Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Tíma­bilinu lokið hjá Gabriel

Brasilíski varnarmaðurinn Gabriel hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili. Hann meiddist aftan í læri í 2-1 sigri Arsenal á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fyrradag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Lífið gott en ítalskan strembin

Cecilía Rán Rúnarsdóttir veit ekki hvað bíður hennar næsta vetur. Hún hefur fundið sig vel í Mílanó á Ítalíu og segir lífið einfaldara þegar hún spilar fótbolta reglulega.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hefur aldrei verið vanda­mál fyrir mig“

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra, segist aðeins hafa verið að sækjast eftir spennu þegar hann braut veðmálareglur með því að veðja á leiki í Bestu deild karla í fyrra. Eftir að upp um hann komst hafi hann búist við þyngri refsingu en hann á endanum fékk.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tonali tryggði Newcastle dýr­mætan sigur

Deildabikarmeistarar Newcastle byrja vel eftir ævintýrið á Wembley því liðið vann í kvöld mikilvægan sigur á Brentford í baráttunni um Meistaradeildarsætin í ensku úrvalsdeildinni. Aston Villa vann líka risasigur á útivelli á móti Brighton & Hove Albion.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ís­lensku stelpurnar réðu ekki við Maísu

Leonete Maísa Correia var hetja Portúgala á móti íslensku stelpunum í kvöld þegar nítján ára landslið Íslands tapaði 2-0 á móti Portúgal í fyrsta leik sínum í seinni umferð undankeppni EM 2025.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mót­lætið styrkir mann“

Andrea Rán Snæ­feld Hauks­dóttir upp­lifði mikið stolt og gleði með að fá aftur tækifæri til að spila fyrir ís­lenska lands­liðið í síðasta verk­efni liðsins. Hún var valin aftur núna fyrir komandi leiki liðsins sem hún segir liðið spila fyrir Glódísi Perlu sem er fjar­verandi vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

„Auð­vitað söknum við hennar“

Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins.

Fótbolti