Schumacher hafi gert vel í erfiðum aðstæðum | „Án efa haft mikil áhrif“ Johnny Herbert, margreyndur fyrrum ökumaður í Formúlu 1, segist finna til með Mick Schumacher sem geti ekki notið leiðsagnar föður síns, Formúlu 1 goðsagnarinnar Michael Schumacher, á sínum eigin ökumannsferli í mótaröðinni. Formúla 1 11. maí 2023 16:01
Öruggur sigur Verstappen í Miami Max Verstappen vann öruggan sigur í bandaríska kappakstri Formúlu 1 sem lauk í Miami nú í kvöld. Verstappen leiðir heimsmeistarakeppni ökumanna en ökumenn Red Bull eru báðir í tveimur efstu sætunum. Formúla 1 7. maí 2023 22:01
Sjaldséð mistök meistarans setja hann í krefjandi stöðu fyrir kvöldið Það hefur teiknast upp afar athyglisverð staða fyrir komandi Formúlu 1 kappakstur kvöldsins í Miami. Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari mótaraðarinnar og ökumaður Red Bull Racing, ræsir níundi eftir ótrúlegan endi á tímatökum gærdagsins. Formúla 1 7. maí 2023 10:31
Sigraður Hamilton lætur stór orð falla Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og ökumaður Mercedes segir það þungt högg í magann að sjá hversu langt á eftir Mercedes er í slagnum við Red Bull Racing. Formúla 1 6. maí 2023 13:00
Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. Formúla 1 2. maí 2023 15:31
Hefur fulla trú á því að hann geti barist um titilinn við Verstappen Sergio Perez, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, segist hafa fulla trú á því að hann geti barist við liðsfélaga sinn, tvöfalda heimsmeistarann Max Verstappen, um heimsmeistaratitilinn á tímabilinu. Formúla 1 1. maí 2023 11:00
Red Bull fyrstir í mark í Bakú Red Bull kom, sá og sigraði Formúlu 1 kappaksturinn í Bakú í Aserbaísjan. Formúla 1 30. apríl 2023 16:01
Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. Formúla 1 29. apríl 2023 09:01
Ritstjórinn rekinn eftir smekklausa og villandi grein um Schumacher Ritstjóra þýska tímaritsins Die Aktuelle hefur verið sagt upp störfum eftir að viðtal, sem sagt var vera við þýsku Formúlu 1 goðsögnina Michael Schumacher en var í raun texti settur saman af gervigreindarforriti, birtist í nýlegu tölublaði tímaritsins. Formúla 1 22. apríl 2023 19:15
Skálduðu viðtal við Michael Schumacher með aðstoð gervigreindar Fjölskylda Formúlu 1- goðsagnarinnar Michael Schumacher undirbýr nú lögsökn á hendur forsvarsmönnum þýska tímaritsins Die Aktuelle. Formúla 1 20. apríl 2023 13:16
Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. Formúla 1 19. apríl 2023 17:16
Verstappen kom fyrstur út úr óreiðunni í Melbourne Formúlu 1 kappakstur helgarinnar fór fram í Melbourne í Ástralíu. Segja má að óreiða hafi einkennt keppni dagsins en alls þurftu átta bílar að draga sig úr keppni áður en yfir lauk. Formúla 1 2. apríl 2023 10:00
Verstappen á ráspól en sigurvegari síðustu keppni ræsir aftastur Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun, en liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur. Formúla 1 1. apríl 2023 11:46
Risasekt vegna rasískra ummæla um Lewis Hamilton Fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 Nelson Piquet hefur verið sektaður af brasilískum dómstóli vegna rasískra og hómófóbískra ummæla sem hann viðhafði um Lewis Hamilton. Formúla 1 25. mars 2023 13:46
Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. Formúla 1 20. mars 2023 16:00
Alonso komst á verðlaunapall í hundraðasta skipti eftir allt saman Það var viðburðarrík helgi í Formúlu 1 þar sem keppt var í Sádi-Arabíu að þessu sinni. Sergio Pérez kom, sá og sigraði. Max Verstappen endaði í 2. sæti eftir að byrja fimmtándi í rásröðinni og gamla brýnið Fernando Alonso endaði að lokum í 3. sæti eftir að refsingin sem honum var gefin að kappakstri loknum var dæmd ógild. Formúla 1 20. mars 2023 15:00
Öruggur sigur Pérez og magnaður Verstappen komst á verðlaunapall Sergio Pérez, ökumaður Red Bull, kom sá og sigraði í Formúlu 1 kappakstrinum í Sádi-Arabíu. Samherji hans, heimsmeistarinn Max Verstappen, tókst á undraverðan hátt að enda á verðlaunapalli þrátt fyrir að ræsa fimmtándi. Formúla 1 19. mars 2023 19:30
Perez á ráspól en heimsmeistarinn ræsir fimmtándi Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez verður á ráspól þegar farið verður af stað í Sádí Arabíu í öðrum kappakstri tímabilsins í Formúlu 1 síðar í dag. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, verður hins vegar fimmtándi í rásröðinni. Formúla 1 19. mars 2023 12:00
Lewis Hamilton: Þeir hlustuðu ekki á mig Lewis Hamilton segir ekki hafi verið hlustað á athugasemdir sínar þegar koma að því að hanna nýja Mercedes bílinn fyrir þetta formúlu eitt tímabil. Formúla 1 10. mars 2023 09:30
Lewis Hamilton segir að Mercedes sé að fara aftur á bak Lewis Hamilton var allt annað en sáttur með bílinn sinn eftir fyrsta kappakstur formúlu eitt tímabilsins sem fór fram í Barein um helgina. Formúla 1 7. mars 2023 14:30
Verstappen sigraði fyrsta kappakstur tímabilsins Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen kom fyrstur í mark þegar fyrsti kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 fór fram í Barein í dag. Formúla 1 5. mars 2023 22:31
Heimsmeistarinn hefur nýtt tímabil á ráspól Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar ljósin slokkna og farið verður af stað í fyrsta kappakstur nýs tímabils í Formúlu 1 síðar í dag. Formúla 1 5. mars 2023 07:00
Hamilton segir Mercedes eiga langt í land Lewis Hamilton kom áttundi í mark á æfungunni í aðdraganda Formúlu 1 kappaksturs helgarinnar sem fram fer í Barein. Hann segir sína menn í Mercedes eiga langt í land ætli liðið sér að keppa um titilinn. Formúla 1 4. mars 2023 12:32
Lewis Hamilton ætlar ekki að láta þagga niður í sér Sjöfaldur heimsmeistari í formúlu eitt ætlar ekki að hætta að segja sína skoðun þrátt fyrir að forráðamenn formúlunnar hafi bannað ökumönnum að koma með pólitískar yfirlýsingar. Formúla 1 16. febrúar 2023 11:00
Myndavélar í hjálmum Formúlu eitt ökumanna á þessu tímabili Sjónvarpsáhorfendur fá að sjá formúlu eitt keppnisbrautirnar með augum ökumannanna á komandi keppnistímabili. Formúla 1 24. janúar 2023 13:00
„Tómur“ Hamilton sá eini sem tók ekki þátt Ökuþórinn Lewis Hamilton hefur lýst yfir tómleika tilfinningu eftir nýafstaðna leiktíð í Formúlu 1. Hann segir þetta fyrstu leiktíðina frá því hann var barn sem hann fagnar ekki einum einasta sigri. Formúla 1 29. desember 2022 12:16
FIA skerðir tjáningarfrelsi keppenda FIA, alþjóðasamband akstursíþrótta, sem er meðal annars yfir Formúlu 1 kappakstrinum, hefur samþykkt nýja reglugerð sem skerðir tjáningarfrelsi ökuþóra til muna. Formúla 1 21. desember 2022 12:31
Schumacher verður liðsfélagi Hamiltons Ökuþórinn Mick Schumacher hefur samið við Mercedes um að aka með liðinu á næstu leiktíð í Formúlu 1. Hann átti strembið ár hjá Haas í fyrra. Formúla 1 15. desember 2022 16:01
Formúlu eitt aflýst í Kína á næsta ári Kínverjar áttu að hýsa fjórða kappaksturinn á 2023 tímabilinu í formúlunni en ekkert verður af því. Formúla 1 2. desember 2022 18:01
Hættir eftir skrautlegan vetur og röð mistaka Mattia Binotto hefur sagt upp starfi sínu sem yfirmaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum. Ferrari átti strembið tímabil sem endaði sérstaklega illa. Formúla 1 29. nóvember 2022 13:00