Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Klopp eins og þrumu­ský á blaða­manna­fundi

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var ekki beint í góðu skapi eftir leikinn gegn Toulouse í Evrópudeildinni í gær. Ekki nóg með að Liverpool tapaði leiknum heldur þurfti Klopp að svara spurningum blaðamanna undir fagnaðarlátum stuðningsmanna Toulouse.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun, við­töl og myndir: Breiða­blik - Gent 2-3 | Breiða­blik var leyft að dreyma en sigurinn kom ekki í kvöld

Breiðablik þurfti að lúta í gras fyrir Gent í fjórða leik sínum í Sambandsdeild Evrópu fyrr í kvöld 2-3. Breiðablik var einu marki yfir í hálfleik og það var verðskuldað eftir að Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö keimlík mörk af stuttu færi. Gent kláraði verkefnið síðan í seinni hálfleik en Gift Orban skoraði öll mörk gestanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Bróðir og um­boðs­maður Marcus Rashford hand­tekinn í Miami

Dane Rashford, umboðsmaður og bróðir enska knattspyrnumannsins Marcus Rashford var handtekinn í Miami og ákærður fyrir heimilisofbeldi. Talið er að hann hafi slegið til barnsmóður sinnar Andreu Pocrnja þegar hann sá SMS skilaboð hennar til annars manns eftir langt kvöld á skemmtistað í borginni. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál

FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Skytturnar unnu öruggan sigur á Sevilla

Arsenal er komið langleiðina með að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Sevilla í kvöld. Leikurinn fór fram á Emirates leikvanginum í Lundúnum, heimamennirnir Leandro Trossard og Bukayo Saka settu mörkin.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­trú­leg endur­koma í hádramatískum leik

FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn.  

Fótbolti