Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

„Heimsku­legt“ að mati þjálfara Willums

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í fótbolta, er kominn í tveggja leikja bann í hollensku úrvalsdeildinni eftir brot sem þjálfari hans kallaði „heimskulegt“. Hann missir meðal annars af slag við erkifjendur um næstu helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): Fram 1988 | Ó­kleifur hamarinn

Fram varð Íslandsmeistari 1988, í annað sinn á þremur árum, með fáheyrðum yfirburðum og setti stigamet sem stendur enn í tíu liða deild með þriggja stiga reglunni. Fram-vörnin óvinnandi vígi og Birkir Kristinsson hélt tólf sinnum hreinu í átján leikjum. Framar á vellinum voru Pétur Ormslev og Guðmundur Steinsson aðalmennirnir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Foden kom til baka gegn Brentford og Man City nálgast toppinn

Englandsmeistarar Manchester City hafa minnkað forskot Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu niður í aðeins tvö stig með góðum útisigri á Brentford. Meistararnir hafa átt erfitt uppdráttar gegn lærisveinum Thomas Frank og ekki var útlitið bjart þegar heimamenn komust yfir.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gott gengi Róm­verja ætlar engan endi að taka

Roma vann Cagliari 4-0 í eina leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þetta var þriðji sigur liðsins í röð en Daniele De Rossi hefur unnið alla þrjá leiki sína síðan hann tók við stjórn liðsins af José Mourinho.

Fótbolti