Bull varð fimmti. Formúla 1 13. nóvember 2010 15:02
Vettel og Webber fremstir á lokaæfingunni Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber voru fljótastir á síðustu æfingunni fyrir tímatökuna í Abu Dhabi í dag. Vettel var 0.133 sekúndum á undan Webber, en Lewis Hamilton var 0.584 á eftir, en Fernando Alonson fjórði. Þessir kappar eru í titilslagnum um um helgina. Formúla 1 13. nóvember 2010 11:13
Webber sefur eins og ungabarn þrátt fyrir spennandi titilslag Mark Webber er einn fjögurra sem á möguleika á meistaratitli ökumanna um helgina í lokamótinu í Abu Dhabi. Hann hefur aldrei verið í titilslag áður, en virðist yfirvegaður og klár í slaginn þrátt fyrir mikla fjölmiðlaathygli á mótsstað og spennu vegna stöðunnar í stigamótinu. Fjórir ökumenn eiga möguleika á titlinum í lokamótinu. Formúla 1 13. nóvember 2010 08:15
Alonso: Tímatakan verður jöfn Fernando Alonso hjá Ferrari er efstur í stigamóti ökumanna fyrir úrslitarimmuna um meistaratitil ökumanna í Abu Dhabi i dag, en tímatakan sem fer fram í dag gæti ráðið miklu um úrslitin í mótinu á sunnudag. Tvær æfingar fór fram í gær og lokaæfing verður á undan tímatökunni á laugardagsmorgun. Formúla 1 13. nóvember 2010 05:26
Ferrari stjórinn gætir stillingar fyrir háspennu tímatöku Stefano Domenciali, yfirmaður Ferrari telur mikilvægt að liðsmenn sínir haldi haus og yfirvegun fyrir tímatökuna á laugardag. Fernando Alonso er í titilslag við fjóra aðra ökumenn, en Alonso er efstur í stigamótinu. Formúla 1 12. nóvember 2010 21:59
Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. Formúla 1 12. nóvember 2010 20:25
Fjórir fljótustu á æfingum í Abu Dhabi allir í titilslagnum Fjórir fremstu ökumennirnir á seinni æfingu Formúlu 1 keppnisliða í Abu Dhabi í dag eru allt kappar sem eru í hörkubaráttu um meistaratitil Formúlu 1 ökumanna á sunnudaginn. Æfingin fór fram í dagsbirtu, síðan við sólsetur og í flóðljósum. Slíkt það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum. Formúla 1 12. nóvember 2010 14:32