Fótbolti

Búnir að æfa vítaspyrnur og Åge búinn að velja þá sem taka vítin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson tekur hér vítaspynu fyrir Genoa liðið.
Albert Guðmundsson tekur hér vítaspynu fyrir Genoa liðið. Getty/Simone Arveda

Ísland mætir Ísrael í undanúrslitaleik umspils um laust sæti á EM annað kvöld og þar verður spilað til þrautar um það hvort liðið kemst í úrslitaleik um laust sæti á EM.

Vinnist leikurinn ekki í venjulegum leiktíma eða framlengingu þá þarf að grípa til vítaspyrnukeppni.

Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide sagði frá því í samtali við blaðamann Vísis í dag að íslenska liðið sé búið að undirbúa sig fyrir mögulega vítakeppni.  Stefán Árni Pálsson spurði norska þjálfarann út í mögulega vítaspyrnukeppni.

Norski þjálfarinn er líka búinn að ákveða það hvaða leikmenn íslenska liðsins taki vítaspyrnur.

Íslenska karlalandsliðið hefur aldrei farið í vítaspyrnukeppni í keppnislandsleik.

Albert Guðmundsson hefur verið að taka vítaspyrnur fyrir Genoa liðið í vetur og mun örugglega taka víti ef hann verður inn á vellinum. Hann hefur skorað þrjú af sex landsliðsmörkum sínum úr vítum.

Það verður aftur á móti athyglisvert að sjá hvaða leikmenn verða fyrir valinu endi leikurinn í sögulegri vítakeppni.  Sóknarmenn íslenska liðsins eru flestir ungir að árum og reynslulitlir. Á stund sem þessari þá er það oft sterkur haus og sjálfstraust sem vegur þyngra en spyrnugeta þótt hún spilli vissulega ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×