Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Róm­verjar sáu rautt í jafn­tefli gegn Fiorentina

Roma fékk Fiorentina í heimsókn í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Bæði lið eru í harðri baráttu um Evrópusæti og lauk leiknum með 1-1 jafntefli þar sem Roma nældi sér í tvö rauð spjöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Rafn orðaður við annað lið í Belgíu

Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tottenham aftur á sigurbraut eftir stór­sigur

Tottenham Hotspur hafði leikið fimm leiki án sigurs þegar Newcastle United heimsótti þá í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins vegar ekki að sjá á frammistöðum beggja liða í dag en Tottenham vann gríðarlega sannfærandi 4-1 sigur þar sem mark gestanna kom undir lok leiks.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hildur skoraði tvö í stór­sigri

Landsliðskonan Hildur Antonsdóttir átti góðan leik fyrir Fortuna Sittard er liðið vann 0-6 stórsigur gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrir­liðinn bannar T-orðið í klefanum

Unai Emery, þjálfari Aston Villa, og John McGinn, fyrirliði liðsins, segja það vera of snemmt að tala um titilbaráttu þrátt fyrir að liðið sé nú tveimur stigum frá toppnum eftir 1-0 sigur gegn Arsenal í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

„Stuðnings­mennirnir lyftu okkur í dag“

„Mér líður virkilega, virkilega vel og er mjög hamingjusamur,“ sagði sigurreifur Unai Emery, knattspyrnustjóri Aston Villa, að loknum 1-0 sigri sinna manna á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að Villa er í bullandi titilbaráttu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Inter á toppinn á Ítalíu

Inter er komið á topp Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, eftir öruggan 4-0 sigur á Udinese. Atalanta vann dramatískan sigur á AC Milan. Í Þýskalandi vann RB Leipzing útisigur á Borussia Dortmund.

Fótbolti
Fréttamynd

Botn­lið Sheffi­eld með ó­væntan sigur

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United, vann óvæntan 1-0 sigur á Brentford í dag. Burnley gerði 1-1 jafntefli við Brighton & Hove Albion á útivelli og sömu sögu er að segja af Úlfunum og Nottingham Forest.

Enski boltinn