Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Sölvi Geir Ottesen var í dag kynntur sem nýr aðalþjálfari Víkings í fótbolta karla. Beðið hefur verið eftir þessu frá því að ljóst varð að Arnar Gunnlaugsson hætti til að taka við íslenska landsliðinu. Fótbolti 20. janúar 2025 14:03
Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Karlalið Fylkis í fótbolta seldi tvær treyjur frá landsliðsmanninum Orra Óskarssyni fyrir samtals hálfa milljón króna, á uppboði á herrakvöldi félagsins á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fylkismanna. Íslenski boltinn 20. janúar 2025 12:31
Elísabet tekin við Belgum Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Fótbolti 20. janúar 2025 10:24
Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Fótbolti 20. janúar 2025 08:33
Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Enski boltinn 20. janúar 2025 07:32
Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Það er ekki aðeins leikmannahópur og lið Manchester United sem þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda. Enski boltinn 20. janúar 2025 06:30
Neymar á heimleið? Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar Jr. virðist mögulega vera á leið aftur til uppeldisfélags síns, Santos í Brasilíu, en félagið hefur lagt fram formlega beiðni til Al Hilal um að fá leikmanninn að láni. Fótbolti 19. janúar 2025 23:31
„Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton í dag. Hann bauð sjálfur upp á fyrirsögn dagsins með hreinskilni sinni. Fótbolti 19. janúar 2025 19:15
Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Real Madrid tyllti sér aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag eftir þægilegan sigur 4-1 sigur á Las Palmas. Fótbolti 19. janúar 2025 17:26
Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Tveir Íslendingar voru í byrjunarliði Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Parma á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 19. janúar 2025 16:28
Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Nottingham Forest lagði botnlið Southampton að velli, 3-2, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 19. janúar 2025 16:03
Yfirlýsing frá City með stórsigri Englandsmeistarar Manchester City áttu ekki í neinum vandræðum með nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í dag en City-menn léku við hvurn sinn fingur og unnu að lokum öruggan og þægilegan 6-0 sigur. Enski boltinn 19. janúar 2025 16:01
Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Þriðja tímabilið í röð vann Brighton sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-3, Mávunum í vil. Enski boltinn 19. janúar 2025 16:00
Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Inter minnkaði forskot Juventus á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 1-0 sigri á Como á heimavelli. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á sínum stað í marki Inter. Fótbolti 19. janúar 2025 14:19
Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Everton vann 3-2 sigur á Tottenham í fyrsta leiknum undir stjórn Davids Moyes á Goodison Park í tólf ár. Enski boltinn 19. janúar 2025 13:30
Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Ekkert gengur hjá Alberti Guðmundssyni og félögum í Fiorentina þessi dægrin. Í dag gerði liðið 1-1 jafntefli við Torino í ítölsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera manni fleiri í tæpan klukkutíma. Fótbolti 19. janúar 2025 13:30
Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Wayne Bridge, sem lék 36 landsleiki fyrir England á sínum tíma, mætir YouTube-stjörnunni KSI í boxbardaga í lok mars. Enski boltinn 19. janúar 2025 13:02
Segir Liverpool besta lið heims Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, hrósaði Liverpool í hástert eftir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 19. janúar 2025 10:30
Antony á leið til Betis Brasilíumaðurinn Antony er á förum frá Manchester United og á leið til Real Betis. Enski boltinn 19. janúar 2025 09:30
Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Félagaskipti í ensku D-deildinni rata ekki oft í íslenska fjölmiðla, nema kannski þegar íslenskir leikmenn eiga í hlut, en sagan á bakvið hvernig Marcus Browne varð leikmaður Wimbledon er lyginni líkust og vert að greina frá henni nánar. Fótbolti 19. janúar 2025 09:02
Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Brynjólfur Andersen Willumsson og félagar í Groningen þurftu að sætta sig við svekkjandi 2-1 tap gegn GA Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í dag en sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Fótbolti 18. janúar 2025 22:15
Sex í röð hjá Napólí Napólí vann dýrmætan sigur í toppbaráttunni í Seríu A í kvöld þegar liðið sótti þrjú stig í greipar Atalanta. Fótbolti 18. janúar 2025 21:41
Juventus lagði AC Milan Juventus er áfram taplaust í Seríu A á Ítalíu en liðið lagði AC Milan 2-0 í dag. Fótbolti 18. janúar 2025 19:18
Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Arsenal tapaði tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Aston Villa. Enski boltinn 18. janúar 2025 17:02
Sjöunda tap Leicester í röð Ruund van Nistelrooy og lærisveinar hans í Leicester eiga ekki sjö dagana sæla í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 3. desember á síðasta ári. Liðið tapaði í dag á heimavelli gegn Fulham 0-2. Fótbolti 18. janúar 2025 16:55
Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Darwin Núnez skoraði bæði mörk Liverpool í uppbótartíma í 0-2 sigri á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 18. janúar 2025 16:55
Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Valur er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í fótbolta. Valur sigraði Fram, 1-0, í dag. Íslenski boltinn 18. janúar 2025 14:58
Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Eftir sex sigra í röð í ensku úrvalsdeildinni tapaði Newcastle United fyrir Bournemouth, 1-4, á St James' Park í dag. Justin Kluivert skoraði þrennu fyrir gestina sem eru taplausir í tíu deildarleikjum í röð. Enski boltinn 18. janúar 2025 14:32
Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Svo virðist sem Elísabet Gunnarsdóttir verði næsti þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 18. janúar 2025 09:50
FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Forseti panamska knattspyrnusambandsins má ekki koma nálægt fótbolta á næstunni eftir úrskurð Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Fótbolti 18. janúar 2025 09:01