Liverpool á leið í undanúrslit eftir sex marka leik Liverpool tók á móti West Ham í síðasta leik átta liða úrslita enska deildar-bikarsins. Leiknum lauk með öruggum 5-1 sigri heimamanna sem skutu sér áfram í undanúrslit deildarbikarsins. Enski boltinn 20. desember 2023 19:30
Brösugir Börsungar áttu í vandræðum með botnliðið Barcelona vann 3-2 á heimavelli gegn Almería, neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar. Mörkin komu frá hægri væng Börsunga, kantmaðurinn Raphinha skoraði fyrra markið og lagði annað markið svo upp á bakvörðinn Sergi Roberto, sem var aftur á ferðinni í sigurmarkinu en þá eftir undirbúning Robert Lewandowski. Fótbolti 20. desember 2023 19:28
Fimm leikmenn litu rautt eftir slagsmál Deildarkeppnir í knattspyrnu í Tyrklandi hófust aftur í gær, viku eftir að hlé var gert frá öllum keppnum vegna líkamsárásar á dómara af hendi forseta félagsins Ankaragucu. Strax í gær leit annar skandall dagsins ljós og nú í dag urðu hópslagsmál í næst efstu deild. Fótbolti 20. desember 2023 18:46
Neymar missir af Copa América Brasilíski fótboltamaðurinn Neymar missir af Suður-Ameríkukeppninni á næsta ári vegna meiðsla. Fótbolti 20. desember 2023 16:30
Íslandsmótið aldrei hafist fyrr og aldrei varað lengur Áætlað er að keppni í Bestu deild karla í fótbolta hefjist laugardaginn 6. apríl, með leik Íslands- og bikarmeistara Víkings við Stjörnuna. Keppni hefur aldrei hafist fyrr og Í fyrsta sinn nær mótið yfir meira en 200 daga. Íslenski boltinn 20. desember 2023 16:05
Magni hættur eftir „óróa og klofning“ Magni Fannberg Magnússon er hættur sem íþróttastjóri hjá norska félaginu Start en hann og félagið komust að samkomulagi um starfslok. Fótbolti 20. desember 2023 15:04
Fær 206 milljónir í laun og er orðin sú launhæsta Maria Sánchez er nú orðin launahæsti leikmaður bandarísku kvennadeildarinnar í fótbolta eftir að hún skrifaði undir nýjan samning við Houston Dash. Fótbolti 20. desember 2023 15:01
Þriðja Dísin frá Val í atvinnumennsku Ásdís Karen Halldórsdóttir fagnaði 24 ára afmæli sínu með því að skrifa undir samning til tveggja ára við norska knattspyrnufélagið Lilleström. Þar með fjölgar enn í hópi íslenskra leikmanna sem farið hafa úr Bestu deildinni í atvinnumennsku eftir síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 20. desember 2023 13:26
Glódís í 42. sæti yfir bestu leikmenn síðasta tímabils Fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins og Bayern München, Glódís Perla Viggósdóttir, er í 42. sæti á lista Goal.com yfir fimmtíu bestu leikmenn síðasta tímabils. Lesendur vefsíðunnar völdu listann. Fótbolti 20. desember 2023 12:30
Sædís fullkomnar árið með samningi í Noregi Knattspyrnukonan unga Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur vægast sagt átt gott ár og er nú komin út í atvinnumennsku því hún skrifaði undir þriggja ára samning við Noregsmeistara Vålerenga. Fótbolti 20. desember 2023 11:37
Viðar gæti spilað á Íslandi: „Ekki spenntur fyrir að fara í nýtt land“ Knattspyrnumaðurinn víðförli Viðar Örn Kjartansson, einn allra markahæsti atvinnumaður Íslands frá upphafi, gæti vel hugsað sér að spila á Íslandi næsta sumar. Hann er jafnvel opinn fyrir því að spila með sínu gamla liði Selfoss, í 2. deild. Fótbolti 20. desember 2023 11:01
„Vildi bara gera þetta til að verða frægur“ Ungur boltastrákur Tottenham vakti mikla athygli á dögunum þegar hann fór að hita upp í leikmannagöngunum áður en liðin fóru inn á leikvanginn. Enski boltinn 20. desember 2023 10:30
Stuðningsmaður Chelsea réðist á markvörð Newcastle Eftir jöfnunarmark Mykhailos Mudryk fyrir Chelsea gegn Newcastle United í enska deildabikarnum í gær réðist stuðningsmaður Chelsea inn á völlinn og fagnaði fyrir framan markvörð Newcastle, Martin Dubravka. Enski boltinn 20. desember 2023 09:31
Liverpool-hetja gagnrýnir Keane: „Fáðu þér líf“ Gömul Liverpool-hetja hefur gagnrýnt Roy Keane, fyrrverandi fyrirliða Manchester United, vegna ummæla hans um Virgil van Dijk. Enski boltinn 20. desember 2023 09:00
Heiðursstúkan: Aron hræddur um að tapa enn einu sinni fyrir Birni Önnur þáttaröð Heiðursstúkunnar hefur hafið göngu sína á Vísi. Fimm þættir verða sýndir fyrir áramót og fimm eftir áramót. Íslenski boltinn 20. desember 2023 08:31
Fannst hann vanvirtur hjá öllum hjá Arsenal nema Arteta Granit Xhaka segir að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi verið sá eini sem vildi halda honum hjá félaginu. Enski boltinn 20. desember 2023 08:02
Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. Fótbolti 20. desember 2023 07:15
Wenger viss um að stækkun HM félagsliða muni hjálpa fótboltanum Arsene Wenger, fyrrum þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal, segir að stækkun heimsmeistaramóts félagsliða muni hjálpa til við að gera fótbolta enn alþjóðlegri en hann er nú og að ekki eigi aðeins að horfa á breytinguna út frá sjónahorni evrópskra liða. Fótbolti 20. desember 2023 07:01
Atlético Madrid kastaði frá sér tveggja marka forystu Leikmenn Atlético Madrid þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 3-3 eftir að heimamenn í Atlético höfðu komist í 3-1. Fótbolti 19. desember 2023 22:41
Ítölsku meistararnir fengu skell og eru úr leik Ítalíumeistarar Napoli eru úr leik í ítölsku bikarkeppninnni Coppa Italia eftir óvænt 0-4 tap gegn Frosinone í kvöld. Fótbolti 19. desember 2023 22:29
Chelsea snéri dæminu við og fer í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Chelsea tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins í knattspyrnu með sigri gegn Newcastle í vítaspyrnukeppni. Fótbolti 19. desember 2023 22:13
Fulham í undanúrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Fulham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum enska deildarbikarsins með sigri í vítaspyrnukeppni gegn Everton í úrvalsdeildarslag í átta liða úrslitum. Fótbolti 19. desember 2023 22:02
Dortmund og Leipzig töpuðu stigum í toppbaráttunni Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Dortmund og Leipzig, sem bæði berjast í kringum toppinn í deildinni, þurftu bæði að sætta sig við 1-1 jafntefli í sínum leikjum. Fótbolti 19. desember 2023 21:35
Evrópumeistararnir í úrslit HM eftir öruggan sigur Evrópumeistarar Manchester City eru búnir að tryggja sér sæti í úrslitum HM félagsliða eftir öruggan 3-0 sigur gegn japanska liðinu Urawa Reds í kvöld. Fótbolti 19. desember 2023 19:52
AZ Alkmaar sækir ungan Gróttumann Hinn 16 ára gamli Tómas Johannessen er genginn til liðs við hollenska félagið AZ Alkmaar frá Gróttu. Fótbolti 19. desember 2023 19:00
Litla silfurliðið á eftir Aroni Knattspyrnumaðurinn Aron Sigurðarson er í sigti tveggja, öflugra sænskra úrvalsdeildarfélaga sem gætu reynt að klófesta hann nú í vetur. Fótbolti 19. desember 2023 18:31
Búið að ákveða leikdagana í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Orri Steinn Óskarsson og félagar í FCK Kaupmannahöfn spila fyrsta leikinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Knattspyrnusamband Evrópu er nú búið að ákveða leikdagana í fyrsta hluta útsláttarkeppninni. Fótbolti 19. desember 2023 17:45
Fá milljarð í „jólagjöf“ í baráttuna við gervigrasplastið Norðmenn ætla að gera sitt til að sporna við því að plastagnir frá gervigrasvöllum berist út í náttúruna. Það hefur gengið illa hingað til en nú á að blása vörn í sókn. Fótbolti 19. desember 2023 16:01
Davíð seldur til Álasunds FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds. Fótbolti 19. desember 2023 15:31
Annar stjóri rekinn úr ensku úrvalsdeildinni Forráðamenn Nottingham Forest hafa ákveðið að reka knattspyrnustjórann Steve Cooper úr starfi og hafa þegar fundið arftaka hans, sem þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 19. desember 2023 15:04