Sumarið þar sem þjálfararáðningar munu toppa leikmannakaup Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. mars 2024 07:00 Þessir tveir Þjóðverjar verða atvinnulausir í sumar. Robin Jones/Getty Images Þrjú af stærstu knattspyrnufélögum Evrópu og jafnvel heimsins verða í þjálfaraleit í sumar. Munu ráðningar Liverpool, Barcelona og Bayern München á nýjum þjálfara eflaust toppa nær öll leikmannaskipti sumarsins nema þá ef til vill ef Kylian Mbappé fer loks til Real Madríd. Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Jürgen Klopp hefur gefið út að hann muni hætta með Liverpool að leiktíðinni lokinni. Xavi hefur sömuleiðis gefið út að hann hafi fengið nóg hjá Barcelona og muni stíga til hliðar í sumar. Þá virðist Thomas Tuchel hafa komist að því að ævintýri sitt hjá Bayern fær engan ævintýraendi og ætlar hann að róa á ný mið þegar tímabilinu lýkur. Þjálfaraleit þessara þriggja félaga hefur verið mikið til umfjöllunar og verður allt þangað til þau hafa loks fundið arftaka þessara þriggja þjálfara. Xabi Alonso, fyrrverandi leikmaður Liverpool og Bayern, hefur verið orðaður við bæði félög en hann er við það að stöðva einokun Bæjara í Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa spilað með Real Madríd þá hefur Xabi einnig verið orðaður við Barcelona. Alonso er hins vegar ekki að flýta sér og verður áfram hjá Leverkusen út næsta tímabil hið minnsta. Annar maður sem hefur verið orðaður við öll þrjú félögin hefur vakið meiri athygli fyrir leikstíl liðs síns heldur en úrslit. Það er Roberto De Zerbi, þjálfari Brighton & Hove Albion á Englandi. Hinn 44 ára gamli Ítali hefur komið víða við á þjálfaraferli sem spannar heilan áratug. Hann hefur stýrt Brighton frá 2022 en þar áður var hann hjá Shakhtar Donetsk í Úkraínu og á Ítalíu með þónokkur lið. Big clubs, big managers and one who could start a domino effect - how the summer looks, with @LaurensJulien @JamesOlley @RobDawsonESPN and @rwohan https://t.co/ixAb46YI9X— Mark Ogden (@MarkOgden_) March 28, 2024 Þá vekur ESPN athygli á því að Börsungar séu að íhuga Tuchel sem næsta þjálfara sinn. Vekur það athygli eftir brotthvarf hans frá Chelsea og hörmungartímabil Bayern. Hvað Liverpool varðar þá hefur félagið gefið út að ráðning nýs þjálfara verði byggð á tölfræðilegum gögnum. Hvað sem það þýðir þá er vitað að Rúben Amorim, þjálfari Sporting í Portúgal, sé á lista hjá liðinu í Bítlaborginni. Óvænt nafn ofarlega á blaði er svo Sebastian Hoeneß, hinn 41 árs gamli þjálfari Stuttgart í Þýskalandi. Ruben Amorim's high intensity Julian Nagelsmann's pragmatism Sebastian Hoeness' clinical pressing Arne Slot's success on a budgetWith Xabi Alonso set to stay in Leverkusen, what does the data reveal about Liverpool's Plan B options? @MarkCarey93 @adjones_journo— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 29, 2024 Það er í mörg horn að líta fyrir liðin þrjú en ásamt því að þurfa nýjan þjálfara þurfa eflaust öll þrjú að fríska upp á leikmannahópa sína. Lykilmenn Liverpool eru komnir á aldur, Bayern er líklegt til að fara í allsherjar breytingar fari svo að liðið vinni ekki þýska meistaratitilinn og þá þarf Barcelona að finna leið til að standast fjárhagskröfur spænsku úrvalsdeildarinnar. Það er þó ljóst að nýr þjálfari er efsta mál á dagskrá hjá öllum þessum liðum.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira